Hvaða þýðingu hefur sjálfstætt Skotland fyrir Ísland? Alyson J.K. Bailes og Baldur Þórhallsson skrifar 12. september 2014 07:00 Pólitískt landslag umhverfis Ísland gæti tekið veigamiklum breytingum á komandi árum. Margir Grænlendingar og Færeyingar íhuga sjálfstæði frá Danmörku og Skotar kjósa um það hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði 18. september næstkomandi. Hver niðurstaðan verður í Skotlandi skiptir miklu máli fyrir Ísland. Það eru sterk söguleg tengsl milli landanna sem ná aftur til landnámsáranna. Menningartengsl hafa ávallt verið mikil og það er engin tilviljun að fjölmargir Íslendingar kjósa að sækja sér menntun í Skotlandi. Sjálfstætt Skotland myndi verða eitt af smáríkjum Evrópu með rúmlega fimm milljónir íbúa. Á ýmsan hátt myndi Skotland passa vel inn í hóp smárra, friðsamra, umhverfissinnaðra og félagslega framsækinna Norðurlanda. En hver yrði staða þessa nýja smáríkis í Norðvestur-Evrópu? Myndi sjálfstætt Skotland sækja um aðild að Norðurlandaráði? Og/eða myndi Skotland sækja um aðild að Vestnorræna ráðinu, þar sem Ísland starfar ásamt Grænlandi, Færeyjum og strandhéruðum Noregs? Hvað með norðurslóðir? Hver væri staða og hlutverk Skotlands þar?Mikilvægur hlekkur Núverandi ríkisstjórn Skotlands, sem leidd er af Skoska þjóðarflokknum, hefur sagt opinberlega að hún vilji læra af og vinna með Norðurlöndunum að ýmsum málum. Skoski þjóðarflokkurinn talar einnig fyrir áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu og NATO. Aðild að ESB hefur verið ábatasöm fyrir Skotland, frá efnahagslegu sjónarmiði, og er álitin vera mikilvægur hlekkur í efnahagskerfi hins nýja smáríkis, þar með talið möguleikum til fjárfestinga. Það er hins vegar ekki vilji til þess að sækja um aðild að Schengen né er vilji til að vera hluti af myntsamstarfi Evrópu. Skotar sjá fyrir sér að halda breska pundinu og þar af leiðandi láta peningastefnu sína verða ákvarðaða og stýrt frá London. Skotland er tengt Englandi sterkum böndum og verður það áfram, annað myndi stefna grundvallarhagsmunum landsins í hættu. Drottningin mun til að mynda áfram vera þjóðhöfðingi landsins. Skoski þjóðarflokkurinn vill að þátttaka Skota í aðgerðum NATO einskorðist við friðargæslu og mannúðarverkefni, en verði ekki hernaðarlegs eðlis. Lýsa á yfir kjarnorkulausu ríki, sem þýðir að bresku flotastöðinni í Faslane verður lokað, fyrr en síðar. Flokkurinn telur að hægt væri að minnka útgjöld til hermála mikið frá því sem nú er innan breska ríkisins. Aðild að NATO tryggir aðstoð á neyðartímum og gerir það að verkum að smáríki þurfa ekki að koma sér upp umfangsmiklum herafla. Hafa ber í huga að aðild að NATO er sú leið sem flest öll smáríki Evrópu hafa kosið til að tryggja öryggi sitt. Skotland ætlar einnig að reiða sig á stuðning Bandaríkjanna í öryggismálum, eins og önnur smáríki Evrópu. Skotar vita að samstarf við Norðurlöndin nægir ekki til að tryggja efnahagslega afkomu eða hervernd. Þeir sjá aftur á móti ýmsan ávinning af samstarfi við Norðurlöndin. Skotland getur nýtt sér þekkingu þeirra og reynslu til að fylgja í kjölfar þeirra. Þetta á til dæmis við um stefnu þeirra í kjarnorkumálum, uppbyggingu velferðarkerfis og framsækinnar stefnu í mannúðarmálum á erlendri grund. Einnig vilja Skotar vera hluti af verkefnum sem snúa að öryggi og mengunarvörnum í Norður-Atlantshafi. Skotar myndu einnig að öllum líkindum styðja stefnu Norðurlandanna í málefnum norðurslóða.Norðurlöndin leiðarljós Sé litið til beinna pólitískra þátta þá geta Norðurlöndin verið leiðarljós Skotlands í tilraun þess til þess að skapa sér sína eigin sjálfsmynd sem væri frábrugðin þeirri bresku. Það hjálpar litlu ríki með háleit markmið að hafa Norðurlöndin sem fyrirmyndir þar sem þau eru virt og virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. En hvert er hlutverk Íslands í þessari atburðarás? Ríkisstjórn Davids Cameron vinnur hörðum höndum að því að sannfæra Skota um að yfirgefa ekki Bretland. Í því ljósi getur opinber stuðningur Íslands við sjálfstæði Skotlands verið varhugaverður vegna samskipta landsins við Bretland. Ísland getur hins vegar hjálpað Skotum, með því að miðla reynslu sinni, góðri og slæmri, og stuðlað að því að ákvörðun Skota sé tekin á upplýstan hátt. Íslenskir fræðimenn, sem hafa sérhæft sig í rannsóknum á smáríkjum og stöðu þeirra í samfélagi þjóðanna, geta bent Skotum á áskoranir og tækifæri sem smáríki standa frammi fyrir. Þetta hefur til að mynda verið gert í grein sem birtist í fræðitímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla og nálgast má á netinu og fyrirlestrahaldi í Skotlandi. Hvað gerist ef svar Skota við sjálfstæði verður „Nei“ – eins og skoðanakannanir gefa til kynna? Það er ólíklegt að fylgjendur sjálfstæðis muni einfaldlega gefast upp. Það er sennilegra að þeir muni reyna að auka sjálfstjórn Skotlands og horfa þá helst til utanríkismála. Ef Skotar hafa náð að mynda vináttutengsl og fengið hugmyndir frá öðrum löndum í þeirri baráttu sem nú stendur yfir má gera ráð fyrir að þeir vilji rækta þessi tengsl í framtíðinni. Sama hvernig fer þá er niðurstaðan jákvæð fyrir Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Pólitískt landslag umhverfis Ísland gæti tekið veigamiklum breytingum á komandi árum. Margir Grænlendingar og Færeyingar íhuga sjálfstæði frá Danmörku og Skotar kjósa um það hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði 18. september næstkomandi. Hver niðurstaðan verður í Skotlandi skiptir miklu máli fyrir Ísland. Það eru sterk söguleg tengsl milli landanna sem ná aftur til landnámsáranna. Menningartengsl hafa ávallt verið mikil og það er engin tilviljun að fjölmargir Íslendingar kjósa að sækja sér menntun í Skotlandi. Sjálfstætt Skotland myndi verða eitt af smáríkjum Evrópu með rúmlega fimm milljónir íbúa. Á ýmsan hátt myndi Skotland passa vel inn í hóp smárra, friðsamra, umhverfissinnaðra og félagslega framsækinna Norðurlanda. En hver yrði staða þessa nýja smáríkis í Norðvestur-Evrópu? Myndi sjálfstætt Skotland sækja um aðild að Norðurlandaráði? Og/eða myndi Skotland sækja um aðild að Vestnorræna ráðinu, þar sem Ísland starfar ásamt Grænlandi, Færeyjum og strandhéruðum Noregs? Hvað með norðurslóðir? Hver væri staða og hlutverk Skotlands þar?Mikilvægur hlekkur Núverandi ríkisstjórn Skotlands, sem leidd er af Skoska þjóðarflokknum, hefur sagt opinberlega að hún vilji læra af og vinna með Norðurlöndunum að ýmsum málum. Skoski þjóðarflokkurinn talar einnig fyrir áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu og NATO. Aðild að ESB hefur verið ábatasöm fyrir Skotland, frá efnahagslegu sjónarmiði, og er álitin vera mikilvægur hlekkur í efnahagskerfi hins nýja smáríkis, þar með talið möguleikum til fjárfestinga. Það er hins vegar ekki vilji til þess að sækja um aðild að Schengen né er vilji til að vera hluti af myntsamstarfi Evrópu. Skotar sjá fyrir sér að halda breska pundinu og þar af leiðandi láta peningastefnu sína verða ákvarðaða og stýrt frá London. Skotland er tengt Englandi sterkum böndum og verður það áfram, annað myndi stefna grundvallarhagsmunum landsins í hættu. Drottningin mun til að mynda áfram vera þjóðhöfðingi landsins. Skoski þjóðarflokkurinn vill að þátttaka Skota í aðgerðum NATO einskorðist við friðargæslu og mannúðarverkefni, en verði ekki hernaðarlegs eðlis. Lýsa á yfir kjarnorkulausu ríki, sem þýðir að bresku flotastöðinni í Faslane verður lokað, fyrr en síðar. Flokkurinn telur að hægt væri að minnka útgjöld til hermála mikið frá því sem nú er innan breska ríkisins. Aðild að NATO tryggir aðstoð á neyðartímum og gerir það að verkum að smáríki þurfa ekki að koma sér upp umfangsmiklum herafla. Hafa ber í huga að aðild að NATO er sú leið sem flest öll smáríki Evrópu hafa kosið til að tryggja öryggi sitt. Skotland ætlar einnig að reiða sig á stuðning Bandaríkjanna í öryggismálum, eins og önnur smáríki Evrópu. Skotar vita að samstarf við Norðurlöndin nægir ekki til að tryggja efnahagslega afkomu eða hervernd. Þeir sjá aftur á móti ýmsan ávinning af samstarfi við Norðurlöndin. Skotland getur nýtt sér þekkingu þeirra og reynslu til að fylgja í kjölfar þeirra. Þetta á til dæmis við um stefnu þeirra í kjarnorkumálum, uppbyggingu velferðarkerfis og framsækinnar stefnu í mannúðarmálum á erlendri grund. Einnig vilja Skotar vera hluti af verkefnum sem snúa að öryggi og mengunarvörnum í Norður-Atlantshafi. Skotar myndu einnig að öllum líkindum styðja stefnu Norðurlandanna í málefnum norðurslóða.Norðurlöndin leiðarljós Sé litið til beinna pólitískra þátta þá geta Norðurlöndin verið leiðarljós Skotlands í tilraun þess til þess að skapa sér sína eigin sjálfsmynd sem væri frábrugðin þeirri bresku. Það hjálpar litlu ríki með háleit markmið að hafa Norðurlöndin sem fyrirmyndir þar sem þau eru virt og virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. En hvert er hlutverk Íslands í þessari atburðarás? Ríkisstjórn Davids Cameron vinnur hörðum höndum að því að sannfæra Skota um að yfirgefa ekki Bretland. Í því ljósi getur opinber stuðningur Íslands við sjálfstæði Skotlands verið varhugaverður vegna samskipta landsins við Bretland. Ísland getur hins vegar hjálpað Skotum, með því að miðla reynslu sinni, góðri og slæmri, og stuðlað að því að ákvörðun Skota sé tekin á upplýstan hátt. Íslenskir fræðimenn, sem hafa sérhæft sig í rannsóknum á smáríkjum og stöðu þeirra í samfélagi þjóðanna, geta bent Skotum á áskoranir og tækifæri sem smáríki standa frammi fyrir. Þetta hefur til að mynda verið gert í grein sem birtist í fræðitímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla og nálgast má á netinu og fyrirlestrahaldi í Skotlandi. Hvað gerist ef svar Skota við sjálfstæði verður „Nei“ – eins og skoðanakannanir gefa til kynna? Það er ólíklegt að fylgjendur sjálfstæðis muni einfaldlega gefast upp. Það er sennilegra að þeir muni reyna að auka sjálfstjórn Skotlands og horfa þá helst til utanríkismála. Ef Skotar hafa náð að mynda vináttutengsl og fengið hugmyndir frá öðrum löndum í þeirri baráttu sem nú stendur yfir má gera ráð fyrir að þeir vilji rækta þessi tengsl í framtíðinni. Sama hvernig fer þá er niðurstaðan jákvæð fyrir Ísland.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar