Bláberin bregðast á Vestfjörðum í ár Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 3. september 2014 12:00 Svona lék birkifetinn annars góða bláberjabrekku í Meðaldal við Dýrafjörð í fyrra. myndir/erling ólafsson „Það er bara eiginlega ekkert um aðalbláber hérna,“ segir Salbjörg Þórbergsdóttir frá Súðavík. Hún hefur tínt bláber í marga áratugi en man ekki svo magra berjatíð eins og þessa í ár. Því miður er þetta svipuð saga og viðmælendur Fréttablaðsins hafa að segja úr Inndjúpinu, Gufudal í Reykhólahreppi og frá suðurfjörðunum. „Mest af þessum aðalbláberjum sem maður þó finnur eru brún og skemmd,“ segir hún. Haustið í fyrra var rýrt en hún segir þetta ætla að verða sýnu verra. Hún segir ennfremur að ástæðan kunni að vera sú að mikil vætutíð ríkti í sumar en svo er ekki loku fyrir það skotið að birkifetinn sé farinn að láta til sín taka við Djúpið eins og víðar annars staðar. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir frá þessum vágesti. Nokkuð fór að bera á honum árið 2008 en þá skildi hann bláberjalyng eftir brúnt og uppétið í Dölum, á Snæfellsnesi og á nokkrum stöðum á Vestfjörðum. „Ég er ekki frá því að hann sé farinn að teygja sig hingað yfir,“ segir Salbjörg sem séð hefur brekkur í slíku ástandi við Álftafjörðinn. Guðmundur Bjarnason, sem fór í bláberjatínslu við rætur Hálfdáns við Bíldudal, segir svipaðar fregnir þaðan. Ekki er þó hægt að kenna birkifeta um allt bláberjahallæri því við bæinn Skjaldfönn í botni Ísafjarðardjúps eru engin ummerki um hann en þó er lyng laust við kræsileg bláber. „Venjulega gat maður farið rétt upp fyrir bæinn til að ná í eftirrétt en því er ekki að heilsa í ár,“ segir Kristbjörg Lóa Arnardóttir á Skjaldfönn. Þar kom líka næturfrost í síðustu viku sem lék illa þau fáu ber sem þó voru til. Hafrós Huld Einarsdóttir frá Fremri-Gufudal segir að lítið sé að hafa í dalnum sem venjulega er þó afar bláberjagjöfull. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Það er bara eiginlega ekkert um aðalbláber hérna,“ segir Salbjörg Þórbergsdóttir frá Súðavík. Hún hefur tínt bláber í marga áratugi en man ekki svo magra berjatíð eins og þessa í ár. Því miður er þetta svipuð saga og viðmælendur Fréttablaðsins hafa að segja úr Inndjúpinu, Gufudal í Reykhólahreppi og frá suðurfjörðunum. „Mest af þessum aðalbláberjum sem maður þó finnur eru brún og skemmd,“ segir hún. Haustið í fyrra var rýrt en hún segir þetta ætla að verða sýnu verra. Hún segir ennfremur að ástæðan kunni að vera sú að mikil vætutíð ríkti í sumar en svo er ekki loku fyrir það skotið að birkifetinn sé farinn að láta til sín taka við Djúpið eins og víðar annars staðar. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir frá þessum vágesti. Nokkuð fór að bera á honum árið 2008 en þá skildi hann bláberjalyng eftir brúnt og uppétið í Dölum, á Snæfellsnesi og á nokkrum stöðum á Vestfjörðum. „Ég er ekki frá því að hann sé farinn að teygja sig hingað yfir,“ segir Salbjörg sem séð hefur brekkur í slíku ástandi við Álftafjörðinn. Guðmundur Bjarnason, sem fór í bláberjatínslu við rætur Hálfdáns við Bíldudal, segir svipaðar fregnir þaðan. Ekki er þó hægt að kenna birkifeta um allt bláberjahallæri því við bæinn Skjaldfönn í botni Ísafjarðardjúps eru engin ummerki um hann en þó er lyng laust við kræsileg bláber. „Venjulega gat maður farið rétt upp fyrir bæinn til að ná í eftirrétt en því er ekki að heilsa í ár,“ segir Kristbjörg Lóa Arnardóttir á Skjaldfönn. Þar kom líka næturfrost í síðustu viku sem lék illa þau fáu ber sem þó voru til. Hafrós Huld Einarsdóttir frá Fremri-Gufudal segir að lítið sé að hafa í dalnum sem venjulega er þó afar bláberjagjöfull.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira