Hver á landið mitt Ísland? Björn Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2014 07:00 Undanfarin misseri hefur deilan um landareign og meðferð þess lands blossað upp og er mjög hávær um þessar mundir þar sem „eigendur“ lands vilja ráðskast með landið eftir eigin höfði og telja sig eigendur þess, og vísa þá gjarnan í stjórnarskrárvarinn heilagan rétt!Hugtökum ruglað saman Eignarrétturinn er svo sannarlega varinn í stjórnarskránni, en hvað er eign? Er ekki eign afurð framkvæmda einstaklinga eða hóps einstaklinga sem lagt hefur hugsun og vinnu í sköpun eignar sem þá er stjórnarskrárvarin, og tryggir viðkomandi umráð yfir þeirri sköpun? Eignarréttur er hugtak, nytjaréttur er annað hugtak, en oft hef ég á tilfinningunni að þessum tveim hugtökum sé ruglað saman, meðvitað eða ómeðvitað.Auðlindir eign þjóðarinnar Nytjaréttur er þegar einstaklingar eða hópur þeirra notar gæði í umhverfinu sem enginn einstaklingur eða hópur einstaklinga hefur skapað, heldur er fyrir í umhverfinu og kallast því AUÐLIND. Helstu auðlindir eru; LOFT, VATN og LAND auk allra þeirra gæða sem í þeim felast. Auðlindir í náttúru Íslands eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Auðlindir Íslands markast af auðlindalögsögu landsins í samræmi við alþjóðlega samninga þar um. Utan lögsögunnar tekur við sameiginleg auðlind mankynsins alls í umsjá hinna sameinuðu þjóða heimsins.Vatnalög og þjóðlenda Í tilraunum okkar til að setja landsmönnum nýja stjórnarskrá, hefur þokast í rétta átt með skilgreiningu á mismuni nytja og eignar á auðlindum, má þar nefna til hugtökin „vatnalög“ og „þjóðlenda“. Einfalda má þessi hugtök í stjórnarskrá með því að skilgreina í eitt skipti fyrir öll að: Allt land frá fjallatoppum ásamt sjávarbotni að auðlindalögsögu er „ÞJÓÐLENDA“. Og allt vatn í hvaða formi sem er, er auðlind í umsjón þjóðarinnar, loftið yfir auðlindalögsögunni allri í þá hæð sem alþjóðalög skilgreina er auðlind í umsjón og ábyrgð þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur deilan um landareign og meðferð þess lands blossað upp og er mjög hávær um þessar mundir þar sem „eigendur“ lands vilja ráðskast með landið eftir eigin höfði og telja sig eigendur þess, og vísa þá gjarnan í stjórnarskrárvarinn heilagan rétt!Hugtökum ruglað saman Eignarrétturinn er svo sannarlega varinn í stjórnarskránni, en hvað er eign? Er ekki eign afurð framkvæmda einstaklinga eða hóps einstaklinga sem lagt hefur hugsun og vinnu í sköpun eignar sem þá er stjórnarskrárvarin, og tryggir viðkomandi umráð yfir þeirri sköpun? Eignarréttur er hugtak, nytjaréttur er annað hugtak, en oft hef ég á tilfinningunni að þessum tveim hugtökum sé ruglað saman, meðvitað eða ómeðvitað.Auðlindir eign þjóðarinnar Nytjaréttur er þegar einstaklingar eða hópur þeirra notar gæði í umhverfinu sem enginn einstaklingur eða hópur einstaklinga hefur skapað, heldur er fyrir í umhverfinu og kallast því AUÐLIND. Helstu auðlindir eru; LOFT, VATN og LAND auk allra þeirra gæða sem í þeim felast. Auðlindir í náttúru Íslands eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Auðlindir Íslands markast af auðlindalögsögu landsins í samræmi við alþjóðlega samninga þar um. Utan lögsögunnar tekur við sameiginleg auðlind mankynsins alls í umsjá hinna sameinuðu þjóða heimsins.Vatnalög og þjóðlenda Í tilraunum okkar til að setja landsmönnum nýja stjórnarskrá, hefur þokast í rétta átt með skilgreiningu á mismuni nytja og eignar á auðlindum, má þar nefna til hugtökin „vatnalög“ og „þjóðlenda“. Einfalda má þessi hugtök í stjórnarskrá með því að skilgreina í eitt skipti fyrir öll að: Allt land frá fjallatoppum ásamt sjávarbotni að auðlindalögsögu er „ÞJÓÐLENDA“. Og allt vatn í hvaða formi sem er, er auðlind í umsjón þjóðarinnar, loftið yfir auðlindalögsögunni allri í þá hæð sem alþjóðalög skilgreina er auðlind í umsjón og ábyrgð þjóðarinnar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar