Sameiningar á Vesturlandi Regína Ásvaldsdóttir skrifar 30. júlí 2014 07:00 Akranes slagar upp í Vestfirði. Þessa fyrirsögn mátti lesa í Fréttablaðinu þann 25. júlí sl. þar sem borinn var saman íbúafjöldi á Akranesi og á öllum Vestfjörðum. Íbúum á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðasta áratug enda fjölskylduvænt samfélag og atvinnuástand gott. Samkvæmt síðustu tölum frá Hagstofu Íslands eru íbúar nú um 6.750. Auk þess starfa á annað þúsund manns við stóriðjuverin á Grundartanga, sem er í næsta nágrenni. Næstfjölmennasti þéttbýliskjarninn á Vesturlandi er í Borgarnesi, en þar búa rúmlega 1.800 manns. Þrátt fyrir þessa staðreynd, að Akranes sé langfjölmennasti byggðarkjarninn á Vesturlandi – og nálægt því að vera með sama íbúafjölda og á öllum Vestfjörðum samanlagt, þá dettur stjórnvöldum í hug að flytja sýslumannsembættið á Akranesi til Stykkishólms og lögreglustjóraembættið í Borgarnes. Að vísu segist innanríkisráðherra ekki vera búinn að ákveða endanlega staðsetningu embættanna en samkvæmt umræðuskjali hans um sameiningu sýslumanns og lögreglustjóraembætta þá eru þetta tillögurnar. Langfjölmennasta lögregluliðið á Vesturlandi er á Akranesi og hér er eina lögreglustöðin á svæðinu sem er með sólarhringsvakt, enda er málafjöldinn langmestur.Miðlæg rannsóknardeild Miðlæg rannsóknardeild fyrir allt Vesturland hefur verið staðsett á Akranesi frá árinu 2007 og þar hefur byggst upp mikil sérþekking, meðal annars í rannsóknum kynferðisbrotamála en deildin hefur það hlutverk að veita rannsóknaraðstoð til smærri embættanna á Vesturlandi vegna alvarlegra brota sem þar eru framin. Lögreglan á Akranesi og bæjaryfirvöld hafa einnig unnið saman í heimilisofbeldismálum og hafa í þeirri vinnu stuðst við reynslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Nýlega var tilkynnt um ráðningu nýrra sýslumanna og lögreglustjóra á landinu og vil ég fyrir hönd bæjaryfirvalda á Akranesi óska þeim Úlfari Lúðvíkssyni, sem tekur við embætti lögreglustjóra á Vesturlandi, og Ólafi Ólafssyni, sem tekur við embætti sýslumanns á Vesturlandi, til hamingju með ráðningarnar. Jafnframt óska bæjaryfirvöld eftir viðræðum hið fyrsta um endanlegt val á aðalstöðvum nýju embættanna enda um mikið hagsmunamál íbúanna á Akranesi að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Akranes slagar upp í Vestfirði. Þessa fyrirsögn mátti lesa í Fréttablaðinu þann 25. júlí sl. þar sem borinn var saman íbúafjöldi á Akranesi og á öllum Vestfjörðum. Íbúum á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðasta áratug enda fjölskylduvænt samfélag og atvinnuástand gott. Samkvæmt síðustu tölum frá Hagstofu Íslands eru íbúar nú um 6.750. Auk þess starfa á annað þúsund manns við stóriðjuverin á Grundartanga, sem er í næsta nágrenni. Næstfjölmennasti þéttbýliskjarninn á Vesturlandi er í Borgarnesi, en þar búa rúmlega 1.800 manns. Þrátt fyrir þessa staðreynd, að Akranes sé langfjölmennasti byggðarkjarninn á Vesturlandi – og nálægt því að vera með sama íbúafjölda og á öllum Vestfjörðum samanlagt, þá dettur stjórnvöldum í hug að flytja sýslumannsembættið á Akranesi til Stykkishólms og lögreglustjóraembættið í Borgarnes. Að vísu segist innanríkisráðherra ekki vera búinn að ákveða endanlega staðsetningu embættanna en samkvæmt umræðuskjali hans um sameiningu sýslumanns og lögreglustjóraembætta þá eru þetta tillögurnar. Langfjölmennasta lögregluliðið á Vesturlandi er á Akranesi og hér er eina lögreglustöðin á svæðinu sem er með sólarhringsvakt, enda er málafjöldinn langmestur.Miðlæg rannsóknardeild Miðlæg rannsóknardeild fyrir allt Vesturland hefur verið staðsett á Akranesi frá árinu 2007 og þar hefur byggst upp mikil sérþekking, meðal annars í rannsóknum kynferðisbrotamála en deildin hefur það hlutverk að veita rannsóknaraðstoð til smærri embættanna á Vesturlandi vegna alvarlegra brota sem þar eru framin. Lögreglan á Akranesi og bæjaryfirvöld hafa einnig unnið saman í heimilisofbeldismálum og hafa í þeirri vinnu stuðst við reynslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Nýlega var tilkynnt um ráðningu nýrra sýslumanna og lögreglustjóra á landinu og vil ég fyrir hönd bæjaryfirvalda á Akranesi óska þeim Úlfari Lúðvíkssyni, sem tekur við embætti lögreglustjóra á Vesturlandi, og Ólafi Ólafssyni, sem tekur við embætti sýslumanns á Vesturlandi, til hamingju með ráðningarnar. Jafnframt óska bæjaryfirvöld eftir viðræðum hið fyrsta um endanlegt val á aðalstöðvum nýju embættanna enda um mikið hagsmunamál íbúanna á Akranesi að ræða.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun