Leita að íslenskum miðaldarklaustrum Freyr Bjarnason skrifar 23. júlí 2014 07:00 Steinunn Kristjánsdóttir (lengst til vinstri) var að störfum í Viðey í gær ásamt rannsóknarhópi sínum. Fréttablaðið/Valli Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið, ætlar í vettvangsferðir með rannsóknarhópi sínum á fjórtán staði á Íslandi sem þar sem talið er að miðaldarklaustur hafi verið byggð. Vinnan hófst í vor og hefur gengið ágætlega að mati Steinunnar. „Við erum að skoða örnefni og skjöl um klaustrin og erum að leita að gripum úr þeim í söfnum og kirkjum landsins. Við ætlum að vera í þessu í þrjú ár,“ segir hún aðspurð. Sex manna hópur starfar við rannsóknina hluta úr árinu. Fjármagnið kemur frá Rannís og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og nemur um 12 til 13 milljónum króna. Vilyrði hefur fengist fyrir jafnháum styrk næstu tvö árin. Hugmyndin er að taka niðurstöðurnar saman í eina bók um miðaldarklaustur á Íslandi. Það sem af er sumri hefur tekist að skrá niður mikið af upplýsingum um klaustrin sem munu hjálpa hópnum við leitina. „Við erum að rýna í kort og erum búin að fara á nokkra staði. Fyrstu niðurstöður eru þær að klaustrin eru yfirleytt ekki þar sem talið er að þau hafi staðið. Munnmælin og örnefnin eru ekki alveg að standast ýmsar hugmyndir um hvar þau stóðu en við erum enn þá að leita.“ Við leitina að rústunum notast hópurinn við þrjár gerðir af jarðsjám, auk þess að skoða innrauðar myndir og loftmyndir. Þegar hefur verið leitað á Bæ í Borgarfirði þar sem talið er að fyrsta klaustrið á Íslandi hafi verið, á Helgafelli við Stykkishólm, í Hítardal á Mýrum, á Reynistað í Skagafirði og í Viðey í Kollafirði, þar sem Steinunn og félagar voru einmitt að störfum í gær. Þar var grafin hola án þess að nokkuð tengt klaustri hafi fundist. „Þetta er svolítið spennandi niðurstaða. Margir vildu meina að klaustrið hafi verið þarna en þetta eru bara öskuhaugar frá bænum.“ Hún segir óvíst hvað hafi varðveist ofan í jörðinni frá klaustrum á Íslandi en telur engu að síður mikilvægt að kortleggja klausturlífið. „Það virðist hafa verið mjög öflugt og þessi klaustur áttu gríðarlega miklar eignir og jarðir,“ segir Steinunn. „En klaustrin hafa fallið svolítið í skuggann af höfðingjunum. Það hefur verið lagt mikið í rannsóknir á veraldlegu valdi en það er minna búið að skoða kirkjuvald og klaustrin.“Leita að stöðum tengdum einsetufólki Auk þess að leita að miðaldarklaustrum skoðar rannsóknarhópurinn staði sem hafa verið tengdir við einsetufólk. Slíkur klausturlifnaður virðist hafa verið tíðkaður á Íslandi rétt eins og annars staðar í Evrópu, að sögn Steinunnar. „Upphaflega hugmyndin að baki klaustrunum var einsetulifnaður. Það breyttist þegar klausturlifnaður fór að verða algengari. Þetta voru kannski tíu manns á 12. og 13 öld. Það er mjög gaman að skoða þetta líka og það er til ótrúlega mikið af heimildum um þetta fólk.“ Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið, ætlar í vettvangsferðir með rannsóknarhópi sínum á fjórtán staði á Íslandi sem þar sem talið er að miðaldarklaustur hafi verið byggð. Vinnan hófst í vor og hefur gengið ágætlega að mati Steinunnar. „Við erum að skoða örnefni og skjöl um klaustrin og erum að leita að gripum úr þeim í söfnum og kirkjum landsins. Við ætlum að vera í þessu í þrjú ár,“ segir hún aðspurð. Sex manna hópur starfar við rannsóknina hluta úr árinu. Fjármagnið kemur frá Rannís og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og nemur um 12 til 13 milljónum króna. Vilyrði hefur fengist fyrir jafnháum styrk næstu tvö árin. Hugmyndin er að taka niðurstöðurnar saman í eina bók um miðaldarklaustur á Íslandi. Það sem af er sumri hefur tekist að skrá niður mikið af upplýsingum um klaustrin sem munu hjálpa hópnum við leitina. „Við erum að rýna í kort og erum búin að fara á nokkra staði. Fyrstu niðurstöður eru þær að klaustrin eru yfirleytt ekki þar sem talið er að þau hafi staðið. Munnmælin og örnefnin eru ekki alveg að standast ýmsar hugmyndir um hvar þau stóðu en við erum enn þá að leita.“ Við leitina að rústunum notast hópurinn við þrjár gerðir af jarðsjám, auk þess að skoða innrauðar myndir og loftmyndir. Þegar hefur verið leitað á Bæ í Borgarfirði þar sem talið er að fyrsta klaustrið á Íslandi hafi verið, á Helgafelli við Stykkishólm, í Hítardal á Mýrum, á Reynistað í Skagafirði og í Viðey í Kollafirði, þar sem Steinunn og félagar voru einmitt að störfum í gær. Þar var grafin hola án þess að nokkuð tengt klaustri hafi fundist. „Þetta er svolítið spennandi niðurstaða. Margir vildu meina að klaustrið hafi verið þarna en þetta eru bara öskuhaugar frá bænum.“ Hún segir óvíst hvað hafi varðveist ofan í jörðinni frá klaustrum á Íslandi en telur engu að síður mikilvægt að kortleggja klausturlífið. „Það virðist hafa verið mjög öflugt og þessi klaustur áttu gríðarlega miklar eignir og jarðir,“ segir Steinunn. „En klaustrin hafa fallið svolítið í skuggann af höfðingjunum. Það hefur verið lagt mikið í rannsóknir á veraldlegu valdi en það er minna búið að skoða kirkjuvald og klaustrin.“Leita að stöðum tengdum einsetufólki Auk þess að leita að miðaldarklaustrum skoðar rannsóknarhópurinn staði sem hafa verið tengdir við einsetufólk. Slíkur klausturlifnaður virðist hafa verið tíðkaður á Íslandi rétt eins og annars staðar í Evrópu, að sögn Steinunnar. „Upphaflega hugmyndin að baki klaustrunum var einsetulifnaður. Það breyttist þegar klausturlifnaður fór að verða algengari. Þetta voru kannski tíu manns á 12. og 13 öld. Það er mjög gaman að skoða þetta líka og það er til ótrúlega mikið af heimildum um þetta fólk.“
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira