Lífið

Afar falleg viðundrasýning á 17. júní

Marín Manda skrifar
Götuleikhúsið á 17.júní.
Götuleikhúsið á 17.júní.
Rakel Jónsdóttir fatahönnuður sér um heildarhönnun og listrænt útlit Götuleikhússins sem vakti athygli á 17. júní í miðbænum fyrir hvíta og hugmyndaríka búninga.

„Pælingin með þessari hugmynd var að sækja innblástur til gamla sirkussins. Þetta átti að vera eins konar viðundrasýning eins og í gamla daga en við vildum sýna þetta á pínu skrítinn og fallegan hátt,“ segir Rakel Jónsdóttir fatahönnuður þegar hún útskýrir búninga meðlima Götuleikhússins í miðborginni á 17. júní.

Rakel kláraði fatahönnunarnám sitt í Listaháskólanum fyrir skömmu og var í kjölfarið boðið að spreyta sig á búningahönnun og listrænu útliti Götuleikhússins sem er starfandi á vegum Hins Hússins í sumar.

Rakel Jónsdóttir fatahönnuður
Leikarahópurinn er allt áhugafólk og samanstendur af níu manns undir leikstjórn Benedikts Gröndal.

„Ég sé um heildarútlitið og þróa hugmyndir með hópnum, hanna og sauma búningana en þetta er mikil samvinna því allir leggja sitt af mörkum. Á þjóðhátíðardaginn voru þau öll hvít og fín en hver og einn hafði einhver skrítin einkenni. Þarna voru til dæmis síamstvíburar, menn með ofvaxna vöðva og feiti maðurinn var alveg hnöttóttur.“ 

Næsta uppákoma Götuleikhússins er föstudaginn 27. júní kl. 12 á Laugaveginum.

Aðeins of langir handleggir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.