Hver er aðal persónan í lífi þínu? Hildur Þórðardóttir skrifar 16. júní 2014 07:00 Ertu alltaf með áhyggjur af því að öðrum líði vel, að þeir verði ekki reiðir eða fari í fýlu? Ertu meira í að láta drauma annarra rætast en þína eigin? Heldurðu að þú verðir hamingjusöm ef þú hjálpar öðrum að hætta að drekka, reykja eða líða illa? Sumir eru snillingar í að geta sér til um þarfir fólks og leggja sig í líma við að uppfylla þær. Þeir álíta sig jafnvel ábyrga fyrir gjörðum annarra og hegðun, þörfum þeirra og vali, vellíðan eða skorti á vellíðan. Ef hjálp þeirra er ekki metin verða þeir sárir og finnst aðrir vanþakklátir. Svo verða þeir líka sárir að enginn skuli gera það sama fyrir þá. Samt fyllast þeir hræðilegri sektarkennd ef einhver réttir þeim hjálparhönd. Þetta fólk segir já þótt það vilji frekar segja nei og fyllist svo pirringi yfir að hafa allt of mikið að gera. Orðið nei er ekki til í orðaforðanum, nema helst til að neita sjálfum sér um eitthvað. Ef aðrir eru ekki nógu snöggir að sinna sínum verkefnum, gerir hinn meðvirki það og fyllist gremju yfir að þurfa alltaf að gera allt.Vanvirkt heimili Meðvirkni er þegar okkur finnst við ekki eiga rétt á því að hafa grunnþarfir og langanir og að þarfir og langanir annarra skipta meira máli en okkar eigin. Flestir halda að meðvirkni sé bundin við óhóflega drykkju eða ofbeldi á heimili, en í raun tengist hún miklu frekar vanvirkum aðstæðum í æsku. Heimili er vanvirkt ef ekki má sýna reiði og gremju, ef vonbrigði eru falin með Pollýönnuviðhorfi og kvíði og ótti bældir niður. Meðvirkir hugsa um allt sem þeir ættu að gera og það er langur listi því þeir eru svo duglegir að taka að sér verkefni og fullir ábyrgðarkenndar. En listinn virkar svo yfirþyrmandi að þeir fyllast verkstoli og missa framkvæmdaþrekið. Þeir skammast sín fyrir letina og fyrir sjálfa sig. Þeir eru sannfærðir um að þeir séu ekki nógu góðir og eru sífellt að brjóta sjálfa sig niður með neikvæðum hugsunum. Svo fyrtast þeir við ef einhver dirfist að gagnrýna þá. Þeir fara í vörn eða reiðast og telja sig alltaf hafa á réttu að standa. Þeir eiga erfitt með að taka hrósi en samt eru þeir vonsviknir yfir að fá aldrei viðurkenningu fyrir allt sem þeir gera fyrir aðra. Meðvirkni er í stuttu máli lágt sjálfsmat og getuleysi til að standa með sjálfum sér. Meðvirkni er því ekki sjúkdómur heldur lærð hegðun, samskiptamunstur, hugsunarháttur og viðhorf. Þegar fólk gerir sér grein fyrir meðvirkni er hægt að vinna bug á henni. Með því að vinna í gömlu tilfinningunum og hleypa þeim upp á yfirborðið má sleppa skelinni og leyfa okkur sjálfum að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ertu alltaf með áhyggjur af því að öðrum líði vel, að þeir verði ekki reiðir eða fari í fýlu? Ertu meira í að láta drauma annarra rætast en þína eigin? Heldurðu að þú verðir hamingjusöm ef þú hjálpar öðrum að hætta að drekka, reykja eða líða illa? Sumir eru snillingar í að geta sér til um þarfir fólks og leggja sig í líma við að uppfylla þær. Þeir álíta sig jafnvel ábyrga fyrir gjörðum annarra og hegðun, þörfum þeirra og vali, vellíðan eða skorti á vellíðan. Ef hjálp þeirra er ekki metin verða þeir sárir og finnst aðrir vanþakklátir. Svo verða þeir líka sárir að enginn skuli gera það sama fyrir þá. Samt fyllast þeir hræðilegri sektarkennd ef einhver réttir þeim hjálparhönd. Þetta fólk segir já þótt það vilji frekar segja nei og fyllist svo pirringi yfir að hafa allt of mikið að gera. Orðið nei er ekki til í orðaforðanum, nema helst til að neita sjálfum sér um eitthvað. Ef aðrir eru ekki nógu snöggir að sinna sínum verkefnum, gerir hinn meðvirki það og fyllist gremju yfir að þurfa alltaf að gera allt.Vanvirkt heimili Meðvirkni er þegar okkur finnst við ekki eiga rétt á því að hafa grunnþarfir og langanir og að þarfir og langanir annarra skipta meira máli en okkar eigin. Flestir halda að meðvirkni sé bundin við óhóflega drykkju eða ofbeldi á heimili, en í raun tengist hún miklu frekar vanvirkum aðstæðum í æsku. Heimili er vanvirkt ef ekki má sýna reiði og gremju, ef vonbrigði eru falin með Pollýönnuviðhorfi og kvíði og ótti bældir niður. Meðvirkir hugsa um allt sem þeir ættu að gera og það er langur listi því þeir eru svo duglegir að taka að sér verkefni og fullir ábyrgðarkenndar. En listinn virkar svo yfirþyrmandi að þeir fyllast verkstoli og missa framkvæmdaþrekið. Þeir skammast sín fyrir letina og fyrir sjálfa sig. Þeir eru sannfærðir um að þeir séu ekki nógu góðir og eru sífellt að brjóta sjálfa sig niður með neikvæðum hugsunum. Svo fyrtast þeir við ef einhver dirfist að gagnrýna þá. Þeir fara í vörn eða reiðast og telja sig alltaf hafa á réttu að standa. Þeir eiga erfitt með að taka hrósi en samt eru þeir vonsviknir yfir að fá aldrei viðurkenningu fyrir allt sem þeir gera fyrir aðra. Meðvirkni er í stuttu máli lágt sjálfsmat og getuleysi til að standa með sjálfum sér. Meðvirkni er því ekki sjúkdómur heldur lærð hegðun, samskiptamunstur, hugsunarháttur og viðhorf. Þegar fólk gerir sér grein fyrir meðvirkni er hægt að vinna bug á henni. Með því að vinna í gömlu tilfinningunum og hleypa þeim upp á yfirborðið má sleppa skelinni og leyfa okkur sjálfum að koma í ljós.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun