Að stela sviðsljósinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Skoðun oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum á morgun á lóðaúthlutunum til trúarsafnaða er umtalaðasta mál kosningabaráttunnar. Á því leikur ekki vafi. Umfjallanir um það nánast einoka allan fréttaflutning af baráttumálum flokkanna og hvort sem fólk er hneykslað, reitt, hrætt eða ánægt vegna þessara ummæla er ljóst að með þeim hefur Framsókn tekist það sem flestir töldu ómögulegt fyrir mánuði; að vera nærri því að koma fulltrúa í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Flesta rak í rogastans þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Kópavogsbúinn sem skipar efsta sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, sagði í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar undir mosku í Reykjavík. Íslenskir pólitíkusar hafa ekki hingað til haft sig í frammi þegar rætt er um rétt fólks til að stunda sína trú, enda trúfrelsi á Íslandi. Í fyrstu var almenn skoðun að þetta væri einkaskoðun Sveinbjargar sem hún hefði gloprað út úr sér án þess að einhver hugmyndavinna lægi þar að baki. En smátt og smátt hefur komið í ljós að þessi afstaða er síðasta hálmstrá flokks með örfylgi til að koma sér í sviðsljósið og höfða til þeirra sem aðhyllast aðskilnaðarstefnu og mismunun fólks eftir trúarskoðunum og litarhætti. Þótt ýmsir framsóknarmenn hafi lýst því yfir að þessi skoðun samræmist engan veginn stefnu flokksins hefur formaður hans, sjálfur forsætisráðherrann, þagað þunnu hljóði þangað til í gær þegar hann sendi frá sér pistil á Facebook þar sem hann ásakar andstæðinga flokksins um að gera framsóknarmönnum rangt til með ásökunum um rasisma og fer mikinn í hneykslan sinni á þeim öflum sem geri flokknum upp skoðanir að ósekju. Spurningunni um það hvort hann sé sammála þeirri skoðun oddvitans í Reykjavík að afturkalla eigi lóð undir mosku svarar hann ekki einu orði, þannig að hinn almenni kjósandi er engu nær um það hvort þetta hitamál sé í samræmi við skoðanir þeirra sem Framsóknarflokknum stjórna eða ekki. Pistillinn er því ekki á nokkurn hátt innlegg í þá umræðu og vandséð hvaða tilgangi hann þjónar. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipaði annað sætið á upphaflegum lista Framsóknarflokksins, fullyrðir í grein í Kvennablaðinu að það hafi alltaf verið stefnan að berjast gegn byggingu mosku í borginni. Þeirri fullyrðingu hefur auðvitað verið svarað neitandi úr herbúðum flokksins, en það er erfitt að leggja trúnað á þá neitun í ljósi þess sem fram hefur komið undanfarnar vikur. Og hverju hefur svo þetta upphlaup og einokun Framsóknar á umræðunni á síðustu vikum kosningabaráttunnar skilað? Samkvæmt nýjustu könnunum er einn maður inni í borgarstjórn og flokkurinn hefur aukið fylgi sitt úr fimm prósentum upp í rúm níu. Ágætis árangur, myndi einhver segja, en níu prósenta fylgi flokks forsætisráðherra getur ómögulega kallast góður árangur ári eftir stórsigur í alþingiskosningum. Og engan veginn árangur sem réttlætir það að gera þennan gamla miðjuflokk að vígi þeirra fordómafyllstu í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun
Skoðun oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum á morgun á lóðaúthlutunum til trúarsafnaða er umtalaðasta mál kosningabaráttunnar. Á því leikur ekki vafi. Umfjallanir um það nánast einoka allan fréttaflutning af baráttumálum flokkanna og hvort sem fólk er hneykslað, reitt, hrætt eða ánægt vegna þessara ummæla er ljóst að með þeim hefur Framsókn tekist það sem flestir töldu ómögulegt fyrir mánuði; að vera nærri því að koma fulltrúa í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Flesta rak í rogastans þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Kópavogsbúinn sem skipar efsta sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, sagði í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar undir mosku í Reykjavík. Íslenskir pólitíkusar hafa ekki hingað til haft sig í frammi þegar rætt er um rétt fólks til að stunda sína trú, enda trúfrelsi á Íslandi. Í fyrstu var almenn skoðun að þetta væri einkaskoðun Sveinbjargar sem hún hefði gloprað út úr sér án þess að einhver hugmyndavinna lægi þar að baki. En smátt og smátt hefur komið í ljós að þessi afstaða er síðasta hálmstrá flokks með örfylgi til að koma sér í sviðsljósið og höfða til þeirra sem aðhyllast aðskilnaðarstefnu og mismunun fólks eftir trúarskoðunum og litarhætti. Þótt ýmsir framsóknarmenn hafi lýst því yfir að þessi skoðun samræmist engan veginn stefnu flokksins hefur formaður hans, sjálfur forsætisráðherrann, þagað þunnu hljóði þangað til í gær þegar hann sendi frá sér pistil á Facebook þar sem hann ásakar andstæðinga flokksins um að gera framsóknarmönnum rangt til með ásökunum um rasisma og fer mikinn í hneykslan sinni á þeim öflum sem geri flokknum upp skoðanir að ósekju. Spurningunni um það hvort hann sé sammála þeirri skoðun oddvitans í Reykjavík að afturkalla eigi lóð undir mosku svarar hann ekki einu orði, þannig að hinn almenni kjósandi er engu nær um það hvort þetta hitamál sé í samræmi við skoðanir þeirra sem Framsóknarflokknum stjórna eða ekki. Pistillinn er því ekki á nokkurn hátt innlegg í þá umræðu og vandséð hvaða tilgangi hann þjónar. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipaði annað sætið á upphaflegum lista Framsóknarflokksins, fullyrðir í grein í Kvennablaðinu að það hafi alltaf verið stefnan að berjast gegn byggingu mosku í borginni. Þeirri fullyrðingu hefur auðvitað verið svarað neitandi úr herbúðum flokksins, en það er erfitt að leggja trúnað á þá neitun í ljósi þess sem fram hefur komið undanfarnar vikur. Og hverju hefur svo þetta upphlaup og einokun Framsóknar á umræðunni á síðustu vikum kosningabaráttunnar skilað? Samkvæmt nýjustu könnunum er einn maður inni í borgarstjórn og flokkurinn hefur aukið fylgi sitt úr fimm prósentum upp í rúm níu. Ágætis árangur, myndi einhver segja, en níu prósenta fylgi flokks forsætisráðherra getur ómögulega kallast góður árangur ári eftir stórsigur í alþingiskosningum. Og engan veginn árangur sem réttlætir það að gera þennan gamla miðjuflokk að vígi þeirra fordómafyllstu í landinu.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun