Mistök, ábyrgð og kostnaður í heilbrigðiskerfinu Árni Richard Árnason skrifar 29. maí 2014 07:00 Allir gera mistök. Þegar maður veldur öðrum skaða með mistökum sínum þá er honum skylt að bæta tjónið. Mistök geta einnig varðað við hegningarlög ef um stórfellt gáleysi er að ræða. Lög um skaðabótaskyldu og hegningarlög eiga við alla, óháð starfstétt eða hvort skaðinn skeði í starfi eða frítíma. Síðustu vikur hefur fólk dregið í efa réttmæti ákæru á hendur heilbrigðisstarfsmanni vegna mistaka sem leiddu til dauða sjúklings, jafnvel áður en almenningur fékk nokkrar upplýsingar um málið. Heldur fólk virkilega að ein starfstétt eigi að vera undanþegin lögum og ábyrgð? Hvað ef læknir framkvæmir aðgerð á sjúklingi undir áhrifum áfengis?Geta valdið tugmilljóna kostnaði Árið 2007 gekkst ég undir krossbandsaðgerð í Orkuhúsinu, þar sem krossbandið var rangt staðsett á þrjá mismunandi vegu og tveir vöðvar í aftanverðu lærinu eyðilögðust vegna rangrar sjúkraþjálfunar. Á síðustu fimm árum hef ég gengist undir 14 aðgerðir vegna þessa í Danmörku og Finnlandi, og innan skamms mun ég gangast undir aðgerð í Þýskalandi þar sem ég mun fá ígræddan nýjan vöðva. Beinn kostnaður minn vegna þessa er um tveir tugir milljóna króna. Árið 2009 sendi ég kvörtun til landlæknisembættisins og fimm árum síðar er kvörtun mín enn þá í meðferð hjá embættinu. Á þessari langferð minni hef ég haft samskipti við fjölda lækna um allan heim, og einnig fjölda sjúklinga sem hafa svipuð vandamál. Ég hef öðlast einstaka innsýn í heim heilbrigðiskerfisins. Mistök í heilbrigðisþjónustu eru margfalt tíðari en almenningur gerir sér grein fyrir, af alls konar toga. Jafnvel bestu læknar geta gert mistök. Algengustu vandamál heilbrigðiskerfisins eru rangar greiningar og meðferðir sem eru ekki í samræmi við læknisfræði. Sjúklingar fá ekki upplýsingar um áhættu, meðferð og meðferðarmöguleika. Mjög algengt er að ekki sé hlustað nægilega vel á sjúklinga, og samskipti milli heilbrigðisstarfsmanna séu ófullnægjandi. Allt þetta getur leitt til þess að sjúklingur verði fyrir heilsuskaða sem getur aftur á móti valdið tugmilljóna kostnaði sem sjúklingur, heilbrigðiskerfið og hið opinbera verður fyrir. Þessi kostnaður er m.a. sjúkrakostnaður, vinnutap og lögmannskostnaður. Ef sjúklingur ákveður að kvarta yfir mistökum til heilbrigðisyfirvalda þá geta á nokkrum árum safnast upp hundruð blaðsíðna af formlegum bréfum sem eru skrifuð af lögmönnum, matsmönnum og heilbrigðisyfirvöldum. Inni í þessu ferli geta orðið til margar stjórnsýslukærur og kærur til siðanefnda ýmiss konar og umboðsmanns Alþingis. Allt þetta skapar falinn kostnað sem á endanum er að mestu greiddur af skattgreiðendum. Ein mistök læknis geta því valdið kostnaði sem nemur stórum hluta af ævilaunum hans. Læknir sem gerir tíð mistök getur því valdið kostnaði sem er langtum meiri en ævitekjur hans. Þá er ótalinn sá skaði sem hann veldur á lífsgæðum sjúklinga.Óviðeigandi ummæli Nokkrir stjórnendur Landlæknisembættisins hafa upp á síðkastið sagt að ekki eigi að „finna sökudólg“ og að mistakamál eigi ekki að fara fyrir dóm. M.ö.o. þá á ekki að viðurkenna að einhver hafi gert mistök sem hefur valdið skaða og heilbrigðisstarfsfólk eigi ekki að bæta sjúklingum tjón sitt. Er landlæknisembættið virkilega á þeirri skoðun að sjúklingar eigi að bera allan skaða af mistökum heilbrigðisstarfsfólks? Eftir mína fimm ára reynslu af málsmeðferð embættisins í mínu máli þá er svar mitt „Já!“ Það er furðulegt að fólk sem hefur slíka skoðun geti haft áhrif á hvort ég fái tugmilljóna króna tjón mitt bætt. Fagfólk viðurkennir mistök sín og heiðarlegt fólk reynir að bæta fyrir þau. Sjúklingar eiga ekki að borga fyrir skaða sem aðrir sannanlega valda, annað væri svívirðilegt óréttlæti. Skaðinn þarf ekki að falla á þann sem gerði mistökin, til þess eru tryggingar. Allir sem gera mistök verða að læra af þeim og halda áfram með líf sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Allir gera mistök. Þegar maður veldur öðrum skaða með mistökum sínum þá er honum skylt að bæta tjónið. Mistök geta einnig varðað við hegningarlög ef um stórfellt gáleysi er að ræða. Lög um skaðabótaskyldu og hegningarlög eiga við alla, óháð starfstétt eða hvort skaðinn skeði í starfi eða frítíma. Síðustu vikur hefur fólk dregið í efa réttmæti ákæru á hendur heilbrigðisstarfsmanni vegna mistaka sem leiddu til dauða sjúklings, jafnvel áður en almenningur fékk nokkrar upplýsingar um málið. Heldur fólk virkilega að ein starfstétt eigi að vera undanþegin lögum og ábyrgð? Hvað ef læknir framkvæmir aðgerð á sjúklingi undir áhrifum áfengis?Geta valdið tugmilljóna kostnaði Árið 2007 gekkst ég undir krossbandsaðgerð í Orkuhúsinu, þar sem krossbandið var rangt staðsett á þrjá mismunandi vegu og tveir vöðvar í aftanverðu lærinu eyðilögðust vegna rangrar sjúkraþjálfunar. Á síðustu fimm árum hef ég gengist undir 14 aðgerðir vegna þessa í Danmörku og Finnlandi, og innan skamms mun ég gangast undir aðgerð í Þýskalandi þar sem ég mun fá ígræddan nýjan vöðva. Beinn kostnaður minn vegna þessa er um tveir tugir milljóna króna. Árið 2009 sendi ég kvörtun til landlæknisembættisins og fimm árum síðar er kvörtun mín enn þá í meðferð hjá embættinu. Á þessari langferð minni hef ég haft samskipti við fjölda lækna um allan heim, og einnig fjölda sjúklinga sem hafa svipuð vandamál. Ég hef öðlast einstaka innsýn í heim heilbrigðiskerfisins. Mistök í heilbrigðisþjónustu eru margfalt tíðari en almenningur gerir sér grein fyrir, af alls konar toga. Jafnvel bestu læknar geta gert mistök. Algengustu vandamál heilbrigðiskerfisins eru rangar greiningar og meðferðir sem eru ekki í samræmi við læknisfræði. Sjúklingar fá ekki upplýsingar um áhættu, meðferð og meðferðarmöguleika. Mjög algengt er að ekki sé hlustað nægilega vel á sjúklinga, og samskipti milli heilbrigðisstarfsmanna séu ófullnægjandi. Allt þetta getur leitt til þess að sjúklingur verði fyrir heilsuskaða sem getur aftur á móti valdið tugmilljóna kostnaði sem sjúklingur, heilbrigðiskerfið og hið opinbera verður fyrir. Þessi kostnaður er m.a. sjúkrakostnaður, vinnutap og lögmannskostnaður. Ef sjúklingur ákveður að kvarta yfir mistökum til heilbrigðisyfirvalda þá geta á nokkrum árum safnast upp hundruð blaðsíðna af formlegum bréfum sem eru skrifuð af lögmönnum, matsmönnum og heilbrigðisyfirvöldum. Inni í þessu ferli geta orðið til margar stjórnsýslukærur og kærur til siðanefnda ýmiss konar og umboðsmanns Alþingis. Allt þetta skapar falinn kostnað sem á endanum er að mestu greiddur af skattgreiðendum. Ein mistök læknis geta því valdið kostnaði sem nemur stórum hluta af ævilaunum hans. Læknir sem gerir tíð mistök getur því valdið kostnaði sem er langtum meiri en ævitekjur hans. Þá er ótalinn sá skaði sem hann veldur á lífsgæðum sjúklinga.Óviðeigandi ummæli Nokkrir stjórnendur Landlæknisembættisins hafa upp á síðkastið sagt að ekki eigi að „finna sökudólg“ og að mistakamál eigi ekki að fara fyrir dóm. M.ö.o. þá á ekki að viðurkenna að einhver hafi gert mistök sem hefur valdið skaða og heilbrigðisstarfsfólk eigi ekki að bæta sjúklingum tjón sitt. Er landlæknisembættið virkilega á þeirri skoðun að sjúklingar eigi að bera allan skaða af mistökum heilbrigðisstarfsfólks? Eftir mína fimm ára reynslu af málsmeðferð embættisins í mínu máli þá er svar mitt „Já!“ Það er furðulegt að fólk sem hefur slíka skoðun geti haft áhrif á hvort ég fái tugmilljóna króna tjón mitt bætt. Fagfólk viðurkennir mistök sín og heiðarlegt fólk reynir að bæta fyrir þau. Sjúklingar eiga ekki að borga fyrir skaða sem aðrir sannanlega valda, annað væri svívirðilegt óréttlæti. Skaðinn þarf ekki að falla á þann sem gerði mistökin, til þess eru tryggingar. Allir sem gera mistök verða að læra af þeim og halda áfram með líf sitt.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun