Segir fjármunum sóað í núverandi höfuðstöðvar Haraldur Guðmundsson skrifar 28. maí 2014 07:30 Steinþór segir núverandi höfuðstöðvar Landsbankans byggðar fyrir annars konar starfsemi og aðra tíma. Bankinn greiði fleiri hundruð milljónir króna í húsaleigu á hverju ári. Vísir/Daníel Landsbankinn gæti greitt ríkinu meiri arð til lengri tíma litið og komið í veg fyrir sóun fjármuna með því að flytja starfsemina í nýjar höfuðstöðvar. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Bankinn keypti nýverið lóð á Hörpureitnum við Austurhöfnina fyrir 957 milljónir króna. Steinþór segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið verður þar í framkvæmdir við allt að fimmtán þúsund fermetra höfuðstöðvar. Hugmyndin hefur meðal annars verið gagnrýnd af stjórnarþingmönnum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Steinþór segir aðkomu stjórnvalda að áformum bankans eiga að vera takmarkaða. Það sé ekki góð þróun ef 63 þingmenn Alþingis eigi að fara að stjórna Landsbankanum.Höfuðstöðvarnar barn síns tíma „Það liggur ekki fyrir ákvörðun um að við séum að fara að byggja. En okkur ber skylda til að hugsa lengra en nef okkar nær og við þurfum að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Fyrir okkur snýst þetta um hvort við eigum að fara í mikla fjárfestingu í núverandi eða svipuðu húsnæði eða stíga skrefinu lengra og fara í hagkvæmt húsnæði sem hentar okkur þar sem nánast öll starfsemin yrði á einum stað,“ segir Steinþór. Landsbankinn rekur starfsemi í sextán húsum og þar af eru fjórtán í miðborginni. Flest eru hluti af höfuðstöðvunum við Hafnar- og Austurstræti og byggð frá 1924-1970. Húsnæðið er tæplega 20 þúsund fermetrar að stærð en Steinþór segir fermetrafjöldann meiri en nauðsyn krefji þar sem húsnæðið sé ekki sérsniðið að starfseminni. „Þessi hús eru byggð fyrir annars konar starfsemi og aðra tíma og bankinn borgar fleiri hundruð milljónir í leigu á hverju ári. Hluti af húsnæðinu er í skammtímaleigu þar sem við getum átt von á því að allt að 150 starfsmenn vanti skyndilega aðstöðu. Að finna húsnæði fyrir slíkan fjölda getur verið erfitt og dýrt enda mikil krafa um hluti eins og tæknilausnir, öryggismál og annað slíkt.“ Steinþór segir húsnæðið einnig þurfa mikið viðhald og að orkunotkun fyrirtækisins sé meiri en hún þyrfti að vera þar sem húsið sé illa einangrað. „Það þarf að taka húsnæðið verulega í gegn til að losna við hluti eins og myglusvepp. Að fara í dýrar framkvæmdir í leiguhúsnæði til skamms tíma má líkja við að henda peningum út um gluggann.“Steinþór Pálsson.Vísir/DaníelFramkvæmd undir 10 milljörðum Forsætisráðherra hefur gagnrýnt áform Landsbankans og þá meðal annars sagt að bankinn eigi frekar að greiða ríkinu enn meiri arð svo hægt verði að nota fjármunina í önnur verkefni eins og uppbyggingu Landspítalans. Steinþór segir að það geti verið hægt að auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri bankans með nýjum höfuðstöðvum og þannig gera honum kleift að greiða út meiri arð til lengri tíma litið. „Við þurfum líka að horfa til þess að við höfum greitt um 30 milljarða króna í arð á síðustu sex mánuðum, að mestu til ríkisins. Það þarf samt að fara varlega í að lækka eigið fé bankans, þó það sé firna sterkt. Bankinn stendur ágætlega með lausafé en auðvitað er þetta stór fjárhæð sem gæti farið í framkvæmdirnar. Hún verður þó líklega um 0,6-0,8 prósent af efnahagsreikningi bankans, eða vel innan við tíu milljarða króna,“ segir Steinþór. „Á sama tíma teljum við að það sé verið að sóa fjármunum með því að nota fleiri þúsund fermetra undir skrifstofurými sem við getum verið án. Þetta eru vissulega miklir peningar og það er alveg rétt hjá forsætisráðherra að biðja okkur að huga að þessum málum. Auðvitað hlustum við á það en við erum á sama tíma að reyna að vanda okkur og fara vel yfir alla útreikninga.“ Varðandi ummæli ráðherra um að fjármunirnir eigi frekar að renna til Landspítalans segist Steinþór vera á þeirri skoðun að annað verkefnið þurfi ekki að útiloka hitt. „Þetta eru ótengd mál. Landsbankinn einbeitir sér að sínum rekstri. Hann er sjálfstætt hlutafélag og stefnir að því að greiða eigendum sínum arð sem byggir á hagkvæmum rekstri. Arður af rekstri bankans, eða sala á hluta af honum ætti að nýtast ríkinu til dæmis til að byggja nýjan spítala eða bæta stöðu ríkissjóðs.“Segir of seint í rassinn gripiðSigmundur Davíð gagnrýndi einnig núverandi skipulag Hörpureitsins í viðtali í sjónvarpsþættinum Eyjunni þar sem áform Landsbankans voru til umræðu. Ráðherra sagðist þar vilja sjá lágreista byggð við hlið Hörpu. „Við ráðum ekki skipulagsmálum, það er á hendi borgarinnar. Okkar markmið er, ef við byggjum yfir miðlæga starfsemi bankans, að hanna byggingu þannig að vel fari innan þess ramma sem skipulagsyfirvöld eru búin að setja og að hún falli sem best að umhverfinu. Það er heldur seint að fara að endurskoða skipulag á reitnum því það er búið að selja þessar lóðir og aðilar eru komnir af stað. Á þessu ári er líklegt að framkvæmdir hefjist á flestum hinna reitanna,“ segir Steinþór. Hann bætir við að hlutafélagið Landsbankinn eigi að vera rekið samkvæmt lögum og ákveðinni aðferðafræði sem gangi út á að félagið sé með sjálfstæða stjórn og aðkoma hluthafa eigi sér fyrst og fremst stað á hluthafafundum. „Við erum ekki á fjárlögum og starfsmenn Landsbankans eru ekki ríkisstarfsmenn. Aðkoma stjórnvalda er takmörkuð og það á að vera þannig samkvæmt þeim leikreglum sem Alþingi er búið að setja. Ég held að það væri ekki góð þróun ef 63 þingmenn færu að stjórna Landsbankanum.“Lóðin sem Landsbankinn keypti af Sítusi ehf., dótturfélagi Reykjavíkurborgar og ríkisins.MYND/BATTERÍIÐ ARKITEKTARFáar aðrar lóðir komi til greina Bygging nýrra höfuðstöðva Landsbankans hefur verið rædd frá níunda áratug síðustu aldar. Hugmyndavinnan fór aftur af stað fyrir um fjórum árum og á þeim tíma hefur bankinn skoðað margar lóðir og byggingar og leitinni er að sögn Steinþórs ekki enn lokið. „Við leituðum til borgarinnar fyrir nokkrum árum og spurðum hvar hægt væri að koma fyrir banka. Borgin gat ekki bent á marga staði en gat bent á Austurhöfnina. Svo þegar Sítus auglýsti þessa lóð, og við sáum að allar hinar lóðirnar voru farnar, þá ákváðum við að festa okkur hana til að eiga valmöguleika.“ Steinþór segir fáar lóðir og byggingar koma til greina. Bankinn hafi skoðað bæði tilbúnar byggingar og aðrar í byggingu en að stjórnendur hans vilji ekki fara úr núverandi húsnæði í annað sem henti starfseminni lítið betur eða alls ekki. „Síðan kitlar saga Landsbankahússins í Austurstræti okkur. Við myndum helst vilja tengja okkur við það og nýta það áfram með einhverjum hætti. Hér eigum við eign sem erfitt er að verðmeta sem hefur verið andlit eða táknmerki bankans og við sjáum hag í því að vera nálægt henni.“ Steinþór segir heildarkostnað framkvæmda vegna nýrra höfuðstöðva á Hörpureitnum ekki meiri en ef húsið yrði byggt á öðrum ódýrari stað. Lóðin sé vissulega dýr en á móti komi að gatnagerðargjöld séu innifalin í verðinu, búið sé að grafa grunninn og staðsetningin í miðbænum hafi kosti sem vegi á móti lóðaverðinu. „Svo vitum við ekki hvernig svona fyrirtæki eins og Landsbankinn verður eftir tuttugu eða fimmtíu ár. Ef við segjum sem svo að við vildum losa okkur við einhvern hluta af nýrri byggingu eftir einhvern tíma þá vilja fasteignasalar sem við höfum rætt við meina að fasteignaverð muni halda sér betur hér í miðborginni og jafnvel hækka miðað við að byggja skrifstofubyggingu á öðrum stöðum.“Enginn stór fundarsalur Núverandi höfuðstöðvar bankans henta eins og áður segir ekki þeirri starfsemi sem þar fer fram að mati Steinþórs. Annað dæmi sem hann nefnir er að í höfuðstöðvunum er enginn fundarsalur fyrir fleiri en tuttugu manns. „Hér vantar stór og opin rými þar sem fólk getur unnið saman eins og nútímastarfsemi kallar á. Við þurfum að fara út úr húsi til að halda fundi fyrir fleiri en 20 manns og þú finnur varla fyrirtæki af þessari stærðargráðu á Íslandi sem er ekki í nýlegu húsnæði,“ segir Steinþór. Hann segir bankaráð Landsbankans ætla að taka ákvörðun á næstu mánuðum um hvort og þá hvar farið verður í framkvæmdirnar. Ef af þeim verði taki síðan við nokkurra ára hönnunar- og framkvæmdavinna. „Við leggjum mikla áherslu á að það verði lagður góður tími í það. Við höfum á síðastliðnum fjórum árum fækkað útibúum um 40 prósent og minnkað húsnæði þeirra um 30 prósent. Við höfum dregið úr kostnaði alls staðar í bankanum, fækkað starfsfólki og leitað annarra leiða hvar sem við getum til að búa okkur undir framtíðina. Næsta skref er að hagræða í húsnæðismálum og allar okkar tölur benda til að þessi framkvæmd yrði hagkvæm.“ Tengdar fréttir Starfsfólk Landsbankans flúði myglusvepp Myglusveppur fannst í sex húsum Landsbankans á síðasta ári. Um 80 starfsmenn þurftu að yfirgefa starfsstöðvar sínar og þar á meðal allt starfsfólk áhættustýringarsviðs bankans. Myglan hefur ekki komið upp í öðrum húsum fyrirtækisins. 26. maí 2014 08:00 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Landsbankinn gæti greitt ríkinu meiri arð til lengri tíma litið og komið í veg fyrir sóun fjármuna með því að flytja starfsemina í nýjar höfuðstöðvar. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Bankinn keypti nýverið lóð á Hörpureitnum við Austurhöfnina fyrir 957 milljónir króna. Steinþór segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið verður þar í framkvæmdir við allt að fimmtán þúsund fermetra höfuðstöðvar. Hugmyndin hefur meðal annars verið gagnrýnd af stjórnarþingmönnum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Steinþór segir aðkomu stjórnvalda að áformum bankans eiga að vera takmarkaða. Það sé ekki góð þróun ef 63 þingmenn Alþingis eigi að fara að stjórna Landsbankanum.Höfuðstöðvarnar barn síns tíma „Það liggur ekki fyrir ákvörðun um að við séum að fara að byggja. En okkur ber skylda til að hugsa lengra en nef okkar nær og við þurfum að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Fyrir okkur snýst þetta um hvort við eigum að fara í mikla fjárfestingu í núverandi eða svipuðu húsnæði eða stíga skrefinu lengra og fara í hagkvæmt húsnæði sem hentar okkur þar sem nánast öll starfsemin yrði á einum stað,“ segir Steinþór. Landsbankinn rekur starfsemi í sextán húsum og þar af eru fjórtán í miðborginni. Flest eru hluti af höfuðstöðvunum við Hafnar- og Austurstræti og byggð frá 1924-1970. Húsnæðið er tæplega 20 þúsund fermetrar að stærð en Steinþór segir fermetrafjöldann meiri en nauðsyn krefji þar sem húsnæðið sé ekki sérsniðið að starfseminni. „Þessi hús eru byggð fyrir annars konar starfsemi og aðra tíma og bankinn borgar fleiri hundruð milljónir í leigu á hverju ári. Hluti af húsnæðinu er í skammtímaleigu þar sem við getum átt von á því að allt að 150 starfsmenn vanti skyndilega aðstöðu. Að finna húsnæði fyrir slíkan fjölda getur verið erfitt og dýrt enda mikil krafa um hluti eins og tæknilausnir, öryggismál og annað slíkt.“ Steinþór segir húsnæðið einnig þurfa mikið viðhald og að orkunotkun fyrirtækisins sé meiri en hún þyrfti að vera þar sem húsið sé illa einangrað. „Það þarf að taka húsnæðið verulega í gegn til að losna við hluti eins og myglusvepp. Að fara í dýrar framkvæmdir í leiguhúsnæði til skamms tíma má líkja við að henda peningum út um gluggann.“Steinþór Pálsson.Vísir/DaníelFramkvæmd undir 10 milljörðum Forsætisráðherra hefur gagnrýnt áform Landsbankans og þá meðal annars sagt að bankinn eigi frekar að greiða ríkinu enn meiri arð svo hægt verði að nota fjármunina í önnur verkefni eins og uppbyggingu Landspítalans. Steinþór segir að það geti verið hægt að auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri bankans með nýjum höfuðstöðvum og þannig gera honum kleift að greiða út meiri arð til lengri tíma litið. „Við þurfum líka að horfa til þess að við höfum greitt um 30 milljarða króna í arð á síðustu sex mánuðum, að mestu til ríkisins. Það þarf samt að fara varlega í að lækka eigið fé bankans, þó það sé firna sterkt. Bankinn stendur ágætlega með lausafé en auðvitað er þetta stór fjárhæð sem gæti farið í framkvæmdirnar. Hún verður þó líklega um 0,6-0,8 prósent af efnahagsreikningi bankans, eða vel innan við tíu milljarða króna,“ segir Steinþór. „Á sama tíma teljum við að það sé verið að sóa fjármunum með því að nota fleiri þúsund fermetra undir skrifstofurými sem við getum verið án. Þetta eru vissulega miklir peningar og það er alveg rétt hjá forsætisráðherra að biðja okkur að huga að þessum málum. Auðvitað hlustum við á það en við erum á sama tíma að reyna að vanda okkur og fara vel yfir alla útreikninga.“ Varðandi ummæli ráðherra um að fjármunirnir eigi frekar að renna til Landspítalans segist Steinþór vera á þeirri skoðun að annað verkefnið þurfi ekki að útiloka hitt. „Þetta eru ótengd mál. Landsbankinn einbeitir sér að sínum rekstri. Hann er sjálfstætt hlutafélag og stefnir að því að greiða eigendum sínum arð sem byggir á hagkvæmum rekstri. Arður af rekstri bankans, eða sala á hluta af honum ætti að nýtast ríkinu til dæmis til að byggja nýjan spítala eða bæta stöðu ríkissjóðs.“Segir of seint í rassinn gripiðSigmundur Davíð gagnrýndi einnig núverandi skipulag Hörpureitsins í viðtali í sjónvarpsþættinum Eyjunni þar sem áform Landsbankans voru til umræðu. Ráðherra sagðist þar vilja sjá lágreista byggð við hlið Hörpu. „Við ráðum ekki skipulagsmálum, það er á hendi borgarinnar. Okkar markmið er, ef við byggjum yfir miðlæga starfsemi bankans, að hanna byggingu þannig að vel fari innan þess ramma sem skipulagsyfirvöld eru búin að setja og að hún falli sem best að umhverfinu. Það er heldur seint að fara að endurskoða skipulag á reitnum því það er búið að selja þessar lóðir og aðilar eru komnir af stað. Á þessu ári er líklegt að framkvæmdir hefjist á flestum hinna reitanna,“ segir Steinþór. Hann bætir við að hlutafélagið Landsbankinn eigi að vera rekið samkvæmt lögum og ákveðinni aðferðafræði sem gangi út á að félagið sé með sjálfstæða stjórn og aðkoma hluthafa eigi sér fyrst og fremst stað á hluthafafundum. „Við erum ekki á fjárlögum og starfsmenn Landsbankans eru ekki ríkisstarfsmenn. Aðkoma stjórnvalda er takmörkuð og það á að vera þannig samkvæmt þeim leikreglum sem Alþingi er búið að setja. Ég held að það væri ekki góð þróun ef 63 þingmenn færu að stjórna Landsbankanum.“Lóðin sem Landsbankinn keypti af Sítusi ehf., dótturfélagi Reykjavíkurborgar og ríkisins.MYND/BATTERÍIÐ ARKITEKTARFáar aðrar lóðir komi til greina Bygging nýrra höfuðstöðva Landsbankans hefur verið rædd frá níunda áratug síðustu aldar. Hugmyndavinnan fór aftur af stað fyrir um fjórum árum og á þeim tíma hefur bankinn skoðað margar lóðir og byggingar og leitinni er að sögn Steinþórs ekki enn lokið. „Við leituðum til borgarinnar fyrir nokkrum árum og spurðum hvar hægt væri að koma fyrir banka. Borgin gat ekki bent á marga staði en gat bent á Austurhöfnina. Svo þegar Sítus auglýsti þessa lóð, og við sáum að allar hinar lóðirnar voru farnar, þá ákváðum við að festa okkur hana til að eiga valmöguleika.“ Steinþór segir fáar lóðir og byggingar koma til greina. Bankinn hafi skoðað bæði tilbúnar byggingar og aðrar í byggingu en að stjórnendur hans vilji ekki fara úr núverandi húsnæði í annað sem henti starfseminni lítið betur eða alls ekki. „Síðan kitlar saga Landsbankahússins í Austurstræti okkur. Við myndum helst vilja tengja okkur við það og nýta það áfram með einhverjum hætti. Hér eigum við eign sem erfitt er að verðmeta sem hefur verið andlit eða táknmerki bankans og við sjáum hag í því að vera nálægt henni.“ Steinþór segir heildarkostnað framkvæmda vegna nýrra höfuðstöðva á Hörpureitnum ekki meiri en ef húsið yrði byggt á öðrum ódýrari stað. Lóðin sé vissulega dýr en á móti komi að gatnagerðargjöld séu innifalin í verðinu, búið sé að grafa grunninn og staðsetningin í miðbænum hafi kosti sem vegi á móti lóðaverðinu. „Svo vitum við ekki hvernig svona fyrirtæki eins og Landsbankinn verður eftir tuttugu eða fimmtíu ár. Ef við segjum sem svo að við vildum losa okkur við einhvern hluta af nýrri byggingu eftir einhvern tíma þá vilja fasteignasalar sem við höfum rætt við meina að fasteignaverð muni halda sér betur hér í miðborginni og jafnvel hækka miðað við að byggja skrifstofubyggingu á öðrum stöðum.“Enginn stór fundarsalur Núverandi höfuðstöðvar bankans henta eins og áður segir ekki þeirri starfsemi sem þar fer fram að mati Steinþórs. Annað dæmi sem hann nefnir er að í höfuðstöðvunum er enginn fundarsalur fyrir fleiri en tuttugu manns. „Hér vantar stór og opin rými þar sem fólk getur unnið saman eins og nútímastarfsemi kallar á. Við þurfum að fara út úr húsi til að halda fundi fyrir fleiri en 20 manns og þú finnur varla fyrirtæki af þessari stærðargráðu á Íslandi sem er ekki í nýlegu húsnæði,“ segir Steinþór. Hann segir bankaráð Landsbankans ætla að taka ákvörðun á næstu mánuðum um hvort og þá hvar farið verður í framkvæmdirnar. Ef af þeim verði taki síðan við nokkurra ára hönnunar- og framkvæmdavinna. „Við leggjum mikla áherslu á að það verði lagður góður tími í það. Við höfum á síðastliðnum fjórum árum fækkað útibúum um 40 prósent og minnkað húsnæði þeirra um 30 prósent. Við höfum dregið úr kostnaði alls staðar í bankanum, fækkað starfsfólki og leitað annarra leiða hvar sem við getum til að búa okkur undir framtíðina. Næsta skref er að hagræða í húsnæðismálum og allar okkar tölur benda til að þessi framkvæmd yrði hagkvæm.“
Tengdar fréttir Starfsfólk Landsbankans flúði myglusvepp Myglusveppur fannst í sex húsum Landsbankans á síðasta ári. Um 80 starfsmenn þurftu að yfirgefa starfsstöðvar sínar og þar á meðal allt starfsfólk áhættustýringarsviðs bankans. Myglan hefur ekki komið upp í öðrum húsum fyrirtækisins. 26. maí 2014 08:00 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Starfsfólk Landsbankans flúði myglusvepp Myglusveppur fannst í sex húsum Landsbankans á síðasta ári. Um 80 starfsmenn þurftu að yfirgefa starfsstöðvar sínar og þar á meðal allt starfsfólk áhættustýringarsviðs bankans. Myglan hefur ekki komið upp í öðrum húsum fyrirtækisins. 26. maí 2014 08:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun