Staða Más enn ekki auglýst Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2014 08:00 Bjarni Benediktsson Staða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra hefur ekki verið auglýst þótt unnið sé að því í fjármálaráðuneytinu. Skipunartími Más rennur út 20. ágúst næstkomandi. Már hefði verið sjálfskipaður til fimm ára ef ekki hefði verið tilkynnt um fyrirætlanir ráðuneytisins að auglýsa starfið. Þegar ráðuneytið tilkynnti um auglýsinguna á vef sínum kom fram að tilgangur hennar væri að auka svigrúm í tengslum við mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann. Þær breytingar hafa ekki verið gerðar og nefnd sem sér um breytingarnar tók til starfa í maí síðastliðnum. Um það var tilkynnt ellefu dögum áður en þingi var frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði gert því skóna um miðjan febrúar, í þættinum Sunnudagsmorgunn á RÚV, að seðlabankastjórum yrði jafnvel fjölgað um tvo. Jafnframt sagði hann þar: „Það er enn þá svolítið í að frumvarpið komi fram, einhverjar vikur myndi ég halda. Þó að þetta geti auðvitað klárast hratt.“ Í umræðum á Alþingi seinna í febrúar kom aftur á móti fram að ólíklegt væri að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þinginu. Þá spurði Katrín Jakobsdóttir hvers vegna staða Más væri auglýst þegar ljóst væri að ekkert yrði úr nýjum lögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að verið sé að vinna að því innan ráðuneytisins að auglýsa stöðuna. „Meginástæðan fyrir því að staðan er auglýst er að skipunartíminn er útrunninn. Með því að taka ákvörðun um að auglýsa stöðuna var stjórnvöldum sannarlega skapað svigrúm til að gera breytingar á lögum, ef það hefði þótt nauðsynlegt fyrir næsta skipunartímabil,“ segir Bjarni. Nýr seðlabankastjóri, Már Guðmundsson eða annar, verður ráðinn á grundvelli gildandi laga sem segja til um að Seðlabankinn sé með einn seðlabankastjóra sem skipaður er til fimm ára í senn. Bjarni segir að þrátt fyrir að nýr seðlabankastjóri muni starfa samkvæmt núgildandi lögum þá skipti máli að það liggi fyrir að stjórnvöld hyggist breyta til. „Það skiptir máli í þessu samhengi að það liggi fyrir að lögin séu til endurskoðunar þegar nýr skipunartími hefst, hvenær sem það verður. Við höfum nú þegar óskað eftir tilnefningu frá Seðlabankanum og Háskólanum í matsnefndina.“ Ólöf Nordal lögfræðingur er formaður nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Hún segir starfið á byrjunarstigi. „Nefndin var bara skipuð rétt eftir páska og við höfum haldið tvo fundi. Okkur ber að skoða lögin í heild sinni og yfirstjórn bankans er hluti af lögunum en við erum alls ekki komin á það stig.“ Ekki náðist tal af Má Guðmundssyni. Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Staða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra hefur ekki verið auglýst þótt unnið sé að því í fjármálaráðuneytinu. Skipunartími Más rennur út 20. ágúst næstkomandi. Már hefði verið sjálfskipaður til fimm ára ef ekki hefði verið tilkynnt um fyrirætlanir ráðuneytisins að auglýsa starfið. Þegar ráðuneytið tilkynnti um auglýsinguna á vef sínum kom fram að tilgangur hennar væri að auka svigrúm í tengslum við mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann. Þær breytingar hafa ekki verið gerðar og nefnd sem sér um breytingarnar tók til starfa í maí síðastliðnum. Um það var tilkynnt ellefu dögum áður en þingi var frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði gert því skóna um miðjan febrúar, í þættinum Sunnudagsmorgunn á RÚV, að seðlabankastjórum yrði jafnvel fjölgað um tvo. Jafnframt sagði hann þar: „Það er enn þá svolítið í að frumvarpið komi fram, einhverjar vikur myndi ég halda. Þó að þetta geti auðvitað klárast hratt.“ Í umræðum á Alþingi seinna í febrúar kom aftur á móti fram að ólíklegt væri að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þinginu. Þá spurði Katrín Jakobsdóttir hvers vegna staða Más væri auglýst þegar ljóst væri að ekkert yrði úr nýjum lögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að verið sé að vinna að því innan ráðuneytisins að auglýsa stöðuna. „Meginástæðan fyrir því að staðan er auglýst er að skipunartíminn er útrunninn. Með því að taka ákvörðun um að auglýsa stöðuna var stjórnvöldum sannarlega skapað svigrúm til að gera breytingar á lögum, ef það hefði þótt nauðsynlegt fyrir næsta skipunartímabil,“ segir Bjarni. Nýr seðlabankastjóri, Már Guðmundsson eða annar, verður ráðinn á grundvelli gildandi laga sem segja til um að Seðlabankinn sé með einn seðlabankastjóra sem skipaður er til fimm ára í senn. Bjarni segir að þrátt fyrir að nýr seðlabankastjóri muni starfa samkvæmt núgildandi lögum þá skipti máli að það liggi fyrir að stjórnvöld hyggist breyta til. „Það skiptir máli í þessu samhengi að það liggi fyrir að lögin séu til endurskoðunar þegar nýr skipunartími hefst, hvenær sem það verður. Við höfum nú þegar óskað eftir tilnefningu frá Seðlabankanum og Háskólanum í matsnefndina.“ Ólöf Nordal lögfræðingur er formaður nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Hún segir starfið á byrjunarstigi. „Nefndin var bara skipuð rétt eftir páska og við höfum haldið tvo fundi. Okkur ber að skoða lögin í heild sinni og yfirstjórn bankans er hluti af lögunum en við erum alls ekki komin á það stig.“ Ekki náðist tal af Má Guðmundssyni.
Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira