Staða Más enn ekki auglýst Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2014 08:00 Bjarni Benediktsson Staða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra hefur ekki verið auglýst þótt unnið sé að því í fjármálaráðuneytinu. Skipunartími Más rennur út 20. ágúst næstkomandi. Már hefði verið sjálfskipaður til fimm ára ef ekki hefði verið tilkynnt um fyrirætlanir ráðuneytisins að auglýsa starfið. Þegar ráðuneytið tilkynnti um auglýsinguna á vef sínum kom fram að tilgangur hennar væri að auka svigrúm í tengslum við mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann. Þær breytingar hafa ekki verið gerðar og nefnd sem sér um breytingarnar tók til starfa í maí síðastliðnum. Um það var tilkynnt ellefu dögum áður en þingi var frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði gert því skóna um miðjan febrúar, í þættinum Sunnudagsmorgunn á RÚV, að seðlabankastjórum yrði jafnvel fjölgað um tvo. Jafnframt sagði hann þar: „Það er enn þá svolítið í að frumvarpið komi fram, einhverjar vikur myndi ég halda. Þó að þetta geti auðvitað klárast hratt.“ Í umræðum á Alþingi seinna í febrúar kom aftur á móti fram að ólíklegt væri að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þinginu. Þá spurði Katrín Jakobsdóttir hvers vegna staða Más væri auglýst þegar ljóst væri að ekkert yrði úr nýjum lögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að verið sé að vinna að því innan ráðuneytisins að auglýsa stöðuna. „Meginástæðan fyrir því að staðan er auglýst er að skipunartíminn er útrunninn. Með því að taka ákvörðun um að auglýsa stöðuna var stjórnvöldum sannarlega skapað svigrúm til að gera breytingar á lögum, ef það hefði þótt nauðsynlegt fyrir næsta skipunartímabil,“ segir Bjarni. Nýr seðlabankastjóri, Már Guðmundsson eða annar, verður ráðinn á grundvelli gildandi laga sem segja til um að Seðlabankinn sé með einn seðlabankastjóra sem skipaður er til fimm ára í senn. Bjarni segir að þrátt fyrir að nýr seðlabankastjóri muni starfa samkvæmt núgildandi lögum þá skipti máli að það liggi fyrir að stjórnvöld hyggist breyta til. „Það skiptir máli í þessu samhengi að það liggi fyrir að lögin séu til endurskoðunar þegar nýr skipunartími hefst, hvenær sem það verður. Við höfum nú þegar óskað eftir tilnefningu frá Seðlabankanum og Háskólanum í matsnefndina.“ Ólöf Nordal lögfræðingur er formaður nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Hún segir starfið á byrjunarstigi. „Nefndin var bara skipuð rétt eftir páska og við höfum haldið tvo fundi. Okkur ber að skoða lögin í heild sinni og yfirstjórn bankans er hluti af lögunum en við erum alls ekki komin á það stig.“ Ekki náðist tal af Má Guðmundssyni. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Staða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra hefur ekki verið auglýst þótt unnið sé að því í fjármálaráðuneytinu. Skipunartími Más rennur út 20. ágúst næstkomandi. Már hefði verið sjálfskipaður til fimm ára ef ekki hefði verið tilkynnt um fyrirætlanir ráðuneytisins að auglýsa starfið. Þegar ráðuneytið tilkynnti um auglýsinguna á vef sínum kom fram að tilgangur hennar væri að auka svigrúm í tengslum við mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann. Þær breytingar hafa ekki verið gerðar og nefnd sem sér um breytingarnar tók til starfa í maí síðastliðnum. Um það var tilkynnt ellefu dögum áður en þingi var frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði gert því skóna um miðjan febrúar, í þættinum Sunnudagsmorgunn á RÚV, að seðlabankastjórum yrði jafnvel fjölgað um tvo. Jafnframt sagði hann þar: „Það er enn þá svolítið í að frumvarpið komi fram, einhverjar vikur myndi ég halda. Þó að þetta geti auðvitað klárast hratt.“ Í umræðum á Alþingi seinna í febrúar kom aftur á móti fram að ólíklegt væri að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þinginu. Þá spurði Katrín Jakobsdóttir hvers vegna staða Más væri auglýst þegar ljóst væri að ekkert yrði úr nýjum lögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að verið sé að vinna að því innan ráðuneytisins að auglýsa stöðuna. „Meginástæðan fyrir því að staðan er auglýst er að skipunartíminn er útrunninn. Með því að taka ákvörðun um að auglýsa stöðuna var stjórnvöldum sannarlega skapað svigrúm til að gera breytingar á lögum, ef það hefði þótt nauðsynlegt fyrir næsta skipunartímabil,“ segir Bjarni. Nýr seðlabankastjóri, Már Guðmundsson eða annar, verður ráðinn á grundvelli gildandi laga sem segja til um að Seðlabankinn sé með einn seðlabankastjóra sem skipaður er til fimm ára í senn. Bjarni segir að þrátt fyrir að nýr seðlabankastjóri muni starfa samkvæmt núgildandi lögum þá skipti máli að það liggi fyrir að stjórnvöld hyggist breyta til. „Það skiptir máli í þessu samhengi að það liggi fyrir að lögin séu til endurskoðunar þegar nýr skipunartími hefst, hvenær sem það verður. Við höfum nú þegar óskað eftir tilnefningu frá Seðlabankanum og Háskólanum í matsnefndina.“ Ólöf Nordal lögfræðingur er formaður nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Hún segir starfið á byrjunarstigi. „Nefndin var bara skipuð rétt eftir páska og við höfum haldið tvo fundi. Okkur ber að skoða lögin í heild sinni og yfirstjórn bankans er hluti af lögunum en við erum alls ekki komin á það stig.“ Ekki náðist tal af Má Guðmundssyni.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira