Sænskt vor í þingholtunum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. maí 2014 13:15 kirsuberjatré í 101 "Það koma reyndar ekki æt ber á mitt tré en maður fær ekki allt.“ Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur endurskapaði vorið í Stokkhólmi í garðinum sínum í Þingholtunum. mynd/gva Ég kalla þetta sænsk-japanska hornið mitt,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur en í litlum garði í Þingholtunum hefur hún ræktað upp fallegt kirsuberjatré sem blómstrar bleikum blómum á vorin. Tréð minnir hana á vorin í Svíþjóð. „Ég hreifst af kirsuberjatrjám þegar ég bjó í Stokkhólmi, bæði sem ungur námsmaður og aftur á miðskeiði ævinnar en þar eru skörp skil milli árstíða. Vorið markast af mikilli blómasprengingu þegar öll ávaxtatrén blómstra, sem mér fannst alltaf yndislega fallegt að sjá. Það má segja að þetta sé mín endursköpun á sænsku vori,“ segir hún. „Það koma reyndar ekki æt ber á mitt tré en maður fær ekki allt.“ Kirsuberjatrénu plantaði Steinunn sjálf fyrir tólf árum. Hún er mikil áhugamanneskja um trjárækt og lætur það síður en svo stoppa sig þó hún búi í 101, heldur stundar umfangsmikla skógrækt á svölunum. „Ætli ég sé ekki búin að koma upp um hundrað trjáplöntum gegnum tíðina á svölunum hjá mér en síðan ég var unglingur í skógrækt í Þverárhlíð í Borgarfirði hef ég haft gaman af því að koma til trjám. Svo rakst ég eitt haust á mann í Öskjuhlíðinni sem var að safna fræjum af birkitrjám og fékk hann til að útskýra fyrir mér hvernig ætti að koma birkihríslum á legg upp af fræjum,“ segir Steinunn. „Ég verð honum ævinlega þakklát fyrir þau góðu ráð.“ Trjánum hefur Steinunn þó ekki getað plantað í eigin garð, þar sem hann þekur ekki marga fermetra. „Ég er bara á ferðinni með plönturnar í skottinu og pota þeim niður þar sem ég get. Ég gef þær líka eða fæ að stinga þeim niður hjá vinum,“ segir hún sposk. „Mér þykir ofboðslega vænt um garðinn minn þó lítill sé. Hér vaxa túlípanar, rósir og anímónur, eins og í ljóði Laxness. Hér ægir ýmsu saman og ég nýt þess að fylgjast með garðinum lifna á vorin. Tegundirnar taka við sér á ólíkum tíma svo það er alltaf eitthvað að gerast og kirsuberjatréð ber blómin í allt að þrjár vikur, ef ekki blæs.“ Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Ég kalla þetta sænsk-japanska hornið mitt,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur en í litlum garði í Þingholtunum hefur hún ræktað upp fallegt kirsuberjatré sem blómstrar bleikum blómum á vorin. Tréð minnir hana á vorin í Svíþjóð. „Ég hreifst af kirsuberjatrjám þegar ég bjó í Stokkhólmi, bæði sem ungur námsmaður og aftur á miðskeiði ævinnar en þar eru skörp skil milli árstíða. Vorið markast af mikilli blómasprengingu þegar öll ávaxtatrén blómstra, sem mér fannst alltaf yndislega fallegt að sjá. Það má segja að þetta sé mín endursköpun á sænsku vori,“ segir hún. „Það koma reyndar ekki æt ber á mitt tré en maður fær ekki allt.“ Kirsuberjatrénu plantaði Steinunn sjálf fyrir tólf árum. Hún er mikil áhugamanneskja um trjárækt og lætur það síður en svo stoppa sig þó hún búi í 101, heldur stundar umfangsmikla skógrækt á svölunum. „Ætli ég sé ekki búin að koma upp um hundrað trjáplöntum gegnum tíðina á svölunum hjá mér en síðan ég var unglingur í skógrækt í Þverárhlíð í Borgarfirði hef ég haft gaman af því að koma til trjám. Svo rakst ég eitt haust á mann í Öskjuhlíðinni sem var að safna fræjum af birkitrjám og fékk hann til að útskýra fyrir mér hvernig ætti að koma birkihríslum á legg upp af fræjum,“ segir Steinunn. „Ég verð honum ævinlega þakklát fyrir þau góðu ráð.“ Trjánum hefur Steinunn þó ekki getað plantað í eigin garð, þar sem hann þekur ekki marga fermetra. „Ég er bara á ferðinni með plönturnar í skottinu og pota þeim niður þar sem ég get. Ég gef þær líka eða fæ að stinga þeim niður hjá vinum,“ segir hún sposk. „Mér þykir ofboðslega vænt um garðinn minn þó lítill sé. Hér vaxa túlípanar, rósir og anímónur, eins og í ljóði Laxness. Hér ægir ýmsu saman og ég nýt þess að fylgjast með garðinum lifna á vorin. Tegundirnar taka við sér á ólíkum tíma svo það er alltaf eitthvað að gerast og kirsuberjatréð ber blómin í allt að þrjár vikur, ef ekki blæs.“
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp