Af hverju 1. maí? Ólafía B. Rafnsdóttir skrifar 25. apríl 2014 07:00 Fyrir rúmum 120 árum var styttri vinnutími meginkrafan í fyrstu kröfugöngunni sem farin var á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Baráttan fyrir mannsæmandi vinnutíma hafði þegar kostað blóðug átök – nú var kominn vettvangur fyrir launafólk að koma saman og láta að sér kveða. Smám saman varð 1. maí að þeim alþjóðlega baráttudegi sem við tökum stolt þátt í hér á landi. Við minnumst þess að réttindin sem við njótum í dag eru til komin vegna fórna þeirra sem á undan okkur gengu. Þess vegna er 1. maí frídagur – þess vegna förum við í kröfugöngu á þessum degi.Blóðug átök og verkföll Upphaf þess að 1. maí var gerður að alþjóðlegum baráttudegi verkafólks má rekja til kröfu bandaríska verkalýðssambandsins um átta tíma vinnudag seint á 19. öld. Vinnudagurinn var bæði langur og strangur, tíu tímar hið minnsta, og þessari kröfu hafði lengið verið haldið á lofti. Þann 1. maí árið 1886 lögðu hundruð þúsunda manna niður störf víðs vegar um Bandaríkin til að leggja áherslu á kröfuna um átta stunda vinnudag. Æ fleiri bættust í hópinn á næstu dögum og í Chicago kom til blóðugra átaka milli lögreglu og almennings á samstöðufundi á Haymarket-torginu. Mannfall varð í röðum beggja og fjöldi særðist. Bandaríska verkalýðssambandið hélt baráttunni áfram og ákvað að 1. maí yrði helgaður kröfunni um átta tíma vinnudag, boðað var til verkfalla um gervallt landið á þessum degi árið 1890. Fulltrúar á þingi Annars alþjóðasambandsins, sem haldið var í París 1889 á aldarafmæli frönsku byltingarinnar, tóku upp þessa kröfu og boðuðu til aðgerða á þessum degi 1890. Skorað var á verkalýðssamtök og verkafólk um allan heim að taka þátt. Þann 1. maí 1890 voru kröfugöngur farnar víða bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu í fyrsta skipti á þessum merka degi í sögu verkalýðshreyfingarinnar.Er þörf á því að hafa opið? 1. maí hefur verið lögskipaður frídagur á Íslandi frá árinu 1966 og flestir sem eru við störf á þessum degi vinna við að tryggja öryggi og velferð okkar hinna eða sinna þeim sem þurfa aðstoðar við. Ég segi flestir því það hefur færst í aukana að verslanir og þjónustuaðilar hafi opið. Rauðir dagar eru frídagar og á það alveg eins við um alþjóðlegan baráttudag verkafólks og um annan dag páska, þegar margar verslanir voru lokaðar í höfuðborginni eins og eðlilegt er. Er þörf á því að hafa svona margar verslanir opnar á þessum degi sem helgaður er baráttunni fyrir réttindum launafólks? Höfum við kannski gleymt því um hvað þessi dagur snýst?Sjáumst í göngunni! Hér á landi var kröfuganga 1. maí farin í fyrsta skipti árið 1923. Þetta var á virkum degi og þurfti fólk að taka sér frí úr vinnu til að taka þátt. Kröfurnar voru margvíslegar, sumar endurspegluðu stöðu þjóðfélagsmála á þessum tíma en aðrar voru gamalkunnar, eins og segir í umfjöllun um þennan dag í sögu ASÍ. Í áranna rás hafa komið fram nýjar kröfur, en í grunninn eru þær alltaf eins. 1. maí er og hefur ætíð verið baráttudagur fyrir réttindum launafólks – dagur aðgerða þegar fólk kemur saman til að sýna mátt sinn og megin. Þótt ýmislegt hafi áunnist á síðustu áratugum er enn margt sem við þurfum að huga að og mikilvægt að halda baráttunni áfram. Í ár er yfirskrift 1. maí „Samfélag fyrir alla“. Nú beinum við kröftum okkar að því að berjast fyrir samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra. Ég skora á verslunareigendur að hafa lokað þann 1. maí og taka þátt í baráttunni. Við viljum öll það sama – betri kjör og mannsæmandi líf fyrir alla. Sjáumst í göngunni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum 120 árum var styttri vinnutími meginkrafan í fyrstu kröfugöngunni sem farin var á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Baráttan fyrir mannsæmandi vinnutíma hafði þegar kostað blóðug átök – nú var kominn vettvangur fyrir launafólk að koma saman og láta að sér kveða. Smám saman varð 1. maí að þeim alþjóðlega baráttudegi sem við tökum stolt þátt í hér á landi. Við minnumst þess að réttindin sem við njótum í dag eru til komin vegna fórna þeirra sem á undan okkur gengu. Þess vegna er 1. maí frídagur – þess vegna förum við í kröfugöngu á þessum degi.Blóðug átök og verkföll Upphaf þess að 1. maí var gerður að alþjóðlegum baráttudegi verkafólks má rekja til kröfu bandaríska verkalýðssambandsins um átta tíma vinnudag seint á 19. öld. Vinnudagurinn var bæði langur og strangur, tíu tímar hið minnsta, og þessari kröfu hafði lengið verið haldið á lofti. Þann 1. maí árið 1886 lögðu hundruð þúsunda manna niður störf víðs vegar um Bandaríkin til að leggja áherslu á kröfuna um átta stunda vinnudag. Æ fleiri bættust í hópinn á næstu dögum og í Chicago kom til blóðugra átaka milli lögreglu og almennings á samstöðufundi á Haymarket-torginu. Mannfall varð í röðum beggja og fjöldi særðist. Bandaríska verkalýðssambandið hélt baráttunni áfram og ákvað að 1. maí yrði helgaður kröfunni um átta tíma vinnudag, boðað var til verkfalla um gervallt landið á þessum degi árið 1890. Fulltrúar á þingi Annars alþjóðasambandsins, sem haldið var í París 1889 á aldarafmæli frönsku byltingarinnar, tóku upp þessa kröfu og boðuðu til aðgerða á þessum degi 1890. Skorað var á verkalýðssamtök og verkafólk um allan heim að taka þátt. Þann 1. maí 1890 voru kröfugöngur farnar víða bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu í fyrsta skipti á þessum merka degi í sögu verkalýðshreyfingarinnar.Er þörf á því að hafa opið? 1. maí hefur verið lögskipaður frídagur á Íslandi frá árinu 1966 og flestir sem eru við störf á þessum degi vinna við að tryggja öryggi og velferð okkar hinna eða sinna þeim sem þurfa aðstoðar við. Ég segi flestir því það hefur færst í aukana að verslanir og þjónustuaðilar hafi opið. Rauðir dagar eru frídagar og á það alveg eins við um alþjóðlegan baráttudag verkafólks og um annan dag páska, þegar margar verslanir voru lokaðar í höfuðborginni eins og eðlilegt er. Er þörf á því að hafa svona margar verslanir opnar á þessum degi sem helgaður er baráttunni fyrir réttindum launafólks? Höfum við kannski gleymt því um hvað þessi dagur snýst?Sjáumst í göngunni! Hér á landi var kröfuganga 1. maí farin í fyrsta skipti árið 1923. Þetta var á virkum degi og þurfti fólk að taka sér frí úr vinnu til að taka þátt. Kröfurnar voru margvíslegar, sumar endurspegluðu stöðu þjóðfélagsmála á þessum tíma en aðrar voru gamalkunnar, eins og segir í umfjöllun um þennan dag í sögu ASÍ. Í áranna rás hafa komið fram nýjar kröfur, en í grunninn eru þær alltaf eins. 1. maí er og hefur ætíð verið baráttudagur fyrir réttindum launafólks – dagur aðgerða þegar fólk kemur saman til að sýna mátt sinn og megin. Þótt ýmislegt hafi áunnist á síðustu áratugum er enn margt sem við þurfum að huga að og mikilvægt að halda baráttunni áfram. Í ár er yfirskrift 1. maí „Samfélag fyrir alla“. Nú beinum við kröftum okkar að því að berjast fyrir samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra. Ég skora á verslunareigendur að hafa lokað þann 1. maí og taka þátt í baráttunni. Við viljum öll það sama – betri kjör og mannsæmandi líf fyrir alla. Sjáumst í göngunni!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar