Tímamótatíð hjá Teiti í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 06:00 Teitur Örlygsson yfirgefur Garðabæinn. Vísir/Daníel Teitur Örlygsson stýrði Stjörnuliðinu í síðasta sinn á sunnudagskvöldið þar sem Garðabæjarliðið datt út úr úrslitakeppninni eftir æsispennandi leik og eins stigs tap fyrir deildarmeisturum KR. Það er óhætt að segja að Teitur hafi skrifað nokkra kafla í sögu körfuboltans í Garðabænum þau rúmu fimm ár sem hann var við stjórnvölinn í Ásgarði en Stjarnan hefur á þeim tíma orðið að einu af bestu körfuboltaliðum landsins þótt Íslandsbikarinn eigi enn eftir að rata í Garðabæinn.Einn sá óvæntasti í sögunni Teitur tók við Stjörnuliðinu á miðju tímabili 2008-09 og hafði ekki verið marga mánuði í starfinu þegar Stjarnan vann einn óvæntasta sigur í sögu íslenska körfuboltans. Stjarnan vann þá stórstjörnulið KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni og dramatísk fagnaðarlæti þessa mikla sigurvegara gleymast líklega aldrei. Síðan þá hefur Stjarnan ítrekað endurskrifað körfuboltasögu félagsins og nú síðast hjálpuðu Stjörnumenn Teiti sjálfum að ná einstökum árangri. Teitur vann fjóra leiki með Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og komst þar með upp í 100 sigurleiki í úrslitakeppninni á Íslandi. Hann varð fyrstur til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla sem leikmaður í úrslitakeppni og tími hans með Stjörnunni kom honum upp um hundrað sigurleiki sem leikmaður og þjálfari í úrslitakeppni. Það eina sem vantar upp á er að vinna Íslandsmeistarabikarinn sem var í huga flestra kominn hálfa leið upp í Ásgarð fyrir ári. Sigurvilji Grindvíkinga verður hins vegar seint vanmetinn og Teitur og félagar urðu að sætta sig við silfrið í annað skiptið á þremur tímabilum.Hafa fest sig í sessi „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mestallan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingunni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og er vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta,“ sagði Teitur við blaðamann Vísis eftir síðasta leikinn sem þjálfari Stjörnuliðsins. Teitur gekk líka stoltur maður út úr Ásgarði á sunnudagskvöldið: „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni,“ sagði Teitur.Komið að 89 prósent sigranna Stjarnan hefur unnið 106 leiki í deild og úrslitakeppni frá upphafi, þar af 94 þeirra undir stjórn Teits Örlygssonar eða 89 prósent. Hann hefur komið að báðum stórum titlum félagsins og nú er það í höndum Hrafns Kristjánssonar að fylgja starfi hans eftir. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrstu skrefin sem Stjarnan tók í þjálfaratíð Teits Örlygssonar frá 2009 til 2014.„Nýju skrefin“ í Garðabænum í þjálfaratíð TeitsFyrsta sinn í undanúrslit í bikarkeppni - 11. janúar 2009 (116-70 sigur á Val)Fyrsta sinn í bikarúrslitaleik - 25. janúar 2009 (83-73 sigur á Njarðvík)Fyrsti bikarmeistaratitilinn - 15. febrúar 2009 (78-76 sigur á KR)Fyrsta sinn yfir 50 prósent sigurhlutfall á tímabili - 2009/10, 68 prósent (15 sigrar - 7 töp)Fyrsti leikur í úrslitakeppni - 14. mars 2009 (81-93 tap fyrir Snæfelli)Fyrsti sigurleikur í úrslitakeppni - 29. mars 2010 (95-91 sigur á Njarðvík)Fyrsti sigur í seríu í úrslitakeppni - 23. mars 2011 (69-66 sigur á Grindavík, 2-1)Fyrsti sigur í undanúrslitum í úrslitakeppni - 27. mars 2011 (75-73 sigur á Snæfelli)Fyrsta sinn í lokaúrslit í úrslitakeppni - 31. mars 2011 (105-88 sigur á Snæfelli)Fyrsti sigur í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 14. apríl 2011 (107-105 sigur á KR)Fyrsta forysta í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 22. apríl 2013 (101-89 sigur á Grindavík, 2-1) Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Sjá meira
Teitur Örlygsson stýrði Stjörnuliðinu í síðasta sinn á sunnudagskvöldið þar sem Garðabæjarliðið datt út úr úrslitakeppninni eftir æsispennandi leik og eins stigs tap fyrir deildarmeisturum KR. Það er óhætt að segja að Teitur hafi skrifað nokkra kafla í sögu körfuboltans í Garðabænum þau rúmu fimm ár sem hann var við stjórnvölinn í Ásgarði en Stjarnan hefur á þeim tíma orðið að einu af bestu körfuboltaliðum landsins þótt Íslandsbikarinn eigi enn eftir að rata í Garðabæinn.Einn sá óvæntasti í sögunni Teitur tók við Stjörnuliðinu á miðju tímabili 2008-09 og hafði ekki verið marga mánuði í starfinu þegar Stjarnan vann einn óvæntasta sigur í sögu íslenska körfuboltans. Stjarnan vann þá stórstjörnulið KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni og dramatísk fagnaðarlæti þessa mikla sigurvegara gleymast líklega aldrei. Síðan þá hefur Stjarnan ítrekað endurskrifað körfuboltasögu félagsins og nú síðast hjálpuðu Stjörnumenn Teiti sjálfum að ná einstökum árangri. Teitur vann fjóra leiki með Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og komst þar með upp í 100 sigurleiki í úrslitakeppninni á Íslandi. Hann varð fyrstur til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla sem leikmaður í úrslitakeppni og tími hans með Stjörnunni kom honum upp um hundrað sigurleiki sem leikmaður og þjálfari í úrslitakeppni. Það eina sem vantar upp á er að vinna Íslandsmeistarabikarinn sem var í huga flestra kominn hálfa leið upp í Ásgarð fyrir ári. Sigurvilji Grindvíkinga verður hins vegar seint vanmetinn og Teitur og félagar urðu að sætta sig við silfrið í annað skiptið á þremur tímabilum.Hafa fest sig í sessi „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mestallan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingunni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og er vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta,“ sagði Teitur við blaðamann Vísis eftir síðasta leikinn sem þjálfari Stjörnuliðsins. Teitur gekk líka stoltur maður út úr Ásgarði á sunnudagskvöldið: „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni,“ sagði Teitur.Komið að 89 prósent sigranna Stjarnan hefur unnið 106 leiki í deild og úrslitakeppni frá upphafi, þar af 94 þeirra undir stjórn Teits Örlygssonar eða 89 prósent. Hann hefur komið að báðum stórum titlum félagsins og nú er það í höndum Hrafns Kristjánssonar að fylgja starfi hans eftir. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrstu skrefin sem Stjarnan tók í þjálfaratíð Teits Örlygssonar frá 2009 til 2014.„Nýju skrefin“ í Garðabænum í þjálfaratíð TeitsFyrsta sinn í undanúrslit í bikarkeppni - 11. janúar 2009 (116-70 sigur á Val)Fyrsta sinn í bikarúrslitaleik - 25. janúar 2009 (83-73 sigur á Njarðvík)Fyrsti bikarmeistaratitilinn - 15. febrúar 2009 (78-76 sigur á KR)Fyrsta sinn yfir 50 prósent sigurhlutfall á tímabili - 2009/10, 68 prósent (15 sigrar - 7 töp)Fyrsti leikur í úrslitakeppni - 14. mars 2009 (81-93 tap fyrir Snæfelli)Fyrsti sigurleikur í úrslitakeppni - 29. mars 2010 (95-91 sigur á Njarðvík)Fyrsti sigur í seríu í úrslitakeppni - 23. mars 2011 (69-66 sigur á Grindavík, 2-1)Fyrsti sigur í undanúrslitum í úrslitakeppni - 27. mars 2011 (75-73 sigur á Snæfelli)Fyrsta sinn í lokaúrslit í úrslitakeppni - 31. mars 2011 (105-88 sigur á Snæfelli)Fyrsti sigur í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 14. apríl 2011 (107-105 sigur á KR)Fyrsta forysta í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 22. apríl 2013 (101-89 sigur á Grindavík, 2-1)
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Sjá meira