OR á réttri leið! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 15. apríl 2014 00:00 Fyrir fjórum árum staðfesti matsfyrirtækið Fitch Ratings neikvætt lánshæfismat hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta þýddi í raun að OR stóðu til boða enn verri lánskjör. Rök FR voru þau að greiðslugeta fyrirtækisins væri ekki góð (vægt til orða tekið) og tekjugrunnur fyrirtækisins ekki sterkur, þar sem gjaldskrá fyrirtækisins hefði ekki haldið í við verðlagsþróun allt frá 2005. Efnahagshrunið fór illa með fyrirtækið en skuldir þess voru að miklu leyti í erlendum gjaldmiðlum. Þegar lánshæfismatið var birt var mánuður til sveitarstjórnarkosninga og þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði lítið annað en að mótmæla þessu mati en án aðgerða. Eftir sveitarstjórnarkosningar tók við nýr meirihluti Besta flokks og Samfylkingar. Nýr meirihluti hafði forgöngu um að setja í gang aðgerðaráætlun til að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Gripið var til margþættra aðgerða til að bæta fjárhag þess, meðal annars hækkunar gjaldskrár, uppsagna starfsfólks, frestunar framkvæmda og sölu eigna. Þetta voru erfiðar aðgerðir en nauðsynlegar og kjósendur í borginni hafa virt það við núverandi meirihluta að hafa gripið til nauðsynlegra aðgerða til að breyta fjárhag OR.Allir liðir gengið eftir Aðgerðaráætlunin að betri fjárhag OR ber hið frumlega nafn Planið og í nýlegri úttekt greiningardeildar Arion banka kemur fram að markmið Plansins hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Planið hefur skilað 30 milljarða ávinningi en á þessum tímapunkti er gert ráð fyrir því að það hafi skilað 28 milljörðum. Allir liðir Plansins hafa gengið eftir en gert er ráð fyrir því að aðgerðir Plansins standi til 2016. Planið og aðrar aðgerðir hafa skilað því að nettóskuldir OR hafa lækkað úr 229 milljörðum árið 2011 í 186 milljarða eða um 43 milljarða. Allir notendur, viðskiptavinir og fyrrverandi starfsmenn OR hafa fundið fyrir aðgerðum fyrirtækisins. Þær voru nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Að grípa til aðgerða eins og gert var samkvæmt Planinu er ekki til vinsælda fallið en ég virði það við núverandi meirihluta að hafa farið út í þessar aðgerðir því OR stendur fjárhagslega miklu betur núna. Því er það ósk mín að þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík og hafa staðið að þessum erfiðu aðgerðum fái áfram traust í komandi kosningum til að klára markmið Plansins og skila OR sem fjárhagslega sterku fyrirtæki með getu til að lækka gjaldskrá sína og greiða góðan arð til eigenda sinna. Það skiptir alla borgarbúa miklu máli hverjir stjórna og að þeir láti hagsmuni borgarbúa ráða för. Dæmið um OR og hvaða stefnu var fylgt fyrir og eftir síðustu borgarstjórnarkosningar sýnir að við erum betur sett eftir þessar aðgerðir en fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum staðfesti matsfyrirtækið Fitch Ratings neikvætt lánshæfismat hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta þýddi í raun að OR stóðu til boða enn verri lánskjör. Rök FR voru þau að greiðslugeta fyrirtækisins væri ekki góð (vægt til orða tekið) og tekjugrunnur fyrirtækisins ekki sterkur, þar sem gjaldskrá fyrirtækisins hefði ekki haldið í við verðlagsþróun allt frá 2005. Efnahagshrunið fór illa með fyrirtækið en skuldir þess voru að miklu leyti í erlendum gjaldmiðlum. Þegar lánshæfismatið var birt var mánuður til sveitarstjórnarkosninga og þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði lítið annað en að mótmæla þessu mati en án aðgerða. Eftir sveitarstjórnarkosningar tók við nýr meirihluti Besta flokks og Samfylkingar. Nýr meirihluti hafði forgöngu um að setja í gang aðgerðaráætlun til að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Gripið var til margþættra aðgerða til að bæta fjárhag þess, meðal annars hækkunar gjaldskrár, uppsagna starfsfólks, frestunar framkvæmda og sölu eigna. Þetta voru erfiðar aðgerðir en nauðsynlegar og kjósendur í borginni hafa virt það við núverandi meirihluta að hafa gripið til nauðsynlegra aðgerða til að breyta fjárhag OR.Allir liðir gengið eftir Aðgerðaráætlunin að betri fjárhag OR ber hið frumlega nafn Planið og í nýlegri úttekt greiningardeildar Arion banka kemur fram að markmið Plansins hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Planið hefur skilað 30 milljarða ávinningi en á þessum tímapunkti er gert ráð fyrir því að það hafi skilað 28 milljörðum. Allir liðir Plansins hafa gengið eftir en gert er ráð fyrir því að aðgerðir Plansins standi til 2016. Planið og aðrar aðgerðir hafa skilað því að nettóskuldir OR hafa lækkað úr 229 milljörðum árið 2011 í 186 milljarða eða um 43 milljarða. Allir notendur, viðskiptavinir og fyrrverandi starfsmenn OR hafa fundið fyrir aðgerðum fyrirtækisins. Þær voru nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Að grípa til aðgerða eins og gert var samkvæmt Planinu er ekki til vinsælda fallið en ég virði það við núverandi meirihluta að hafa farið út í þessar aðgerðir því OR stendur fjárhagslega miklu betur núna. Því er það ósk mín að þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík og hafa staðið að þessum erfiðu aðgerðum fái áfram traust í komandi kosningum til að klára markmið Plansins og skila OR sem fjárhagslega sterku fyrirtæki með getu til að lækka gjaldskrá sína og greiða góðan arð til eigenda sinna. Það skiptir alla borgarbúa miklu máli hverjir stjórna og að þeir láti hagsmuni borgarbúa ráða för. Dæmið um OR og hvaða stefnu var fylgt fyrir og eftir síðustu borgarstjórnarkosningar sýnir að við erum betur sett eftir þessar aðgerðir en fyrir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar