Lífið

Brotnaði niður á sviði

Takk allir
Beyonce er þakklát.Fréttablaðið/Getty
Takk allir Beyonce er þakklát.Fréttablaðið/Getty
Söngkonan Beyonce batt endahnútinn á tónleikaferðalag sitt Mrs. Carter í Lissabon í Portúgal á fimmtudag og þakkaði aðdáendum stuðninginn. Hún brotnaði niður í einlægu ávarpi.

„Þetta er búin að vera ótrúlegt tónleikaferðalag. Ef þið vitið það ekki þá eru tónleikarnir nú 132 talsins. Í kvöld eru síðustu tónleikarnir í Mrs. Carter-ferðalaginu. Við byrjuðum fyrir ári og ég vil segja að þetta er búin að vera svakaleg ferð. Þegar ég hóf ferðalagið var dóttir mín ekki einu sinni byrjuð að ganga,“ sagði Beyonce sem á dótturina Blue Ivy með tónlistarmanninum Jay Z.

„Ég vil bara að þið vitið að ég er svo heppin. Takk allir. Takk fyrir að leyfa mér að eiga frama,“ bætti hún við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.