Megum ekki hálshöggva dómara fyrir hver mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 06:00 Sigmundur Már Herbertsson er fremsti dómari landsins. Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, telur að álag á körfuboltadómara hér á landi sé ekki of mikið. Þessa dagana er úrslitakeppnin í fullum gangi í efstu deild karla og kvenna sem og neðri deildum og dómarar hafa verið nokkuð gagnrýndir fyrir sín störf, bæði af leikmönnum og þjálfurum. „Þetta er ekki meira álag en verið hefur,“ segir Rúnar Birgir í samtali við Fréttablaðið og telur ekki að pirringur gagnvart dómurum sé að aukast. „Nú er úrslitakeppnin í fullum gangi og mikið undir í leikjunum. Svona hefur þetta verið í gegnum tíðina og þetta er ekki meira en áður,“ segir hann. „En dómaranefndin er sífellt að vinna í því að bæta dómgæsluna og ræðir við dómara gerist þess þörf. Ef hún telur að það sé þörf að taka á ákveðnum málum er það gert.“ Rúnar Birgir bætir því við að það sé markvisst unnið í því að bæta frammistöðu dómaranna en segir að bæta þurfi eftirlitskerfi fyrir þá. „Um það eru allir sammála. Það kostar hins vegar pening að setja slíkt kerfi í gang og því hefur ekki fundist ásættanleg lausn á hvernig skuli standa að því. En það er vilji allra í hreyfingunni að koma á góðu eftirlitskerfi fyrir dómarana.“ Hann segir þó margt annað gert til að halda dómurunum við efnið. „Það eru bæði þrekpróf og skrifleg próf sem dómarar þurfa að þreyta og þá geta dómarar sótt sér fræðsluefni á netinu og tekið þar alls kyns próf sem reyna á kunnáttu þeirra. Um tilraunaverkefni er að ræða en við stefnum að því að í framtíðinni muni virkni dómara í þessu umhverfi og frammistaða þeirra í prófunum ráða niðurröðun á leiki,“ segir Rúnar Birgir. „Við vitum að menn eru ósáttir af ýmsum ástæðum en ef við ætlum að hálshöggva dómara fyrir hver mistök verðum við fyrir vikið dómaralausir,“ bætir Rúnar við. Dominos-deild karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, telur að álag á körfuboltadómara hér á landi sé ekki of mikið. Þessa dagana er úrslitakeppnin í fullum gangi í efstu deild karla og kvenna sem og neðri deildum og dómarar hafa verið nokkuð gagnrýndir fyrir sín störf, bæði af leikmönnum og þjálfurum. „Þetta er ekki meira álag en verið hefur,“ segir Rúnar Birgir í samtali við Fréttablaðið og telur ekki að pirringur gagnvart dómurum sé að aukast. „Nú er úrslitakeppnin í fullum gangi og mikið undir í leikjunum. Svona hefur þetta verið í gegnum tíðina og þetta er ekki meira en áður,“ segir hann. „En dómaranefndin er sífellt að vinna í því að bæta dómgæsluna og ræðir við dómara gerist þess þörf. Ef hún telur að það sé þörf að taka á ákveðnum málum er það gert.“ Rúnar Birgir bætir því við að það sé markvisst unnið í því að bæta frammistöðu dómaranna en segir að bæta þurfi eftirlitskerfi fyrir þá. „Um það eru allir sammála. Það kostar hins vegar pening að setja slíkt kerfi í gang og því hefur ekki fundist ásættanleg lausn á hvernig skuli standa að því. En það er vilji allra í hreyfingunni að koma á góðu eftirlitskerfi fyrir dómarana.“ Hann segir þó margt annað gert til að halda dómurunum við efnið. „Það eru bæði þrekpróf og skrifleg próf sem dómarar þurfa að þreyta og þá geta dómarar sótt sér fræðsluefni á netinu og tekið þar alls kyns próf sem reyna á kunnáttu þeirra. Um tilraunaverkefni er að ræða en við stefnum að því að í framtíðinni muni virkni dómara í þessu umhverfi og frammistaða þeirra í prófunum ráða niðurröðun á leiki,“ segir Rúnar Birgir. „Við vitum að menn eru ósáttir af ýmsum ástæðum en ef við ætlum að hálshöggva dómara fyrir hver mistök verðum við fyrir vikið dómaralausir,“ bætir Rúnar við.
Dominos-deild karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira