Hver vill ekki stytta framhaldsskólann? Vigfús Geirdal skrifar 25. mars 2014 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er maður sem vill vel. Hann vill stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. M.ö.o. vill hann stytta framhaldsskólastigið um eitt ár. Hann vill ekki að þetta komi niður á gæðum námsins; hann vill þvert á móti auka gæði námsins, gera það skilvirkara og draga úr brottfalli. Svo er að sjá sem Illugi hafi þjóðarvilja á bak við sig, því tiltölulega nýjar kannanir sýna að hátt í 70% almennings eru því fylgjandi að framhaldsskólastigið verði stytt um eitt ár. Margir nemendur eru sama sinnis. Einhverjir hafa jafnvel bent á þá augljósu staðreynd að íslenskir unglingar eru síst lélegri námsmenn en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum. Jafn víst er líka að þeir eru ekkert betri. Íslenskir nemendur geta allt það sama og jafnaldrar þeirra svo fremi að þeir hafi til þess sömu aðstöðu. Þetta veit Illugi Gunnarsson. Eins og góðra spilamanna er siður hefur Illugi ekkert verið að sýna um of á spilin sín. Hér skal hins vegar reynt að varpa ljósi á það sem hlýtur að felast í styttingaráformum Illuga. Oft er bent á Svíþjóð sem land þar sem nemendur ljúka stúdentsprófi ári fyrr en hér á landi. Það er því ekki úr lagi að kynnast aðbúnaði nemenda þar í landi. Þar njóta þeir m.a. eftirfarandi kjara:1 Allir fá heitan hádegismat og meðlæti sér að kostnaðarlausu.2 Allir nemendur í fullu námi fá sem svarar 20 þúsund íslenskum krónum á mánuði í námsstyrk meðan á námi þeirra stendur, 10 mánuði af 12 á hverju ári. Dregið er af skrópagemlingum.3 Allir nemendur fá kennslubækur og stílabækur og ýmis fleiri námsgögn sér að kostnaðarlausu.4 Nemendur fá fríar tölvur og mögulega fleiri tæki. Auðvitað verður ekkert sagt með vissu hvað svona kjör til handa íslenskum framhaldsskólanemum kæmu til með að kosta þjóðarbúið en það má áætla það gróflega. Samkvæmt Hagstofunni stunda ca. 30 þúsund nemendur framhaldsskólanám, þar af 25 þúsund í dagskóla: Ef máltíðin kostar 1.200 krónur má gera ráð fyrir að fríar máltíðir nemenda í dagskóla geti kostað ríkið ca. 6 milljarða króna á ári. 20 þúsund króna námsstyrkur á mánuði, 10 mánuði ársins getur þýtt ca. 6 milljarða króna árlegan kostnað fyrir ríkið. 50 þúsund króna námsgagnakostnaður á nemanda hvert skólaár getur kostað ríkið ca. 1,5 milljarða króna á ári. Ef hver nemandi fær 150 þúsund króna fartölvu í upphafi þriggja ára námsferils getur það kostað ríkið ca. 150 milljónir króna á ári. Viðhald og þjónusta við rúmlega 30 þúsund tölvur í framhaldsskólum landsins kostar ríkið eflaust einhver hundruð milljóna króna. Ætla má því að árlegur kostnaður ríkisins af bættri námsaðstöðu framhaldsskólanema geti verið á bilinu 15–20 milljarðar króna. Einhverjum kann að þykja þetta dýrt en menn verða að hafa hugfast að styttingaráform Illuga hafa það óhjákvæmilega í för með sér að vinna nemenda með námi er úr sögunni og sumarvinna þeirra að mestu líka. Þetta er þó ekki nema brot af heila dæminu ef áform Illuga eiga að verða barn í brók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er maður sem vill vel. Hann vill stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. M.ö.o. vill hann stytta framhaldsskólastigið um eitt ár. Hann vill ekki að þetta komi niður á gæðum námsins; hann vill þvert á móti auka gæði námsins, gera það skilvirkara og draga úr brottfalli. Svo er að sjá sem Illugi hafi þjóðarvilja á bak við sig, því tiltölulega nýjar kannanir sýna að hátt í 70% almennings eru því fylgjandi að framhaldsskólastigið verði stytt um eitt ár. Margir nemendur eru sama sinnis. Einhverjir hafa jafnvel bent á þá augljósu staðreynd að íslenskir unglingar eru síst lélegri námsmenn en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum. Jafn víst er líka að þeir eru ekkert betri. Íslenskir nemendur geta allt það sama og jafnaldrar þeirra svo fremi að þeir hafi til þess sömu aðstöðu. Þetta veit Illugi Gunnarsson. Eins og góðra spilamanna er siður hefur Illugi ekkert verið að sýna um of á spilin sín. Hér skal hins vegar reynt að varpa ljósi á það sem hlýtur að felast í styttingaráformum Illuga. Oft er bent á Svíþjóð sem land þar sem nemendur ljúka stúdentsprófi ári fyrr en hér á landi. Það er því ekki úr lagi að kynnast aðbúnaði nemenda þar í landi. Þar njóta þeir m.a. eftirfarandi kjara:1 Allir fá heitan hádegismat og meðlæti sér að kostnaðarlausu.2 Allir nemendur í fullu námi fá sem svarar 20 þúsund íslenskum krónum á mánuði í námsstyrk meðan á námi þeirra stendur, 10 mánuði af 12 á hverju ári. Dregið er af skrópagemlingum.3 Allir nemendur fá kennslubækur og stílabækur og ýmis fleiri námsgögn sér að kostnaðarlausu.4 Nemendur fá fríar tölvur og mögulega fleiri tæki. Auðvitað verður ekkert sagt með vissu hvað svona kjör til handa íslenskum framhaldsskólanemum kæmu til með að kosta þjóðarbúið en það má áætla það gróflega. Samkvæmt Hagstofunni stunda ca. 30 þúsund nemendur framhaldsskólanám, þar af 25 þúsund í dagskóla: Ef máltíðin kostar 1.200 krónur má gera ráð fyrir að fríar máltíðir nemenda í dagskóla geti kostað ríkið ca. 6 milljarða króna á ári. 20 þúsund króna námsstyrkur á mánuði, 10 mánuði ársins getur þýtt ca. 6 milljarða króna árlegan kostnað fyrir ríkið. 50 þúsund króna námsgagnakostnaður á nemanda hvert skólaár getur kostað ríkið ca. 1,5 milljarða króna á ári. Ef hver nemandi fær 150 þúsund króna fartölvu í upphafi þriggja ára námsferils getur það kostað ríkið ca. 150 milljónir króna á ári. Viðhald og þjónusta við rúmlega 30 þúsund tölvur í framhaldsskólum landsins kostar ríkið eflaust einhver hundruð milljóna króna. Ætla má því að árlegur kostnaður ríkisins af bættri námsaðstöðu framhaldsskólanema geti verið á bilinu 15–20 milljarðar króna. Einhverjum kann að þykja þetta dýrt en menn verða að hafa hugfast að styttingaráform Illuga hafa það óhjákvæmilega í för með sér að vinna nemenda með námi er úr sögunni og sumarvinna þeirra að mestu líka. Þetta er þó ekki nema brot af heila dæminu ef áform Illuga eiga að verða barn í brók.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun