Kjötið beint til Japan Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. mars 2014 07:00 Í Hafnarfjarðarhöfn. Flutningaskipið Alma frá Nesskipum er á leið til Osaka í Japan með um tvö þúsund tonn af frosinn langreyð frá Hval hf. Fréttablaðið/Daníel Áfangastaður flutningaskipsins Ölmu, sem verið er að lesta með frosnum hvalafurðum í Hafnarfjarðarhöfn er Osaka í Japan. Af því má ráða að Hvalur hf. telji fullreyndar flutningaleiðir þar sem hvalkjötinu er umskipað í Evrópu eða Kanada. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti á því athygli í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi í vikunni, að fyrir dyrum stæði ákvörðun Bandaríkjaforseta um refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna þess að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. Árni Þórður sagði stöðuna alvarlegri en áður þar sem sjávarútvegsráðherra hafi í desember gefið út nýjan fimm ára veiðikvóta á allt að 770 langreyðum. „Til viðbótar hafa borist fréttir þess efnis fullfermt flutningaskip af langreyðarkjöti frá Hval hf., með um tvö þúsund tonn, sé við það að leggja úr höfn í Hafnarfirði.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sagði stjórnvöld hafa einbeitt sér að því að koma réttum upplýsingum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „En þetta er áhyggjuefni, ég tek undir það með þingmanninum.“ Gunnar Bragi taldi hins vegar illgerlegt að grípa inn í útflutning Hvals enda sé nýtingarleyfi fyrir hendi. „Ég get ekki séð að við getum gripið inn í það með nokkrum hætti.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, bendir á að Evrópa hafi í fyrrasumar lokast Hval sem flutningaleið eftir að farmi var snúið til baka frá Hamborg og Rotterdam. Þá séu flutningar með umskipun í Kanada í hnút. „Nú virðist brugðið á það ráð að uppskipa þessu í einingum, ekki í gámum með það fyrir augum að fara alla leið.“ Jafnmikið magn af hvalkjöti segir Sigursteinn hins vegar viðbúið að valdi uppnámi á mörkuðum í Japan þar sem eftirspurn sé lítil eftir því. „Alla vega ef á að selja þetta á skömmum tíma.“ Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Áfangastaður flutningaskipsins Ölmu, sem verið er að lesta með frosnum hvalafurðum í Hafnarfjarðarhöfn er Osaka í Japan. Af því má ráða að Hvalur hf. telji fullreyndar flutningaleiðir þar sem hvalkjötinu er umskipað í Evrópu eða Kanada. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti á því athygli í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi í vikunni, að fyrir dyrum stæði ákvörðun Bandaríkjaforseta um refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna þess að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. Árni Þórður sagði stöðuna alvarlegri en áður þar sem sjávarútvegsráðherra hafi í desember gefið út nýjan fimm ára veiðikvóta á allt að 770 langreyðum. „Til viðbótar hafa borist fréttir þess efnis fullfermt flutningaskip af langreyðarkjöti frá Hval hf., með um tvö þúsund tonn, sé við það að leggja úr höfn í Hafnarfirði.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sagði stjórnvöld hafa einbeitt sér að því að koma réttum upplýsingum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „En þetta er áhyggjuefni, ég tek undir það með þingmanninum.“ Gunnar Bragi taldi hins vegar illgerlegt að grípa inn í útflutning Hvals enda sé nýtingarleyfi fyrir hendi. „Ég get ekki séð að við getum gripið inn í það með nokkrum hætti.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, bendir á að Evrópa hafi í fyrrasumar lokast Hval sem flutningaleið eftir að farmi var snúið til baka frá Hamborg og Rotterdam. Þá séu flutningar með umskipun í Kanada í hnút. „Nú virðist brugðið á það ráð að uppskipa þessu í einingum, ekki í gámum með það fyrir augum að fara alla leið.“ Jafnmikið magn af hvalkjöti segir Sigursteinn hins vegar viðbúið að valdi uppnámi á mörkuðum í Japan þar sem eftirspurn sé lítil eftir því. „Alla vega ef á að selja þetta á skömmum tíma.“
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira