Konurnar af stað í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2014 08:00 Snæfell vann deildarmeistaratitilinn með miklum yfirburðum en Haukakonur eru nýkrýndir bikarmeistarar og tóku annað sætið með nokkrum yfirburðum. Það kemur því kannski fáum á óvart að næstum því allir spámenn Fréttablaðsins búast við að liðin fari í gegnum undanúrslit úrslitakeppninnar og mætist í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn alveg eins og í bikarúrslitaleiknum á dögunum.Deildarmeistarar Snæfells mæta Val og er fyrsti leikurinn í Stykkishólmi klukkan 15.00 í dag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit. Snæfell tapaði síðasta deildarleik í lok nóvember og er búið að vinna alla fimm leiki sína á móti Val í vetur þar á meðal bikarleik í Vodafonehöllinni. Það er þegar orðið ljóst að sigurvegari þessa einvígis nær sögulegum árangri því hvorugt félagið hefur átt kvennalið í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þau sátu bæði eftir í undanúrslitum í fyrra, þar af Valskonur eftir oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur. Snæfellsliðið er mun líklegra eins og sést vel á því að allir spámenn Fréttablaðsins spá Hólmurum sigri og fjögur af átta búast við „sópi“.Bikarmeistarar Hauka mæta Keflavík og er fyrsti leikurinn í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16.00 í dag. Haukar unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna og slógu Keflavík einnig út úr undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Keflavík vann fyrsta leik liðanna í vetur en Haukakonur hafa unnið síðustu fjóra, þar af tvo þeirra með meira en 25 stiga mun. Haukaliðið vann síðasta leikinn hins vegar á dramatískan hátt og með aðeins einu stigi en sá leikur ætti að lofa góðu fyrir þetta einvígi. Spámenn Fréttablaðsins búast líka flestir við oddaleik í þessu einvígi eða sex af átta.„Óvænt“ úrslit síðustu ár Undanfarin þrjú ár hafa hins vegar orðið „óvænt“ úrslit í undanúrslitum í úrslitakeppni kvenna. Njarðvík sló út deildarmeistara Hamars 2001, Haukar slógu út deildarmeistara Keflavíkur 2012 og KR sló út Snæfell í fyrra í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti. Í þremur af fjórum leikjum í undanúrslitunum síðustu tvö árin hefur líka fyrsti leikurinn unnist á útivelli og það er því löngu sannað að það getur allt gerst í úrslitakeppninni. Öll fjögur liðin í undanúrslitunum hafa unnið titil í vetur. Snæfell er deildarmeistari, Haukar tóku Powerade-bikarinn, Valur vann Lengjubikarinn og Keflavíkurkonur urðu meistarar meistaranna. Aðeins eitt þeirra getur aftur á móti unnið tvöfalt í vetur og í dag hefst nýtt mót. Dominos-deild kvenna Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Snæfell vann deildarmeistaratitilinn með miklum yfirburðum en Haukakonur eru nýkrýndir bikarmeistarar og tóku annað sætið með nokkrum yfirburðum. Það kemur því kannski fáum á óvart að næstum því allir spámenn Fréttablaðsins búast við að liðin fari í gegnum undanúrslit úrslitakeppninnar og mætist í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn alveg eins og í bikarúrslitaleiknum á dögunum.Deildarmeistarar Snæfells mæta Val og er fyrsti leikurinn í Stykkishólmi klukkan 15.00 í dag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit. Snæfell tapaði síðasta deildarleik í lok nóvember og er búið að vinna alla fimm leiki sína á móti Val í vetur þar á meðal bikarleik í Vodafonehöllinni. Það er þegar orðið ljóst að sigurvegari þessa einvígis nær sögulegum árangri því hvorugt félagið hefur átt kvennalið í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þau sátu bæði eftir í undanúrslitum í fyrra, þar af Valskonur eftir oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur. Snæfellsliðið er mun líklegra eins og sést vel á því að allir spámenn Fréttablaðsins spá Hólmurum sigri og fjögur af átta búast við „sópi“.Bikarmeistarar Hauka mæta Keflavík og er fyrsti leikurinn í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16.00 í dag. Haukar unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna og slógu Keflavík einnig út úr undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Keflavík vann fyrsta leik liðanna í vetur en Haukakonur hafa unnið síðustu fjóra, þar af tvo þeirra með meira en 25 stiga mun. Haukaliðið vann síðasta leikinn hins vegar á dramatískan hátt og með aðeins einu stigi en sá leikur ætti að lofa góðu fyrir þetta einvígi. Spámenn Fréttablaðsins búast líka flestir við oddaleik í þessu einvígi eða sex af átta.„Óvænt“ úrslit síðustu ár Undanfarin þrjú ár hafa hins vegar orðið „óvænt“ úrslit í undanúrslitum í úrslitakeppni kvenna. Njarðvík sló út deildarmeistara Hamars 2001, Haukar slógu út deildarmeistara Keflavíkur 2012 og KR sló út Snæfell í fyrra í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti. Í þremur af fjórum leikjum í undanúrslitunum síðustu tvö árin hefur líka fyrsti leikurinn unnist á útivelli og það er því löngu sannað að það getur allt gerst í úrslitakeppninni. Öll fjögur liðin í undanúrslitunum hafa unnið titil í vetur. Snæfell er deildarmeistari, Haukar tóku Powerade-bikarinn, Valur vann Lengjubikarinn og Keflavíkurkonur urðu meistarar meistaranna. Aðeins eitt þeirra getur aftur á móti unnið tvöfalt í vetur og í dag hefst nýtt mót.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira