Finnur tók metið af Sigga Ingimundar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2014 07:00 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari deildarmeistara KR. Vísir/Stefán Það er einn leikur eftir hjá nýkrýndum deildarmeisturum KR-inga en þjálfari liðsins, hinn 30 ára gamli Finnur Freyr Stefánsson, er þegar búinn að endurskrifa söguna. Enginn þjálfari hefur gert betur á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. KR-ingar hafa unnið 20 leiki af 21 í Dominos-deild karla á tímabilinu og þeir fengu deildarmeistarabikarinn afhentan eftir 101-78 sigur á Val í gær. Finnur var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar seinni hluta síðasta tímabils og stjórnaði liðinu þá af bekknum. Hann tók síðan við KR-liðinu í haust og hefur liðið verið í sérflokki í deildinni í vetur. Keflvíkingurinn Sigurður Ingimundarson var búinn að eiga metið í sautján ár eða síðan hann tók það af bróður sínum, Val Ingimundarsyni, og Danny Shouse, sem höfðu þá átt það saman í áratug. Njarðvíkurliðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 1981 með Shouse sem spilandi þjálfara en Ingi Gunnarsson var þá liðstjóri. Valur var einnig spilandi þjálfari. Finnur Freyr á þó ekki möguleika á því að jafna titlasöfnun Sigurðar á sínu fyrsta tímabili en Keflavíkurliðið vann fjórfalt veturinn 1996-97. Keflavík vann Grindavík 3-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistarabikarinn, vann KR 77-66 í bikarúrslitaleiknum, vann KR 107-101 í úrslitaleik Fyrirtækjabikarsins og vann einnig deildarmeistaratitilinn með fjögurra stiga mun. Keflavíkurliðið vann alls 37 af 40 leikjum sínum þennan vetur. Þetta er annað árið í röð sem þjálfari kemst inn á þennan lista því Grindvíkingar unnu 81,8 prósent leikja sinna á síðasta tímabili þegar Sverrir Þór Sverrisson stjórnaði karlaliði í fyrsta sinn í efstu deild. Líkt og þeir Sigurður og Finnur Freyr hafði Sverrir Þór áður þjálfað kvennalið í efstu deild og enginn þeirra var því „algjör“ nýliði í þjálfun. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonir ÍR-inga dóu í tapi í tvíframlengdum leik - úrslit kvöldins í körfunni ÍR-ingar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga tap fyrir Keflavík, 126-123, í mögnuðu tvíframlengdum leik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 13. mars 2014 21:30 Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni. 13. mars 2014 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 13. mars 2014 18:45 Mest lesið Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Sjá meira
Það er einn leikur eftir hjá nýkrýndum deildarmeisturum KR-inga en þjálfari liðsins, hinn 30 ára gamli Finnur Freyr Stefánsson, er þegar búinn að endurskrifa söguna. Enginn þjálfari hefur gert betur á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. KR-ingar hafa unnið 20 leiki af 21 í Dominos-deild karla á tímabilinu og þeir fengu deildarmeistarabikarinn afhentan eftir 101-78 sigur á Val í gær. Finnur var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar seinni hluta síðasta tímabils og stjórnaði liðinu þá af bekknum. Hann tók síðan við KR-liðinu í haust og hefur liðið verið í sérflokki í deildinni í vetur. Keflvíkingurinn Sigurður Ingimundarson var búinn að eiga metið í sautján ár eða síðan hann tók það af bróður sínum, Val Ingimundarsyni, og Danny Shouse, sem höfðu þá átt það saman í áratug. Njarðvíkurliðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 1981 með Shouse sem spilandi þjálfara en Ingi Gunnarsson var þá liðstjóri. Valur var einnig spilandi þjálfari. Finnur Freyr á þó ekki möguleika á því að jafna titlasöfnun Sigurðar á sínu fyrsta tímabili en Keflavíkurliðið vann fjórfalt veturinn 1996-97. Keflavík vann Grindavík 3-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistarabikarinn, vann KR 77-66 í bikarúrslitaleiknum, vann KR 107-101 í úrslitaleik Fyrirtækjabikarsins og vann einnig deildarmeistaratitilinn með fjögurra stiga mun. Keflavíkurliðið vann alls 37 af 40 leikjum sínum þennan vetur. Þetta er annað árið í röð sem þjálfari kemst inn á þennan lista því Grindvíkingar unnu 81,8 prósent leikja sinna á síðasta tímabili þegar Sverrir Þór Sverrisson stjórnaði karlaliði í fyrsta sinn í efstu deild. Líkt og þeir Sigurður og Finnur Freyr hafði Sverrir Þór áður þjálfað kvennalið í efstu deild og enginn þeirra var því „algjör“ nýliði í þjálfun.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonir ÍR-inga dóu í tapi í tvíframlengdum leik - úrslit kvöldins í körfunni ÍR-ingar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga tap fyrir Keflavík, 126-123, í mögnuðu tvíframlengdum leik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 13. mars 2014 21:30 Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni. 13. mars 2014 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 13. mars 2014 18:45 Mest lesið Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Sjá meira
Vonir ÍR-inga dóu í tapi í tvíframlengdum leik - úrslit kvöldins í körfunni ÍR-ingar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga tap fyrir Keflavík, 126-123, í mögnuðu tvíframlengdum leik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 13. mars 2014 21:30
Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni. 13. mars 2014 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 13. mars 2014 18:45
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti