Allt annar Pavel í númer fimmtán Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2014 08:30 Pavel Ermolinski hefur spilað vel með KR í vetur og ekki síst eftir að hann endurheimti treyju númer fimmtán í janúar. Vísir/Pjetur Pavel Ermolinski hefur sett nýtt met í úrvalsdeild karla með því að ná sjö þrennum í Dominos-deild karla í vetur en um leið var hann einnig fyrstur til að ná þrennu í þremur leikjum í röð og sá sem nær þrennum með fæstra daga millibili. Hver þrenna kappans tryggir honum ennfremur enn betri stöðu í efsta sæti listans yfir flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla en þær eru núna orðnar fimmtán. Það sem vekur þó mikla athygli er gríðarlegur munur á framlagi Pavels Ermolinskij eftir því hvort hann spilar í sínu uppáhaldsnúmeri, fimmtán, eða treyju númer níu þegar hann gaf Martin Hermannsyni eftir treyju númer fimmtán og fékk hans treyju í staðinn. Báðir vilja þeir Pavel og Martin spila í treyju fimmtán eins og Fréttablaðið fjallaði um fyrr í vetur og komust þeir að samkomulagi um að skipta við hvern tapleik. Tapleikirnir hafa aðeins verið tveir, í bikarnum á móti Njarðvík í nóvember og í deildinni á móti Grindavík í fyrsta leik ársins 2014. Pavel skipti því úr fimmtán í níu í nóvember og svo úr níu í fimmtán í janúar. Þegar tölfræði Pavels í deildinni er skoðuð eftir því í hvaða treyju hann spilar kemur í ljós gríðarlegur munur á framlagi hans og í raun hefur Pavel verið á rosalegri siglingu eftir að hann komst aftur í treyju fimmtán. Pavel hefur verið með þrennu í síðustu þremur leikjum sínum og er með þrennu að meðaltali í undanförnum fimm leikjum (14,6 stig – 11,2 fráköst – 11,2 stoðsendingar). KR hefur að sjálfsögð unnið þá alla enda er Pavel illviðráðanlegur á góðum degi. Það eru aðeins átta leikir síðan hann komst aftur í treyju fimmtán eftir skell á móti Grindavík í DHL-höllinni. Fyrsti leikurinn á móti ÍR var ekki einn af þeim bestu í uppáhaldstreyjunni í vetur en eftir súperleik í sigri á Snæfelli (28 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar) hefur Pavel næstum því alltaf verið á þrennuvaktinni. Pavel var ekki nálægt þrennu í einum af síðustu sjö leikjum en þá gerði hann út um leikinn með því að skora sigurkörfuna á móti Stjörnunni. Pavel er með þriggja þrennu forskot á Haukamanninn Emil Barja og því þegar búinn að tryggja sér „þrennutitilinn“ þegar tvær umferðir eru eftir alveg eins og KR-liðið er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Næst á dagskrá er að fara að grafa upp þrennumetin í úrslitakeppninni þar sem Pavel og KR-liðið er líklegt til afreka.Treyjuáhrifin á Pavel Ermolinskij leyna sér ekki:Þrefaldar tvennur: Í treyju númer fimmtán: 6 í 11 leikjum Í treyju númer níu: 1 í 9 leikjumMismunur: +5Stig í leik Í treyju númer fimmtán: 13,6 Í treyju númer níu: 11,6Mismunur: +2,3Fráköst í leik Í treyju númer fimmtán: 12,3 Í treyju númer níu: 10,3Mismunur: +1,9Stoðsendingar í leik Í treyju númer fimmtán: 8,7 Í treyju númer níu: 6,3Mismunur: +2,4Framlag í leik Í treyju númer fimmtán: 26,2 Í treyju númer níu: 19,9Mismunur: +6,3 ----Þrennumetin hans Pavels Ermolinskij í vetur7 Flestar þrennur á einu tímabili3 Þrennur í flestum leikjum í röð4 Fæstir dagar á milli þrennna15 Flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla Dominos-deild karla Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Pavel Ermolinski hefur sett nýtt met í úrvalsdeild karla með því að ná sjö þrennum í Dominos-deild karla í vetur en um leið var hann einnig fyrstur til að ná þrennu í þremur leikjum í röð og sá sem nær þrennum með fæstra daga millibili. Hver þrenna kappans tryggir honum ennfremur enn betri stöðu í efsta sæti listans yfir flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla en þær eru núna orðnar fimmtán. Það sem vekur þó mikla athygli er gríðarlegur munur á framlagi Pavels Ermolinskij eftir því hvort hann spilar í sínu uppáhaldsnúmeri, fimmtán, eða treyju númer níu þegar hann gaf Martin Hermannsyni eftir treyju númer fimmtán og fékk hans treyju í staðinn. Báðir vilja þeir Pavel og Martin spila í treyju fimmtán eins og Fréttablaðið fjallaði um fyrr í vetur og komust þeir að samkomulagi um að skipta við hvern tapleik. Tapleikirnir hafa aðeins verið tveir, í bikarnum á móti Njarðvík í nóvember og í deildinni á móti Grindavík í fyrsta leik ársins 2014. Pavel skipti því úr fimmtán í níu í nóvember og svo úr níu í fimmtán í janúar. Þegar tölfræði Pavels í deildinni er skoðuð eftir því í hvaða treyju hann spilar kemur í ljós gríðarlegur munur á framlagi hans og í raun hefur Pavel verið á rosalegri siglingu eftir að hann komst aftur í treyju fimmtán. Pavel hefur verið með þrennu í síðustu þremur leikjum sínum og er með þrennu að meðaltali í undanförnum fimm leikjum (14,6 stig – 11,2 fráköst – 11,2 stoðsendingar). KR hefur að sjálfsögð unnið þá alla enda er Pavel illviðráðanlegur á góðum degi. Það eru aðeins átta leikir síðan hann komst aftur í treyju fimmtán eftir skell á móti Grindavík í DHL-höllinni. Fyrsti leikurinn á móti ÍR var ekki einn af þeim bestu í uppáhaldstreyjunni í vetur en eftir súperleik í sigri á Snæfelli (28 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar) hefur Pavel næstum því alltaf verið á þrennuvaktinni. Pavel var ekki nálægt þrennu í einum af síðustu sjö leikjum en þá gerði hann út um leikinn með því að skora sigurkörfuna á móti Stjörnunni. Pavel er með þriggja þrennu forskot á Haukamanninn Emil Barja og því þegar búinn að tryggja sér „þrennutitilinn“ þegar tvær umferðir eru eftir alveg eins og KR-liðið er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Næst á dagskrá er að fara að grafa upp þrennumetin í úrslitakeppninni þar sem Pavel og KR-liðið er líklegt til afreka.Treyjuáhrifin á Pavel Ermolinskij leyna sér ekki:Þrefaldar tvennur: Í treyju númer fimmtán: 6 í 11 leikjum Í treyju númer níu: 1 í 9 leikjumMismunur: +5Stig í leik Í treyju númer fimmtán: 13,6 Í treyju númer níu: 11,6Mismunur: +2,3Fráköst í leik Í treyju númer fimmtán: 12,3 Í treyju númer níu: 10,3Mismunur: +1,9Stoðsendingar í leik Í treyju númer fimmtán: 8,7 Í treyju númer níu: 6,3Mismunur: +2,4Framlag í leik Í treyju númer fimmtán: 26,2 Í treyju númer níu: 19,9Mismunur: +6,3 ----Þrennumetin hans Pavels Ermolinskij í vetur7 Flestar þrennur á einu tímabili3 Þrennur í flestum leikjum í röð4 Fæstir dagar á milli þrennna15 Flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla
Dominos-deild karla Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira