Mikill óhemjugangur á Alþingi Freyr Bjarnason skrifar 28. febrúar 2014 07:00 Salóme fylgist með Alþingi á hverjum degi. Sveitungi hennar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, var í pontu þegar ljósmyndara bar að garði. Fréttablaðið/GVA Salóme Þorkelsdóttir, sem starfaði sem forseti Alþingis á árunum 1991 til 1995, fylgist grannt með Alþingi í sjónvarpinu á degi hverjum. Henni blöskrar orðfar þingmanna undanfarna daga. „Mér finnst þetta sorglegt og dapurlegt. Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu,“ segir Salóme, aðspurð. „Þó að oft hafi verið tekist á man ég ekki eftir því eins og það hefur verið undanfarna daga. Þetta er svo mikill óhemjugangur. Sumir þingmenn hafa ekki stjórn á skapi sínu og sleppa ýmsu frá sér sem þeir myndu ekki gera annars. Það skiptir máli að vera málefnalegur og menn verða að virða skoðanir hvers annars.“ Á meðal þess sem hefur verið sagt í hita leiksins er „helvítis dóni“, „hroðbjóður“ og „þvílíkur ómerkingur“. Spurð hvort orðfarinu hafi hrakað síðan hún sat í forsetastólnum segir Salóme að það hafi því miður breyst til hins verra, sem sé leitt því Alþingi sé virðingarmesta stofnun þjóðarinnar. Það særir hana einnig að hlusta á umræðuna um fundarstjórn forseta. „Mér finnst núverandi forseti standa sig með miklum ágætum.“ Salóme, sem verður 87 ára í sumar, segist sakna gamla, góða vinnustaðarins. „Þótt margir haldi það ekki þá eru þingmenn góðir vinir þegar þeir eru ekki í ræðustól að karpa, jafnvel þvert á alla þingflokka. Það er gott fólk í öllum flokkum en menn þurfa svolítið að gæta sín.“ Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Salóme Þorkelsdóttir, sem starfaði sem forseti Alþingis á árunum 1991 til 1995, fylgist grannt með Alþingi í sjónvarpinu á degi hverjum. Henni blöskrar orðfar þingmanna undanfarna daga. „Mér finnst þetta sorglegt og dapurlegt. Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu,“ segir Salóme, aðspurð. „Þó að oft hafi verið tekist á man ég ekki eftir því eins og það hefur verið undanfarna daga. Þetta er svo mikill óhemjugangur. Sumir þingmenn hafa ekki stjórn á skapi sínu og sleppa ýmsu frá sér sem þeir myndu ekki gera annars. Það skiptir máli að vera málefnalegur og menn verða að virða skoðanir hvers annars.“ Á meðal þess sem hefur verið sagt í hita leiksins er „helvítis dóni“, „hroðbjóður“ og „þvílíkur ómerkingur“. Spurð hvort orðfarinu hafi hrakað síðan hún sat í forsetastólnum segir Salóme að það hafi því miður breyst til hins verra, sem sé leitt því Alþingi sé virðingarmesta stofnun þjóðarinnar. Það særir hana einnig að hlusta á umræðuna um fundarstjórn forseta. „Mér finnst núverandi forseti standa sig með miklum ágætum.“ Salóme, sem verður 87 ára í sumar, segist sakna gamla, góða vinnustaðarins. „Þótt margir haldi það ekki þá eru þingmenn góðir vinir þegar þeir eru ekki í ræðustól að karpa, jafnvel þvert á alla þingflokka. Það er gott fólk í öllum flokkum en menn þurfa svolítið að gæta sín.“
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira