Sækjum fram í sameiningu Margrét Kristmannsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Íslenskur landbúnaður framleiðir mikið af gæðavöru sem á fullt erindi á aðra markaði. Nægir þar að nefna skyrið og lambakjötið – afurðir sem eru þekktar fyrir hollustu og gæði. Bændur í öðrum löndum, ekki síst í ýmsum löndum Evrópu, framleiða ekki síður gæðavörur sem eftirsóttar eru annars staðar en á þeirra heimamarkaði. Vörur sem bændur í öðrum löndum geta oft ekki framleitt. Nú hafa um hríð staðið yfir tvíhliða viðræður við Evrópusambandið um aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað. Erfitt er að átta sig á því hvar þær viðræður standa, en íslensk stjórnvöld vonast til að þeim ljúki á næstu mánuðum. Eins og aðrar sambærilegar viðræður ganga þær út á gagnkvæm viðskipti, þ.e. að í staðinn fyrir aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað verði opnað fyrir aukinn aðgang evrópskra landbúnaðarvara til Íslands. Flestir hljóta að sjá sanngirnina í því.Allir vinna Ekki verður betur séð en að hér sé um að ræða mál sem íslenskur landbúnaður og íslensk verslun eigi að beita sér fyrir í sameiningu og með miklum þunga. Greinilegt er að neytendur eru víða sólgnir í íslenska skyrið og það ætti því að vera sameiginlegt kappsmál að gefa sem flestum neytendum í Evrópu kost á að njóta þess. Á sama hátt er augljóst að íslenskir neytendur eru sólgnir í ýmiskonar erlendar landbúnaðarafurðir, sem ekki er möguleiki á að framleiða hér á landi. Hér er því eftirspurn á báða bóga sem á að bregðast við. Þeir sem hræðast breytingar hafa iðulega teflt íslenskum landbúnaði og íslenskri verslun fram sem andstæðingum, sem er af og frá. Því þó verslunin vilji, eins og fleiri, sjá breytingar á núverandi landbúnaðarkerfi vill hún hag hefðbundins landbúnaðar sem mestan. Sameiginlegt hagsmunamál okkar er að auka tollkvóta í báðar áttir og hér á landbúnaðurinn og verslunin að sækja fram í sameiningu og þrýsta á stjórnvöld. Ef rétt er á málum haldið er langlíklegast að niðurstaðan verði hagfelld fyrir landbúnaðinn, verslunina en ekki síst íslenska neytendur. Svo maður sletti – en þó ekki skyrinu, „win- win“ fyrir alla aðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Íslenskur landbúnaður framleiðir mikið af gæðavöru sem á fullt erindi á aðra markaði. Nægir þar að nefna skyrið og lambakjötið – afurðir sem eru þekktar fyrir hollustu og gæði. Bændur í öðrum löndum, ekki síst í ýmsum löndum Evrópu, framleiða ekki síður gæðavörur sem eftirsóttar eru annars staðar en á þeirra heimamarkaði. Vörur sem bændur í öðrum löndum geta oft ekki framleitt. Nú hafa um hríð staðið yfir tvíhliða viðræður við Evrópusambandið um aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað. Erfitt er að átta sig á því hvar þær viðræður standa, en íslensk stjórnvöld vonast til að þeim ljúki á næstu mánuðum. Eins og aðrar sambærilegar viðræður ganga þær út á gagnkvæm viðskipti, þ.e. að í staðinn fyrir aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað verði opnað fyrir aukinn aðgang evrópskra landbúnaðarvara til Íslands. Flestir hljóta að sjá sanngirnina í því.Allir vinna Ekki verður betur séð en að hér sé um að ræða mál sem íslenskur landbúnaður og íslensk verslun eigi að beita sér fyrir í sameiningu og með miklum þunga. Greinilegt er að neytendur eru víða sólgnir í íslenska skyrið og það ætti því að vera sameiginlegt kappsmál að gefa sem flestum neytendum í Evrópu kost á að njóta þess. Á sama hátt er augljóst að íslenskir neytendur eru sólgnir í ýmiskonar erlendar landbúnaðarafurðir, sem ekki er möguleiki á að framleiða hér á landi. Hér er því eftirspurn á báða bóga sem á að bregðast við. Þeir sem hræðast breytingar hafa iðulega teflt íslenskum landbúnaði og íslenskri verslun fram sem andstæðingum, sem er af og frá. Því þó verslunin vilji, eins og fleiri, sjá breytingar á núverandi landbúnaðarkerfi vill hún hag hefðbundins landbúnaðar sem mestan. Sameiginlegt hagsmunamál okkar er að auka tollkvóta í báðar áttir og hér á landbúnaðurinn og verslunin að sækja fram í sameiningu og þrýsta á stjórnvöld. Ef rétt er á málum haldið er langlíklegast að niðurstaðan verði hagfelld fyrir landbúnaðinn, verslunina en ekki síst íslenska neytendur. Svo maður sletti – en þó ekki skyrinu, „win- win“ fyrir alla aðila.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar