Sækjum fram í sameiningu Margrét Kristmannsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Íslenskur landbúnaður framleiðir mikið af gæðavöru sem á fullt erindi á aðra markaði. Nægir þar að nefna skyrið og lambakjötið – afurðir sem eru þekktar fyrir hollustu og gæði. Bændur í öðrum löndum, ekki síst í ýmsum löndum Evrópu, framleiða ekki síður gæðavörur sem eftirsóttar eru annars staðar en á þeirra heimamarkaði. Vörur sem bændur í öðrum löndum geta oft ekki framleitt. Nú hafa um hríð staðið yfir tvíhliða viðræður við Evrópusambandið um aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað. Erfitt er að átta sig á því hvar þær viðræður standa, en íslensk stjórnvöld vonast til að þeim ljúki á næstu mánuðum. Eins og aðrar sambærilegar viðræður ganga þær út á gagnkvæm viðskipti, þ.e. að í staðinn fyrir aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað verði opnað fyrir aukinn aðgang evrópskra landbúnaðarvara til Íslands. Flestir hljóta að sjá sanngirnina í því.Allir vinna Ekki verður betur séð en að hér sé um að ræða mál sem íslenskur landbúnaður og íslensk verslun eigi að beita sér fyrir í sameiningu og með miklum þunga. Greinilegt er að neytendur eru víða sólgnir í íslenska skyrið og það ætti því að vera sameiginlegt kappsmál að gefa sem flestum neytendum í Evrópu kost á að njóta þess. Á sama hátt er augljóst að íslenskir neytendur eru sólgnir í ýmiskonar erlendar landbúnaðarafurðir, sem ekki er möguleiki á að framleiða hér á landi. Hér er því eftirspurn á báða bóga sem á að bregðast við. Þeir sem hræðast breytingar hafa iðulega teflt íslenskum landbúnaði og íslenskri verslun fram sem andstæðingum, sem er af og frá. Því þó verslunin vilji, eins og fleiri, sjá breytingar á núverandi landbúnaðarkerfi vill hún hag hefðbundins landbúnaðar sem mestan. Sameiginlegt hagsmunamál okkar er að auka tollkvóta í báðar áttir og hér á landbúnaðurinn og verslunin að sækja fram í sameiningu og þrýsta á stjórnvöld. Ef rétt er á málum haldið er langlíklegast að niðurstaðan verði hagfelld fyrir landbúnaðinn, verslunina en ekki síst íslenska neytendur. Svo maður sletti – en þó ekki skyrinu, „win- win“ fyrir alla aðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur landbúnaður framleiðir mikið af gæðavöru sem á fullt erindi á aðra markaði. Nægir þar að nefna skyrið og lambakjötið – afurðir sem eru þekktar fyrir hollustu og gæði. Bændur í öðrum löndum, ekki síst í ýmsum löndum Evrópu, framleiða ekki síður gæðavörur sem eftirsóttar eru annars staðar en á þeirra heimamarkaði. Vörur sem bændur í öðrum löndum geta oft ekki framleitt. Nú hafa um hríð staðið yfir tvíhliða viðræður við Evrópusambandið um aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað. Erfitt er að átta sig á því hvar þær viðræður standa, en íslensk stjórnvöld vonast til að þeim ljúki á næstu mánuðum. Eins og aðrar sambærilegar viðræður ganga þær út á gagnkvæm viðskipti, þ.e. að í staðinn fyrir aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað verði opnað fyrir aukinn aðgang evrópskra landbúnaðarvara til Íslands. Flestir hljóta að sjá sanngirnina í því.Allir vinna Ekki verður betur séð en að hér sé um að ræða mál sem íslenskur landbúnaður og íslensk verslun eigi að beita sér fyrir í sameiningu og með miklum þunga. Greinilegt er að neytendur eru víða sólgnir í íslenska skyrið og það ætti því að vera sameiginlegt kappsmál að gefa sem flestum neytendum í Evrópu kost á að njóta þess. Á sama hátt er augljóst að íslenskir neytendur eru sólgnir í ýmiskonar erlendar landbúnaðarafurðir, sem ekki er möguleiki á að framleiða hér á landi. Hér er því eftirspurn á báða bóga sem á að bregðast við. Þeir sem hræðast breytingar hafa iðulega teflt íslenskum landbúnaði og íslenskri verslun fram sem andstæðingum, sem er af og frá. Því þó verslunin vilji, eins og fleiri, sjá breytingar á núverandi landbúnaðarkerfi vill hún hag hefðbundins landbúnaðar sem mestan. Sameiginlegt hagsmunamál okkar er að auka tollkvóta í báðar áttir og hér á landbúnaðurinn og verslunin að sækja fram í sameiningu og þrýsta á stjórnvöld. Ef rétt er á málum haldið er langlíklegast að niðurstaðan verði hagfelld fyrir landbúnaðinn, verslunina en ekki síst íslenska neytendur. Svo maður sletti – en þó ekki skyrinu, „win- win“ fyrir alla aðila.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar