Þakklátur fyrir að menn hugsi til mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 07:00 Friðrik Ingi er hér að stýra landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum. Hann er orðaður við landsliðið aftur í dag. fréttablaðið/heiða „Það er alveg góður möguleiki á því að ég byrji að þjálfa aftur einn góðan veðurdag,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson í samtali við Fréttablaðið en hann þurfti að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands um síðustu mánaðamót vegna hagræðingar í rekstri sambandsins. Friðrik Ingi er margverðlaunaður þjálfari en hann tók við uppeldisfélagi sínu Njarðvík rétt skriðinn yfir tvítugt og gerði það að Íslandsmeisturum. Hann skilaði svo bikarmeistaratitli í hús sem þjálfari Grindavíkur árið 2006 áður en hann lét af störfum um sumarið og réð sig til KKÍ.Ekki dregist aftur úr „Þjálfun hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Það er alltaf stutt í það að maður hugsi eins og þjálfari þegar maður fylgist með einhverjum leik. Maður er alltaf að spá í ýmsa hluti sem aðrir kannski horfa ekki til,“ segir Friðrik Ingi sem segist ekki standa kollegum sínum að baki í dag þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað í átta ár. „Ég hef auðvitað fylgst vel með og sótt námskeið bæði á netinu og ferðalögum um heiminn. Ég er alltaf eitthvað að spá og skoða og á einnig gott net af fræðimönnum úti um allan heim. Ég er mjög lánsamur hvað það varðar.“ Friðrik Ingi hefur líka starfað náið með landsliðunum á sínum átta árum hjá KKÍ og verið á kafi í hlutunum. „Hluti af starfi mínu hjá KKÍ var að sýsla með landsliðsmálin og svo vann ég líka sem ákveðinn ráðgjafi þjálfaranna og landsliðsnefndar og síðar afreksnefndarinnar. Það eina sem mig vantaði var í raun bara flautan í munninn. En já, ég hef fylgst vel með fræðunum og horft á þúsundir leikja úr hinum ýmsu deildum. Þannig að fara út í þjálfun aftur er eitthvað sem ég er að skoða og hver veit nema maður verði mættur á parketið aftur von bráðar,“ segir hann.Friðrik Ingi fagnar með Grindvíkingum.Ný ævintýri bíða Komnar eru tvær vikur síðan Friðrik Ingi gekk út af skrifstofu sinni hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri í síðasta skipti og saknar hann eðlilega starfsins. Hann reynir þó að líta á björtu hliðarnar og gráta það sem gerst hefur ekki of mikið. „Ég hef það bara ágætt. Maður tekur þann pól í hæðina að reyna að horfa jákvætt á lífið. Það eru margir sem hafa það verra en ég. Það er eins og með svo margt í þessu lífshlaupi, maður getur ekki stýrt öllu. Ég var mjög ánægður hjá sambandinu og fannst einstaklega gaman að eiga samskipti við alla hreyfinguna. Allt frá yngri flokka leikmönnum til þjálfara í efstu deild. En þessi kafli er bara búinn í bili og ég staldra ekki lengur við það. Nú bíður maður bara eftir næstu ævintýrum,“ segir Friðrik Ingi. Margir sakna Friðriks Inga úr starfinu en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ritaði langan póst á Facebook-síðu sína þar sem hann mærði störf Njarðvíkingsins og þá sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Vísi að hann myndi svo sannarlega sakna Friðriks. Hann væri drifkrafturinn á bak við körfuknattleikssambandið. „Ég væri auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að þessar kveðjur yljuðu mér um hjartarætur. Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð úr ótrúlegustu áttum bæði hérlendis og erlendis. Það er bara gaman að því. Ég er þakklátur fyrir að menn hugsa til mín og það gefur manni einnig aukinn kraft,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
„Það er alveg góður möguleiki á því að ég byrji að þjálfa aftur einn góðan veðurdag,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson í samtali við Fréttablaðið en hann þurfti að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands um síðustu mánaðamót vegna hagræðingar í rekstri sambandsins. Friðrik Ingi er margverðlaunaður þjálfari en hann tók við uppeldisfélagi sínu Njarðvík rétt skriðinn yfir tvítugt og gerði það að Íslandsmeisturum. Hann skilaði svo bikarmeistaratitli í hús sem þjálfari Grindavíkur árið 2006 áður en hann lét af störfum um sumarið og réð sig til KKÍ.Ekki dregist aftur úr „Þjálfun hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Það er alltaf stutt í það að maður hugsi eins og þjálfari þegar maður fylgist með einhverjum leik. Maður er alltaf að spá í ýmsa hluti sem aðrir kannski horfa ekki til,“ segir Friðrik Ingi sem segist ekki standa kollegum sínum að baki í dag þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað í átta ár. „Ég hef auðvitað fylgst vel með og sótt námskeið bæði á netinu og ferðalögum um heiminn. Ég er alltaf eitthvað að spá og skoða og á einnig gott net af fræðimönnum úti um allan heim. Ég er mjög lánsamur hvað það varðar.“ Friðrik Ingi hefur líka starfað náið með landsliðunum á sínum átta árum hjá KKÍ og verið á kafi í hlutunum. „Hluti af starfi mínu hjá KKÍ var að sýsla með landsliðsmálin og svo vann ég líka sem ákveðinn ráðgjafi þjálfaranna og landsliðsnefndar og síðar afreksnefndarinnar. Það eina sem mig vantaði var í raun bara flautan í munninn. En já, ég hef fylgst vel með fræðunum og horft á þúsundir leikja úr hinum ýmsu deildum. Þannig að fara út í þjálfun aftur er eitthvað sem ég er að skoða og hver veit nema maður verði mættur á parketið aftur von bráðar,“ segir hann.Friðrik Ingi fagnar með Grindvíkingum.Ný ævintýri bíða Komnar eru tvær vikur síðan Friðrik Ingi gekk út af skrifstofu sinni hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri í síðasta skipti og saknar hann eðlilega starfsins. Hann reynir þó að líta á björtu hliðarnar og gráta það sem gerst hefur ekki of mikið. „Ég hef það bara ágætt. Maður tekur þann pól í hæðina að reyna að horfa jákvætt á lífið. Það eru margir sem hafa það verra en ég. Það er eins og með svo margt í þessu lífshlaupi, maður getur ekki stýrt öllu. Ég var mjög ánægður hjá sambandinu og fannst einstaklega gaman að eiga samskipti við alla hreyfinguna. Allt frá yngri flokka leikmönnum til þjálfara í efstu deild. En þessi kafli er bara búinn í bili og ég staldra ekki lengur við það. Nú bíður maður bara eftir næstu ævintýrum,“ segir Friðrik Ingi. Margir sakna Friðriks Inga úr starfinu en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ritaði langan póst á Facebook-síðu sína þar sem hann mærði störf Njarðvíkingsins og þá sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Vísi að hann myndi svo sannarlega sakna Friðriks. Hann væri drifkrafturinn á bak við körfuknattleikssambandið. „Ég væri auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að þessar kveðjur yljuðu mér um hjartarætur. Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð úr ótrúlegustu áttum bæði hérlendis og erlendis. Það er bara gaman að því. Ég er þakklátur fyrir að menn hugsa til mín og það gefur manni einnig aukinn kraft,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira