Þakklátur fyrir að menn hugsi til mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 07:00 Friðrik Ingi er hér að stýra landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum. Hann er orðaður við landsliðið aftur í dag. fréttablaðið/heiða „Það er alveg góður möguleiki á því að ég byrji að þjálfa aftur einn góðan veðurdag,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson í samtali við Fréttablaðið en hann þurfti að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands um síðustu mánaðamót vegna hagræðingar í rekstri sambandsins. Friðrik Ingi er margverðlaunaður þjálfari en hann tók við uppeldisfélagi sínu Njarðvík rétt skriðinn yfir tvítugt og gerði það að Íslandsmeisturum. Hann skilaði svo bikarmeistaratitli í hús sem þjálfari Grindavíkur árið 2006 áður en hann lét af störfum um sumarið og réð sig til KKÍ.Ekki dregist aftur úr „Þjálfun hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Það er alltaf stutt í það að maður hugsi eins og þjálfari þegar maður fylgist með einhverjum leik. Maður er alltaf að spá í ýmsa hluti sem aðrir kannski horfa ekki til,“ segir Friðrik Ingi sem segist ekki standa kollegum sínum að baki í dag þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað í átta ár. „Ég hef auðvitað fylgst vel með og sótt námskeið bæði á netinu og ferðalögum um heiminn. Ég er alltaf eitthvað að spá og skoða og á einnig gott net af fræðimönnum úti um allan heim. Ég er mjög lánsamur hvað það varðar.“ Friðrik Ingi hefur líka starfað náið með landsliðunum á sínum átta árum hjá KKÍ og verið á kafi í hlutunum. „Hluti af starfi mínu hjá KKÍ var að sýsla með landsliðsmálin og svo vann ég líka sem ákveðinn ráðgjafi þjálfaranna og landsliðsnefndar og síðar afreksnefndarinnar. Það eina sem mig vantaði var í raun bara flautan í munninn. En já, ég hef fylgst vel með fræðunum og horft á þúsundir leikja úr hinum ýmsu deildum. Þannig að fara út í þjálfun aftur er eitthvað sem ég er að skoða og hver veit nema maður verði mættur á parketið aftur von bráðar,“ segir hann.Friðrik Ingi fagnar með Grindvíkingum.Ný ævintýri bíða Komnar eru tvær vikur síðan Friðrik Ingi gekk út af skrifstofu sinni hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri í síðasta skipti og saknar hann eðlilega starfsins. Hann reynir þó að líta á björtu hliðarnar og gráta það sem gerst hefur ekki of mikið. „Ég hef það bara ágætt. Maður tekur þann pól í hæðina að reyna að horfa jákvætt á lífið. Það eru margir sem hafa það verra en ég. Það er eins og með svo margt í þessu lífshlaupi, maður getur ekki stýrt öllu. Ég var mjög ánægður hjá sambandinu og fannst einstaklega gaman að eiga samskipti við alla hreyfinguna. Allt frá yngri flokka leikmönnum til þjálfara í efstu deild. En þessi kafli er bara búinn í bili og ég staldra ekki lengur við það. Nú bíður maður bara eftir næstu ævintýrum,“ segir Friðrik Ingi. Margir sakna Friðriks Inga úr starfinu en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ritaði langan póst á Facebook-síðu sína þar sem hann mærði störf Njarðvíkingsins og þá sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Vísi að hann myndi svo sannarlega sakna Friðriks. Hann væri drifkrafturinn á bak við körfuknattleikssambandið. „Ég væri auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að þessar kveðjur yljuðu mér um hjartarætur. Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð úr ótrúlegustu áttum bæði hérlendis og erlendis. Það er bara gaman að því. Ég er þakklátur fyrir að menn hugsa til mín og það gefur manni einnig aukinn kraft,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
„Það er alveg góður möguleiki á því að ég byrji að þjálfa aftur einn góðan veðurdag,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson í samtali við Fréttablaðið en hann þurfti að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands um síðustu mánaðamót vegna hagræðingar í rekstri sambandsins. Friðrik Ingi er margverðlaunaður þjálfari en hann tók við uppeldisfélagi sínu Njarðvík rétt skriðinn yfir tvítugt og gerði það að Íslandsmeisturum. Hann skilaði svo bikarmeistaratitli í hús sem þjálfari Grindavíkur árið 2006 áður en hann lét af störfum um sumarið og réð sig til KKÍ.Ekki dregist aftur úr „Þjálfun hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Það er alltaf stutt í það að maður hugsi eins og þjálfari þegar maður fylgist með einhverjum leik. Maður er alltaf að spá í ýmsa hluti sem aðrir kannski horfa ekki til,“ segir Friðrik Ingi sem segist ekki standa kollegum sínum að baki í dag þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað í átta ár. „Ég hef auðvitað fylgst vel með og sótt námskeið bæði á netinu og ferðalögum um heiminn. Ég er alltaf eitthvað að spá og skoða og á einnig gott net af fræðimönnum úti um allan heim. Ég er mjög lánsamur hvað það varðar.“ Friðrik Ingi hefur líka starfað náið með landsliðunum á sínum átta árum hjá KKÍ og verið á kafi í hlutunum. „Hluti af starfi mínu hjá KKÍ var að sýsla með landsliðsmálin og svo vann ég líka sem ákveðinn ráðgjafi þjálfaranna og landsliðsnefndar og síðar afreksnefndarinnar. Það eina sem mig vantaði var í raun bara flautan í munninn. En já, ég hef fylgst vel með fræðunum og horft á þúsundir leikja úr hinum ýmsu deildum. Þannig að fara út í þjálfun aftur er eitthvað sem ég er að skoða og hver veit nema maður verði mættur á parketið aftur von bráðar,“ segir hann.Friðrik Ingi fagnar með Grindvíkingum.Ný ævintýri bíða Komnar eru tvær vikur síðan Friðrik Ingi gekk út af skrifstofu sinni hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri í síðasta skipti og saknar hann eðlilega starfsins. Hann reynir þó að líta á björtu hliðarnar og gráta það sem gerst hefur ekki of mikið. „Ég hef það bara ágætt. Maður tekur þann pól í hæðina að reyna að horfa jákvætt á lífið. Það eru margir sem hafa það verra en ég. Það er eins og með svo margt í þessu lífshlaupi, maður getur ekki stýrt öllu. Ég var mjög ánægður hjá sambandinu og fannst einstaklega gaman að eiga samskipti við alla hreyfinguna. Allt frá yngri flokka leikmönnum til þjálfara í efstu deild. En þessi kafli er bara búinn í bili og ég staldra ekki lengur við það. Nú bíður maður bara eftir næstu ævintýrum,“ segir Friðrik Ingi. Margir sakna Friðriks Inga úr starfinu en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ritaði langan póst á Facebook-síðu sína þar sem hann mærði störf Njarðvíkingsins og þá sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Vísi að hann myndi svo sannarlega sakna Friðriks. Hann væri drifkrafturinn á bak við körfuknattleikssambandið. „Ég væri auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að þessar kveðjur yljuðu mér um hjartarætur. Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð úr ótrúlegustu áttum bæði hérlendis og erlendis. Það er bara gaman að því. Ég er þakklátur fyrir að menn hugsa til mín og það gefur manni einnig aukinn kraft,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira