Samkeppni í millilandaflugi Hörður Felix Harðarson skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Málefni flugfélagsins WOW air hafa verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Þá umfjöllun er að rekja til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins frá 1. nóvember á síðastliðnu ári þar sem komist var að þeirri niðurstöðu, að lokinni ítarlegri rannsókn, að fyrirkomulag við úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli hefði skaðleg áhrif á samkeppni. Af þeim sökum var tilteknum fyrirmælum beint til Isavia ohf. sem var ætlað að tryggja WOW air afgreiðslutíma sem gerðu flugfélaginu kleift að hefja flug til og frá Norður-Ameríku nú í vor. Isavia ohf. kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og það sama gerði Icelandair. Áfrýjunarnefndin hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn í málinu en hins vegar féllst nefndin á kröfur kærenda um að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar tilkynnti WOW air að félagið væri hætt við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku þar sem félagið hefði ekki fengið nauðsynlega brottfarartíma. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er rakið að flugfélagið Icelandair sé nú með um 85-90% allra þeirra afgreiðslutíma að morgni og síðdegis sem hvað mesta þýðingu hafi við uppbyggingu leiðakerfis í flugi til og frá Íslandi. Rannsókn eftirlitsins hafi auk þess leitt í ljós að Icelandair gangi fyrir við úthlutun nýrra afgreiðslutíma og því séu möguleikar WOW air á að fá úthlutað fullnægjandi afgreiðslutímum „vart fyrir hendi“. Þá má geta þess að Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til Isavia ohf. á árinu 2008 að taka umrætt fyrirkomulag við úthlutun afgreiðslutíma „þegar í stað“ til endurskoðunar, án þess að séð verði að við því hafi verið brugðist með nokkrum hætti.Viðbrögð ríkisfyrirtækisins Það vekur athygli hver viðbrögð ríkisfyrirtækisins Isavia ohf. hafa verið í umræddu máli. Hefur fyrirtækið andmælt afstöðu Samkeppniseftirlitsins, auk þess sem því hefur verið haldið fram að íslensk samkeppnisyfirvöld hafi enga lögsögu í málinu. Um úthlutun afgreiðslutíma fari eftir reglugerð um þetta efni nr. 1050/2008. Um sé að ræða samræmdar evrópskar reglur og óháður aðili, svokallaður samræmingarstjóri, annist úthlutun afgreiðslutíma eftir þeim reglum. Samræmingarstjórinn, Frank Holton, fylgdi þessum sjónarmiðum Isavia ohf. eftir með yfirlýsingum um að Íslendingar væru búnir að framselja allt vald í þessum efnum til hans og því hafi Samkeppniseftirlitið engar heimildir haft til að skipta sér af málinu. Þá mun samræmingarstjórinn hafa lýst því yfir á fundum með Samkeppniseftirlitinu að samkeppnissjónarmið kæmu ekki til skoðunar við úthlutun afgreiðslutíma.Skýr heimild Í samkeppnislögum er að finna skýra heimild Samkeppniseftirlitsins til að grípa til aðgerða gegn athöfnum opinberra aðila „að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni“. Þess finnast dæmi að tiltekin starfsemi sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga en það verður þá eðli málsins samkvæmt einungis gert með lögum. Reglugerð ráðherra um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli gengur ekki framar samkeppnislögum. Þá er ástæða til að geta þess hér að í umræddri reglugerð er raunar sérstaklega tiltekið að efni hennar hafi ekki áhrif á „vald opinberra yfirvalda til að krefjast færslu afgreiðslutíma milli flugrekenda og til að stjórna hvernig þeim er úthlutað í samræmi við innlend samkeppnislög eða 52. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið“. Sú framsetning er í samræmi við evrópskar reglur um sama efni, þ.e. að þar er einnig gert ráð fyrir því að innlend samkeppnisyfirvöld geti á grundvelli samkeppnissjónarmiða hlutast til um úthlutun afgreiðslutíma.Áhyggjuefni Sú staða sem hér er uppi hlýtur að valda nokkrum áhyggjum. Ríkisfyrirtækið Isavia ohf. vísar til þess að vald til úthlutunar á afgreiðslutímum hafi verið framselt til samræmingarstjóra. Isavia ohf. fer með framkvæmdastjórn Keflavíkurflugvallar og er sá aðili sem heldur utan um starfsemi samræmingarstjóra og samræmingarnefndar. Starfsemi samræmingarstjórans er samkvæmt því sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins reist á samningi hans við Keflavíkurflugvöll frá árinu 2007. Verður því ekki annað séð en að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins hafi verið réttilega beint til Isavia ohf. Viðbrögð Isavia ohf. og samræmingarstjórans við fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins hljóta að vera áhyggjuefni enda afar mikilvægt að samkeppni í flugi til og frá landinu sé virk og að stuðlað sé að innkomu nýrra aðila á þann markað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni flugfélagsins WOW air hafa verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Þá umfjöllun er að rekja til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins frá 1. nóvember á síðastliðnu ári þar sem komist var að þeirri niðurstöðu, að lokinni ítarlegri rannsókn, að fyrirkomulag við úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli hefði skaðleg áhrif á samkeppni. Af þeim sökum var tilteknum fyrirmælum beint til Isavia ohf. sem var ætlað að tryggja WOW air afgreiðslutíma sem gerðu flugfélaginu kleift að hefja flug til og frá Norður-Ameríku nú í vor. Isavia ohf. kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og það sama gerði Icelandair. Áfrýjunarnefndin hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn í málinu en hins vegar féllst nefndin á kröfur kærenda um að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar tilkynnti WOW air að félagið væri hætt við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku þar sem félagið hefði ekki fengið nauðsynlega brottfarartíma. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er rakið að flugfélagið Icelandair sé nú með um 85-90% allra þeirra afgreiðslutíma að morgni og síðdegis sem hvað mesta þýðingu hafi við uppbyggingu leiðakerfis í flugi til og frá Íslandi. Rannsókn eftirlitsins hafi auk þess leitt í ljós að Icelandair gangi fyrir við úthlutun nýrra afgreiðslutíma og því séu möguleikar WOW air á að fá úthlutað fullnægjandi afgreiðslutímum „vart fyrir hendi“. Þá má geta þess að Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til Isavia ohf. á árinu 2008 að taka umrætt fyrirkomulag við úthlutun afgreiðslutíma „þegar í stað“ til endurskoðunar, án þess að séð verði að við því hafi verið brugðist með nokkrum hætti.Viðbrögð ríkisfyrirtækisins Það vekur athygli hver viðbrögð ríkisfyrirtækisins Isavia ohf. hafa verið í umræddu máli. Hefur fyrirtækið andmælt afstöðu Samkeppniseftirlitsins, auk þess sem því hefur verið haldið fram að íslensk samkeppnisyfirvöld hafi enga lögsögu í málinu. Um úthlutun afgreiðslutíma fari eftir reglugerð um þetta efni nr. 1050/2008. Um sé að ræða samræmdar evrópskar reglur og óháður aðili, svokallaður samræmingarstjóri, annist úthlutun afgreiðslutíma eftir þeim reglum. Samræmingarstjórinn, Frank Holton, fylgdi þessum sjónarmiðum Isavia ohf. eftir með yfirlýsingum um að Íslendingar væru búnir að framselja allt vald í þessum efnum til hans og því hafi Samkeppniseftirlitið engar heimildir haft til að skipta sér af málinu. Þá mun samræmingarstjórinn hafa lýst því yfir á fundum með Samkeppniseftirlitinu að samkeppnissjónarmið kæmu ekki til skoðunar við úthlutun afgreiðslutíma.Skýr heimild Í samkeppnislögum er að finna skýra heimild Samkeppniseftirlitsins til að grípa til aðgerða gegn athöfnum opinberra aðila „að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni“. Þess finnast dæmi að tiltekin starfsemi sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga en það verður þá eðli málsins samkvæmt einungis gert með lögum. Reglugerð ráðherra um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli gengur ekki framar samkeppnislögum. Þá er ástæða til að geta þess hér að í umræddri reglugerð er raunar sérstaklega tiltekið að efni hennar hafi ekki áhrif á „vald opinberra yfirvalda til að krefjast færslu afgreiðslutíma milli flugrekenda og til að stjórna hvernig þeim er úthlutað í samræmi við innlend samkeppnislög eða 52. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið“. Sú framsetning er í samræmi við evrópskar reglur um sama efni, þ.e. að þar er einnig gert ráð fyrir því að innlend samkeppnisyfirvöld geti á grundvelli samkeppnissjónarmiða hlutast til um úthlutun afgreiðslutíma.Áhyggjuefni Sú staða sem hér er uppi hlýtur að valda nokkrum áhyggjum. Ríkisfyrirtækið Isavia ohf. vísar til þess að vald til úthlutunar á afgreiðslutímum hafi verið framselt til samræmingarstjóra. Isavia ohf. fer með framkvæmdastjórn Keflavíkurflugvallar og er sá aðili sem heldur utan um starfsemi samræmingarstjóra og samræmingarnefndar. Starfsemi samræmingarstjórans er samkvæmt því sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins reist á samningi hans við Keflavíkurflugvöll frá árinu 2007. Verður því ekki annað séð en að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins hafi verið réttilega beint til Isavia ohf. Viðbrögð Isavia ohf. og samræmingarstjórans við fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins hljóta að vera áhyggjuefni enda afar mikilvægt að samkeppni í flugi til og frá landinu sé virk og að stuðlað sé að innkomu nýrra aðila á þann markað.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun