Tíu ára ferli að skrifa sögu ÁTVR Brjánn Jónasson skrifar 31. janúar 2014 06:15 Ýmsu þarf að gera skil þegar saga ÁTVR er rituð, til dæmis þeim tímamótum þegar sala á bjór var leyfð 1. mars 1989. Fréttablaðið/GVA Átta ár hefur tekið að festa sögu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á blað og kostnaður við verkið verður ekki undir 21 milljón króna. Áætlað er að gefa bókina út í ár samkvæmt upplýsingum frá versluninni. „Það stendur enn til að gefa söguna út,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún segir að búið sé að rita söguna, en myndvinnslu sé ekki lokið. Sigrún segir ekki búið að tímasetja útgáfuna, en ef allt gangi að óskum ætti hún að koma út í ár. Það ráðist að einhverju leyti af umfangi vinnu við ljósmyndir, en þeirri vinnu sé enn ekki lokið. Byrjað var að huga að ritun sögu ÁTVR fyrir tíu árum, þótt kostnaðaráætlun hafi ekki verið gerð fyrr en árið 2006. Í ávarpi forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar fyrir árið 2005 segir að áformað sé að sagan komi út á árinu 2007, þegar ÁTVR varð 85 ára. Það gekk ekki eftir. „Vinna við öflun og vinnslu ljósmynda hefur reynst tímafrek. Eins hefur verkið tafist vegna þess að ákveðið var að bæta við nýjum kafla eftir gildistöku nýrra laga 2011 og nær saga bókarinnar því yfir 90 ára sögu ÁTVR frá 1922 til 2012,“ segir í svari Sigrúnar. Árið 2011 tóku gildi ný lög um verslun með áfengi og tóbak. Þau fólu í sér þá gagngeru stefnubreytingu að leggja þær skyldur á ÁTVR að haga starfseminni í samræmi við áfengisstefnu stjórnvalda hverju sinni, auk áherslu á samfélagslega ábyrgð. Upphafleg kostnaðaráætlun, sem gerð var árið 2006, gerði ráð fyrir að ritun sögu ÁTVR kostaði 14,4 milljónir króna. Sú upphæð rann öll til fjögurra verktaka sem skrifuðu söguna. Fyrrverandi starfsmenn ÁTVR sem aðstoðuðu við ritun sögunnar fengu ekki greitt fyrir þá vinnu, að því er fram kemur í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kostnaður við ritun sögunnar er nú kominn í 16 milljónir og áætlað er að 5,3 til 5,8 milljónir hið minnsta þurfi til að ljúka verkinu. Þótt nú líti út fyrir að kostnaður við verkið verði nærri 22 milljónum er ekki hægt að segja að verkið hafi farið yfir kostnaðaráætlun. Sé tekið tillit til verðlagsþróunar frá árinu 2006 hljóðaði upphafleg áætlun upp á 21,3 milljónir á verðlagi dagsins í dag. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Átta ár hefur tekið að festa sögu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á blað og kostnaður við verkið verður ekki undir 21 milljón króna. Áætlað er að gefa bókina út í ár samkvæmt upplýsingum frá versluninni. „Það stendur enn til að gefa söguna út,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún segir að búið sé að rita söguna, en myndvinnslu sé ekki lokið. Sigrún segir ekki búið að tímasetja útgáfuna, en ef allt gangi að óskum ætti hún að koma út í ár. Það ráðist að einhverju leyti af umfangi vinnu við ljósmyndir, en þeirri vinnu sé enn ekki lokið. Byrjað var að huga að ritun sögu ÁTVR fyrir tíu árum, þótt kostnaðaráætlun hafi ekki verið gerð fyrr en árið 2006. Í ávarpi forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar fyrir árið 2005 segir að áformað sé að sagan komi út á árinu 2007, þegar ÁTVR varð 85 ára. Það gekk ekki eftir. „Vinna við öflun og vinnslu ljósmynda hefur reynst tímafrek. Eins hefur verkið tafist vegna þess að ákveðið var að bæta við nýjum kafla eftir gildistöku nýrra laga 2011 og nær saga bókarinnar því yfir 90 ára sögu ÁTVR frá 1922 til 2012,“ segir í svari Sigrúnar. Árið 2011 tóku gildi ný lög um verslun með áfengi og tóbak. Þau fólu í sér þá gagngeru stefnubreytingu að leggja þær skyldur á ÁTVR að haga starfseminni í samræmi við áfengisstefnu stjórnvalda hverju sinni, auk áherslu á samfélagslega ábyrgð. Upphafleg kostnaðaráætlun, sem gerð var árið 2006, gerði ráð fyrir að ritun sögu ÁTVR kostaði 14,4 milljónir króna. Sú upphæð rann öll til fjögurra verktaka sem skrifuðu söguna. Fyrrverandi starfsmenn ÁTVR sem aðstoðuðu við ritun sögunnar fengu ekki greitt fyrir þá vinnu, að því er fram kemur í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kostnaður við ritun sögunnar er nú kominn í 16 milljónir og áætlað er að 5,3 til 5,8 milljónir hið minnsta þurfi til að ljúka verkinu. Þótt nú líti út fyrir að kostnaður við verkið verði nærri 22 milljónum er ekki hægt að segja að verkið hafi farið yfir kostnaðaráætlun. Sé tekið tillit til verðlagsþróunar frá árinu 2006 hljóðaði upphafleg áætlun upp á 21,3 milljónir á verðlagi dagsins í dag.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira