„Aðrir geta ekki þvegið hendur sínar af málaflokknum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. janúar 2014 09:20 Það kostar Reykjavíkurborg rúmar átta milljónir á ári að halda uppi smáhýsum fyrir heimilislausa á Granda. Mynd/Anton Brink Í nýrri stefnu í málefnum utangarðsfólks kemur fram sú tillaga að þróun verði á samstarfsverkefnum með ríki og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg ber samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og húsnæðismál að sinna málefnum heimilislausra. Í skýrslu um nýja stefnu er þó bent á að vandi utangarðsfólks sé heilbrigðisvandi sem hafi í för með sér félagslegan vanda. Þannig megi vera ljóst að samstarf við ríkisvaldið, sem hafi með heilbrigðismál að gera, þurfi að vera meira og þéttara til þess að auka lífsgæði þessa hóps. Í drögum velferðarráðuneytisins að heilbrigðisáætlun til 2020 er ekki vikið sérstaklega að málefnum utangarðsfólks. Í skýrslunni er hugsanleg skýring á því talin vera sú að ríkið telji vanda hópsins ekki vera heilbrigðisvanda.Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður og framkvæmdastjóri Besta flokksins, er formaður starfshóps um stefnuna. Hún vill sjá ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu viðurkenna sinn hlut í vandanum, enda þótt fólk með erfið félagsleg vandamál búi í höfuðborginni þar sem þjónustan er mest sé þetta ekki einkamál Reykjavíkurborgar. Heiða Kristín Helgadóttir„Borgin tekur ábyrgð á félagslega hlutanum en það þýðir ekki að aðrir geti þvegið hendur sínar af málaflokknum. Við hljótum að bera samfélagslega ábyrgð á að koma til móts við einstaklingana og þar skiptir heilbrigðisþjónustan miklu máli.“ Utangarðsfólk býr almennt við alvarlegan heilsubrest, ofneyslu vímuefna, sértæka sjúkdóma, geðfötlun og geðræn vandkvæði sem ýmist eru orsök eða afleiðing neyslu og útigangs. „En erfitt getur verið að fá greiningu á geðsjúkdómum þessara einstaklinga, til dæmis vegna afeitrunar. Án greiningar fá þeir hvorki viðunandi heilbrigðisþjónustu né örorkubætur, heldur eru háðir fjárhagsaðstoð til framfærslu frá sveitarfélaginu.“ Eftir efnahagshrunið hefur fjöldi notenda fjárhagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg aukist um tæp fimmtíu prósent. Meirihluti hópsins sem fær fjárhagsaðstoð til framfærslu er sjúkraskrifaður og glímir við áfengis- og vímuefnavanda. Þar fyrir utan rekur borgin sértæk úrræði fyrir utangarðsfólk sem áætlað er að kosti rúmar 268 milljónir árið 2013. Auk þess styrkir borgin ýmis úrræði sem félagasamtök bjóða upp á og veitir húsnæðisúrræði. Heiða segir borgina vilja gera betur fyrir þennan hóp en ekki sé svigrúm fyrir aukin fjárútlát. Því þurfi að efla samstarf og auka þannig þjónustuna við hópinn. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Í nýrri stefnu í málefnum utangarðsfólks kemur fram sú tillaga að þróun verði á samstarfsverkefnum með ríki og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg ber samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og húsnæðismál að sinna málefnum heimilislausra. Í skýrslu um nýja stefnu er þó bent á að vandi utangarðsfólks sé heilbrigðisvandi sem hafi í för með sér félagslegan vanda. Þannig megi vera ljóst að samstarf við ríkisvaldið, sem hafi með heilbrigðismál að gera, þurfi að vera meira og þéttara til þess að auka lífsgæði þessa hóps. Í drögum velferðarráðuneytisins að heilbrigðisáætlun til 2020 er ekki vikið sérstaklega að málefnum utangarðsfólks. Í skýrslunni er hugsanleg skýring á því talin vera sú að ríkið telji vanda hópsins ekki vera heilbrigðisvanda.Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður og framkvæmdastjóri Besta flokksins, er formaður starfshóps um stefnuna. Hún vill sjá ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu viðurkenna sinn hlut í vandanum, enda þótt fólk með erfið félagsleg vandamál búi í höfuðborginni þar sem þjónustan er mest sé þetta ekki einkamál Reykjavíkurborgar. Heiða Kristín Helgadóttir„Borgin tekur ábyrgð á félagslega hlutanum en það þýðir ekki að aðrir geti þvegið hendur sínar af málaflokknum. Við hljótum að bera samfélagslega ábyrgð á að koma til móts við einstaklingana og þar skiptir heilbrigðisþjónustan miklu máli.“ Utangarðsfólk býr almennt við alvarlegan heilsubrest, ofneyslu vímuefna, sértæka sjúkdóma, geðfötlun og geðræn vandkvæði sem ýmist eru orsök eða afleiðing neyslu og útigangs. „En erfitt getur verið að fá greiningu á geðsjúkdómum þessara einstaklinga, til dæmis vegna afeitrunar. Án greiningar fá þeir hvorki viðunandi heilbrigðisþjónustu né örorkubætur, heldur eru háðir fjárhagsaðstoð til framfærslu frá sveitarfélaginu.“ Eftir efnahagshrunið hefur fjöldi notenda fjárhagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg aukist um tæp fimmtíu prósent. Meirihluti hópsins sem fær fjárhagsaðstoð til framfærslu er sjúkraskrifaður og glímir við áfengis- og vímuefnavanda. Þar fyrir utan rekur borgin sértæk úrræði fyrir utangarðsfólk sem áætlað er að kosti rúmar 268 milljónir árið 2013. Auk þess styrkir borgin ýmis úrræði sem félagasamtök bjóða upp á og veitir húsnæðisúrræði. Heiða segir borgina vilja gera betur fyrir þennan hóp en ekki sé svigrúm fyrir aukin fjárútlát. Því þurfi að efla samstarf og auka þannig þjónustuna við hópinn.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira