Við ætlum að leika til sigurs Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 22. janúar 2014 08:00 „Það verður gaman að mæta Dönum hérna í fullu Boxi eins og þeir kalla húsið. Hér hefur verið mikil stemning á öllum leikjum Dana þannig að við hlökkum til,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson og lýgur þar engu. Um fjórtán þúsund áhorfendur hafa skapað hreint ótrúlega stemningu á leikjum sinna manna í Herning. Ísland á enn möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins. Þá þarf liðið að leggja Dani og treysta á að Makedónar skelli heimsmeisturum Spánar. Gangi það ekki eftir er enn von um að spila um fimmta sæti mótsins og þar gæti markatala ráðið úrslitum. Staðan mun liggja fyrir er Ísland spilar enda er það síðasti leikur milliriðilsins.Mikil breidd í danska liðinu „Danir eru með frábært lið og marga mjög góða leikmenn. Það er mikil breidd í danska liðinu og Wilbek hefur notað marga leikmenn í mótinu,“ segir Aron en þó svo Danir séu komnir áfram og ætli að hvíla einhverja menn er ekki þar með sagt að þeir mæti með lélegt lið til leiks. „Þeir hafa dreift álaginu og þó svo einhverjir leikmenn spili tíu mínútum skemur en þeir hafa verið að gera þá kemur bara annar heimsklassaleikmaður í hans stað.“ Það mun ekki skýrast fyrr en í dag hvort Arnór Atlason getur komið aftur inn í hópinn og svo mun það örugglega ekki skýrast fyrr en í leiknum hversu mikið Aron Pálmarsson getur beitt sér. Hann hefur tekið mjög takmarkaðan þátt í síðustu tveimur leikjum liðsins. Sem betur fer hefur það ekki komið að sök. Aðrir leikmenn hafa stigið upp og leikið virkilega vel.Þurfum að hægja á þeim „Til þess að eiga möguleika í þessum leik þá þurfum við að vera mjög fljótir til baka í vörnina. Við viljum skipta tveimur mönnum út í vörn og sókn og það hefur oft reynst erfitt á móti Dönum. Við verðum að spila góða vörn til þess að drepa hraðann hjá þeim. Þeirra sóknarleikur gengur út á að fá mikinn hraða í spilið. Við munum leika til sigurs,“ sagði Aron og brosti við. Hann leggur áherslu á að leikmenn láti áhorfendur og stemninguna í húsinu ekki slá sig út af laginu. „Við eigum að njóta þess. Menn eiga að njóta þess er þeir slökkva í áhorfendum. Njóta þess að áhorfendur bauli á sig. Það er málið. Að njóta og leggja allt sem menn eiga í leikinn.“Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og er lýst beint á Bylgjunni. EM 2014 karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
„Það verður gaman að mæta Dönum hérna í fullu Boxi eins og þeir kalla húsið. Hér hefur verið mikil stemning á öllum leikjum Dana þannig að við hlökkum til,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson og lýgur þar engu. Um fjórtán þúsund áhorfendur hafa skapað hreint ótrúlega stemningu á leikjum sinna manna í Herning. Ísland á enn möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins. Þá þarf liðið að leggja Dani og treysta á að Makedónar skelli heimsmeisturum Spánar. Gangi það ekki eftir er enn von um að spila um fimmta sæti mótsins og þar gæti markatala ráðið úrslitum. Staðan mun liggja fyrir er Ísland spilar enda er það síðasti leikur milliriðilsins.Mikil breidd í danska liðinu „Danir eru með frábært lið og marga mjög góða leikmenn. Það er mikil breidd í danska liðinu og Wilbek hefur notað marga leikmenn í mótinu,“ segir Aron en þó svo Danir séu komnir áfram og ætli að hvíla einhverja menn er ekki þar með sagt að þeir mæti með lélegt lið til leiks. „Þeir hafa dreift álaginu og þó svo einhverjir leikmenn spili tíu mínútum skemur en þeir hafa verið að gera þá kemur bara annar heimsklassaleikmaður í hans stað.“ Það mun ekki skýrast fyrr en í dag hvort Arnór Atlason getur komið aftur inn í hópinn og svo mun það örugglega ekki skýrast fyrr en í leiknum hversu mikið Aron Pálmarsson getur beitt sér. Hann hefur tekið mjög takmarkaðan þátt í síðustu tveimur leikjum liðsins. Sem betur fer hefur það ekki komið að sök. Aðrir leikmenn hafa stigið upp og leikið virkilega vel.Þurfum að hægja á þeim „Til þess að eiga möguleika í þessum leik þá þurfum við að vera mjög fljótir til baka í vörnina. Við viljum skipta tveimur mönnum út í vörn og sókn og það hefur oft reynst erfitt á móti Dönum. Við verðum að spila góða vörn til þess að drepa hraðann hjá þeim. Þeirra sóknarleikur gengur út á að fá mikinn hraða í spilið. Við munum leika til sigurs,“ sagði Aron og brosti við. Hann leggur áherslu á að leikmenn láti áhorfendur og stemninguna í húsinu ekki slá sig út af laginu. „Við eigum að njóta þess. Menn eiga að njóta þess er þeir slökkva í áhorfendum. Njóta þess að áhorfendur bauli á sig. Það er málið. Að njóta og leggja allt sem menn eiga í leikinn.“Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og er lýst beint á Bylgjunni.
EM 2014 karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira