Opið bréf til Reykjavíkurborgar vegna RIFF Stjórn RIFF skrifar 13. janúar 2014 07:00 Stjórn RIFF, sem skipuð var árið2013 að ósk Reykjavíkurborgar, harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík –RIFF eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Stjórnin skorar jafnframt á ráðið að endurskoða þá ákvörðun sína að veita styrkinn til nýrra aðila sem ekki hafa sambærilega reynslu viðreksturslíkrar hátíðar og geta seint talist „óháðir“hagsmunaaðilum greinarinnar, en slíkt sjálfstæði er grunnur allra virtra kvikmyndahátíða í heiminum. RIFF hefur uppfyllt öll þau ákvæði í samningi við Reykjavíkurborg sem kveðið var á um. Menningar-og ferðamálaráð hefur lagt mikinn þunga ásamstarf við Heimili kvikmyndanna -Bíó Paradís. Stjórn RIFF leggur áherslu á að hún hefur haft áhuga á samstarfi við Heimili kvikmyndanna –Bíó Paradís, bæði í orði og á borði. Stjórnarmenn RIFF hafa rætt viðfulltrúa Bíó Paradísar um langtímasamninga og Giorgio Gossetti aðaldagskrárstjóri RIFF ritað Hilmari Sigurðssyni, formanni Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna og formanni Heimilis kvikmyndanna -Bíó Paradísar, bréf þess efnis þann 15. október 2013. Ítrekað hefur verið óskað eftir samráðsfundi meðfulltrúum Bíó Paradísar um samstarf. Á fundi með Hilmari Sigurðssyni og fulltrúum stjórnar RIFF 29. nóvember s.l. var einnig ákveðið að efna sem fyrst til samráðs og vinnufundar meðhelstu hagsmunaaðilum kvikmyndaiðnaðarins, Bíó Paradís og RIFF til að útfæra nánara samstarf næstu hátíða. Stjórn Bíó Paradísar hefur því miður ekki enn séð sér fært að ákvarða dagsetningu þess fundar. Fjöldi fyrirtækja, sjóða og stofnana hér heima og erlendis hafa efnt til samstarfs við RIFF og fjárfest í kynningu og uppbyggingu þessa vörumerkis í áratug. Mörg þessara fyrirtækja hafa átt í farsælu samstarfi við RIFF frá upphafi. Reykjavíkurborg hefur oft og ítrekað notað vörumerkið RIFF í alþjóðlegu kynningarefni um borgina þar sem farið er lofsorðum um hátíðina og hún sögð einn af helstu menningaratburðum borgarinnar á hverju ári. Höfuðborgarstofa gaf t.d. út bækling í fyrra, „Reykjavik Festival City” þar sem m.a. stendur að orðspor RIFF hafi aukist verulega og sífellt fleiri sæki hátíðina erlendis frá. Um sé að ræða meiri háttar kvikmyndaviðburð sem lífgi upp á íslenska kvikmyndamenningu meðframsæknum kvikmyndum og ungu kvikmyndagerðarfólki alls staðar að. RIFF sé á meðal best geymdu leyndarmála á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti. Undanfarin ár hefur myndast viðamikið net sterkra og þekktra alþjóðlegra aðila í kvikmyndagerð og -menningu sem bæði eru velviljaðir RIFF og hafa unnið fyrir hátíðina. Orðspor hátíðarinnar er afar gott, hún nýtur virðingar erlendra kvikmyndagerðarmanna og ferðamanna sem sumir hverjir sækja hátíðina árlega. RIFF hefur hlotið afgerandi viðurkenningar erlendis,m.a. frá MEDIA-áætlun Evrópusambandsins sem lagt hefur fjármagn í hátíðina undanfarin ár. Þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður tókst að halda glæsilega hátíð2013 sem jafnframt var tíu ára afmælishátíð RIFF. Auk hátt í þrjátíu þúsund gesta sóttu tugir erlendra blaðamanna hátíðina og hafa farið afar lofsamlegum orðum um RIFF, framkvæmd hátíðarinnar og umgjörð alla. Stjórn RIFF þykir því miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ meðákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram.Virðingarfyllst,Stjórn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík –RIFFBaltasar KormákurElísabet RonaldsdóttirHrönn MarinósdóttirMax DagerSkúli Valberg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn RIFF, sem skipuð var árið2013 að ósk Reykjavíkurborgar, harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík –RIFF eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Stjórnin skorar jafnframt á ráðið að endurskoða þá ákvörðun sína að veita styrkinn til nýrra aðila sem ekki hafa sambærilega reynslu viðreksturslíkrar hátíðar og geta seint talist „óháðir“hagsmunaaðilum greinarinnar, en slíkt sjálfstæði er grunnur allra virtra kvikmyndahátíða í heiminum. RIFF hefur uppfyllt öll þau ákvæði í samningi við Reykjavíkurborg sem kveðið var á um. Menningar-og ferðamálaráð hefur lagt mikinn þunga ásamstarf við Heimili kvikmyndanna -Bíó Paradís. Stjórn RIFF leggur áherslu á að hún hefur haft áhuga á samstarfi við Heimili kvikmyndanna –Bíó Paradís, bæði í orði og á borði. Stjórnarmenn RIFF hafa rætt viðfulltrúa Bíó Paradísar um langtímasamninga og Giorgio Gossetti aðaldagskrárstjóri RIFF ritað Hilmari Sigurðssyni, formanni Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna og formanni Heimilis kvikmyndanna -Bíó Paradísar, bréf þess efnis þann 15. október 2013. Ítrekað hefur verið óskað eftir samráðsfundi meðfulltrúum Bíó Paradísar um samstarf. Á fundi með Hilmari Sigurðssyni og fulltrúum stjórnar RIFF 29. nóvember s.l. var einnig ákveðið að efna sem fyrst til samráðs og vinnufundar meðhelstu hagsmunaaðilum kvikmyndaiðnaðarins, Bíó Paradís og RIFF til að útfæra nánara samstarf næstu hátíða. Stjórn Bíó Paradísar hefur því miður ekki enn séð sér fært að ákvarða dagsetningu þess fundar. Fjöldi fyrirtækja, sjóða og stofnana hér heima og erlendis hafa efnt til samstarfs við RIFF og fjárfest í kynningu og uppbyggingu þessa vörumerkis í áratug. Mörg þessara fyrirtækja hafa átt í farsælu samstarfi við RIFF frá upphafi. Reykjavíkurborg hefur oft og ítrekað notað vörumerkið RIFF í alþjóðlegu kynningarefni um borgina þar sem farið er lofsorðum um hátíðina og hún sögð einn af helstu menningaratburðum borgarinnar á hverju ári. Höfuðborgarstofa gaf t.d. út bækling í fyrra, „Reykjavik Festival City” þar sem m.a. stendur að orðspor RIFF hafi aukist verulega og sífellt fleiri sæki hátíðina erlendis frá. Um sé að ræða meiri háttar kvikmyndaviðburð sem lífgi upp á íslenska kvikmyndamenningu meðframsæknum kvikmyndum og ungu kvikmyndagerðarfólki alls staðar að. RIFF sé á meðal best geymdu leyndarmála á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti. Undanfarin ár hefur myndast viðamikið net sterkra og þekktra alþjóðlegra aðila í kvikmyndagerð og -menningu sem bæði eru velviljaðir RIFF og hafa unnið fyrir hátíðina. Orðspor hátíðarinnar er afar gott, hún nýtur virðingar erlendra kvikmyndagerðarmanna og ferðamanna sem sumir hverjir sækja hátíðina árlega. RIFF hefur hlotið afgerandi viðurkenningar erlendis,m.a. frá MEDIA-áætlun Evrópusambandsins sem lagt hefur fjármagn í hátíðina undanfarin ár. Þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður tókst að halda glæsilega hátíð2013 sem jafnframt var tíu ára afmælishátíð RIFF. Auk hátt í þrjátíu þúsund gesta sóttu tugir erlendra blaðamanna hátíðina og hafa farið afar lofsamlegum orðum um RIFF, framkvæmd hátíðarinnar og umgjörð alla. Stjórn RIFF þykir því miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ meðákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram.Virðingarfyllst,Stjórn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík –RIFFBaltasar KormákurElísabet RonaldsdóttirHrönn MarinósdóttirMax DagerSkúli Valberg
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun