Samfélagsmiðlar fjölga ferðamönnum Starri Freyr Jónsson skrifar 8. janúar 2014 09:30 "Samfélagsmiðlar eru nútíðin og framtíðin,“ segir Súsanna Rós Westund hjá ferðaþjónustunni Iceland is HOT. mynd/gva Ferðaþjónusta í alþjóðlegu umhverfi er ekki auðveldasta starfsumhverfið sem lítil íslensk fyrirtæki kjósa sér. Mörg þeirra hafa þó náð ágætum árangri, ekki síst með nýtingu samfélagsmiðla til að kynna þjónustu sína erlendis. Eitt þeirra er ferðaskrifstofan Iceland is HOT sem einbeitir sér að erlendum ljósmyndarahópum sem koma til landsins. Framkvæmdastjóri þess, Súsanna Rós Westund, stofnaði ferðaskrifstofuna með tvær hendur tómar eftir að hafa misst starf sitt árið 2011. „Ég hafði lengi unnið í ferðaþjónustu og aflað mér góðra tengsla. Ferðaþjónustan er snúin, sérstaklega þegar fjármagnið er af skornum skammti, en ég sló samt til.“ Súsanna segir vel hafa gengið að vekja athygli á fyrirtækinu erlendis innan þeirra hópa sem hún stílar inn á. „Ég hef til dæmis nýtt Twitter og LinkedIn mikið. Á Twitter hef ég tvær áskriftir, annars vegar @IcelandisHot og hins vegar @CometoIceland og er með um 15.000 fylgjendur. Þegar ég er dugleg á Twitter sé ég hvernig heimsóknir aukast á vef fyrirtækisins og gestir dvelja þar lengur.“ En þótt Twitter hafi gengið vel segir hún LinkedIn hafa reynst henni enn betur. „Linkedin er alþjóðlegur samfélagsvefur þar sem fagaðilar ýmissa greina birta grunnupplýsingar sínar, reynslu og tengsl. Þar hef ég tengst um 4.000 einstaklingum sem starfa á einn eða annan hátt í ferðaþjónustu og sölu- og markaðsmálum í heimalandi sínu. Þessi tengsl hafa leitt til samninga um ýmis verkefni fyrir okkur.“ Súsanna Rós segir mikla vakningu hafa orðið undanfarið hjá fyrirtækjum í nýtingu samfélagsmiðla. „Flestir nota Facebook, Twitter, YouTube, Instagram og Pinterest. Þó eru enn nokkrir sem telja þá tímaeyðslu. Það finnst mér vera rangt viðhorf því samfélagsmiðlar eru nútíðin og framtíðin. Þeim fyrirtækjum, sem tileinka sér samfélagsmiðlana fljótt, mun ganga betur í samkeppninni.“ Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Ferðaþjónusta í alþjóðlegu umhverfi er ekki auðveldasta starfsumhverfið sem lítil íslensk fyrirtæki kjósa sér. Mörg þeirra hafa þó náð ágætum árangri, ekki síst með nýtingu samfélagsmiðla til að kynna þjónustu sína erlendis. Eitt þeirra er ferðaskrifstofan Iceland is HOT sem einbeitir sér að erlendum ljósmyndarahópum sem koma til landsins. Framkvæmdastjóri þess, Súsanna Rós Westund, stofnaði ferðaskrifstofuna með tvær hendur tómar eftir að hafa misst starf sitt árið 2011. „Ég hafði lengi unnið í ferðaþjónustu og aflað mér góðra tengsla. Ferðaþjónustan er snúin, sérstaklega þegar fjármagnið er af skornum skammti, en ég sló samt til.“ Súsanna segir vel hafa gengið að vekja athygli á fyrirtækinu erlendis innan þeirra hópa sem hún stílar inn á. „Ég hef til dæmis nýtt Twitter og LinkedIn mikið. Á Twitter hef ég tvær áskriftir, annars vegar @IcelandisHot og hins vegar @CometoIceland og er með um 15.000 fylgjendur. Þegar ég er dugleg á Twitter sé ég hvernig heimsóknir aukast á vef fyrirtækisins og gestir dvelja þar lengur.“ En þótt Twitter hafi gengið vel segir hún LinkedIn hafa reynst henni enn betur. „Linkedin er alþjóðlegur samfélagsvefur þar sem fagaðilar ýmissa greina birta grunnupplýsingar sínar, reynslu og tengsl. Þar hef ég tengst um 4.000 einstaklingum sem starfa á einn eða annan hátt í ferðaþjónustu og sölu- og markaðsmálum í heimalandi sínu. Þessi tengsl hafa leitt til samninga um ýmis verkefni fyrir okkur.“ Súsanna Rós segir mikla vakningu hafa orðið undanfarið hjá fyrirtækjum í nýtingu samfélagsmiðla. „Flestir nota Facebook, Twitter, YouTube, Instagram og Pinterest. Þó eru enn nokkrir sem telja þá tímaeyðslu. Það finnst mér vera rangt viðhorf því samfélagsmiðlar eru nútíðin og framtíðin. Þeim fyrirtækjum, sem tileinka sér samfélagsmiðlana fljótt, mun ganga betur í samkeppninni.“
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf