Námskeið í Háskóla Íslands í anda The Apprentice Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. janúar 2014 09:00 Elmar er með meistarapróf í viðskiptafræði, lauk framhaldsnámi í lögfræði við University of Pennsylvania og námi frá Wharton Business School. Vísir/GVA „Tilgangur námskeiðsins er að nemendur afli fjár fyrir Barnaspítala Hringsins. Ég tók sambærilegan áfanga í námi í Bandaríkjunum en hugmyndafræðin er svipuð og í sjónvarpsþáttunum The Apprentice. Ég rek þó engan úr áfanganum eins og gert er í þáttunum,“ segir Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann kennir á námskeiðinu Samvinna og árangur sem stendur yfir í átta vikur en kúrsinn hófst í síðustu viku. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi. Þetta sýnir frumkvæði í viðskiptafræðideildinni og erum við að þróa hluti sem aldrei hafa verið prófaðir áður. Í hverri viku verður þema og á morgun fjöllum við til dæmis um sjálfstraust. Þá kemur leikarinn Ólafur Darri Ólafsson til okkar og talar um sína nálgun á því þema. Við tökum einnig fyrir samvinnu og leiðtogafærni svo eitthvað sé nefnt. Fyrirlestrarnir eru í raun aukaatriði, því vinna nemenda utan tímanna skiptir mestu máli. Námskeiðið er ekki mjög fræðilegt í þeim skilningi heldur frekar „hands on“ sem mér finnst hafa verið skortur á í deildinni,“ segir Elmar. Alls eru 34 nemendur skráðir á námskeiðið en færri komust að en vildu. Elmar er búinn að skipta hópnum niður í sex smærri hópa og fær hver hópur tengilið úr atvinnulífinu til að ráðfæra sig við. „Tengiliðirnir gefa sína vinnu en þeir eru Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastýra hjá Landsbankanum, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastýra FKA, Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Ingunn Elín Sveinsdóttir, framkvæmdastýra hjá N1 og Steinunn Bjarnadóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka. Það var meðvituð ákvörðun að velja aðeins konur en lykilatriðið var að fá konur sem eru hressar og tilbúnar í þetta verkefni. Þær hitta hópana tvisvar til þrisvar sinnum og nemendur fá að bera undir þær sínar hugmyndir. Þetta gerir það að verkum að kúrsinn er í meiri tengslum við atvinnulífið en gengur og gerist.“ Markmið námskeiðsins er að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins eins og áður segir en nemendur fá frjálsar hendur um hvernig þeir afla fjár. „Ég vil að nemendur hugsi út fyrir boxið. Þetta eru nemendur í meistaranámi sem eru búnir að vera í ýmsum fögum og eiga að nýta fræðiþekkingu sína í þessu verkefni. Lykilatriði er nærgætni við viðfangsefnið sem í þessu tilfelli er barnaspítalinn. Annars er fjáröflunin alveg frjáls og ég set þeim engar skorður. Nemendur skila stöðuskýrslum til mín og ég fer yfir þeirra hugmyndir.“ Elmar nefndi það í fyrsta tíma námskeiðsins að markmiðið væri að safna fimm milljónum fyrir barnaspítalann. „Þótt söfnunin sé lykilatriði vil ég samt ekki að nemendur safni til að safna. Ég vil að þeir leggi metnað sinn í verkefnið og nálgist það af fagmennsku.“ Óljóst er hvort námskeiðið verður endurtekið í framtíðinni. „Ef þetta gengur vel þá munum við hugsanlega keyra þetta aftur. En þetta er lítið land þannig að það er spurning hvað maður getur oft farið af stað með fjáröflun sem þessa.“ Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira
„Tilgangur námskeiðsins er að nemendur afli fjár fyrir Barnaspítala Hringsins. Ég tók sambærilegan áfanga í námi í Bandaríkjunum en hugmyndafræðin er svipuð og í sjónvarpsþáttunum The Apprentice. Ég rek þó engan úr áfanganum eins og gert er í þáttunum,“ segir Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann kennir á námskeiðinu Samvinna og árangur sem stendur yfir í átta vikur en kúrsinn hófst í síðustu viku. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi. Þetta sýnir frumkvæði í viðskiptafræðideildinni og erum við að þróa hluti sem aldrei hafa verið prófaðir áður. Í hverri viku verður þema og á morgun fjöllum við til dæmis um sjálfstraust. Þá kemur leikarinn Ólafur Darri Ólafsson til okkar og talar um sína nálgun á því þema. Við tökum einnig fyrir samvinnu og leiðtogafærni svo eitthvað sé nefnt. Fyrirlestrarnir eru í raun aukaatriði, því vinna nemenda utan tímanna skiptir mestu máli. Námskeiðið er ekki mjög fræðilegt í þeim skilningi heldur frekar „hands on“ sem mér finnst hafa verið skortur á í deildinni,“ segir Elmar. Alls eru 34 nemendur skráðir á námskeiðið en færri komust að en vildu. Elmar er búinn að skipta hópnum niður í sex smærri hópa og fær hver hópur tengilið úr atvinnulífinu til að ráðfæra sig við. „Tengiliðirnir gefa sína vinnu en þeir eru Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastýra hjá Landsbankanum, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastýra FKA, Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Ingunn Elín Sveinsdóttir, framkvæmdastýra hjá N1 og Steinunn Bjarnadóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka. Það var meðvituð ákvörðun að velja aðeins konur en lykilatriðið var að fá konur sem eru hressar og tilbúnar í þetta verkefni. Þær hitta hópana tvisvar til þrisvar sinnum og nemendur fá að bera undir þær sínar hugmyndir. Þetta gerir það að verkum að kúrsinn er í meiri tengslum við atvinnulífið en gengur og gerist.“ Markmið námskeiðsins er að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins eins og áður segir en nemendur fá frjálsar hendur um hvernig þeir afla fjár. „Ég vil að nemendur hugsi út fyrir boxið. Þetta eru nemendur í meistaranámi sem eru búnir að vera í ýmsum fögum og eiga að nýta fræðiþekkingu sína í þessu verkefni. Lykilatriði er nærgætni við viðfangsefnið sem í þessu tilfelli er barnaspítalinn. Annars er fjáröflunin alveg frjáls og ég set þeim engar skorður. Nemendur skila stöðuskýrslum til mín og ég fer yfir þeirra hugmyndir.“ Elmar nefndi það í fyrsta tíma námskeiðsins að markmiðið væri að safna fimm milljónum fyrir barnaspítalann. „Þótt söfnunin sé lykilatriði vil ég samt ekki að nemendur safni til að safna. Ég vil að þeir leggi metnað sinn í verkefnið og nálgist það af fagmennsku.“ Óljóst er hvort námskeiðið verður endurtekið í framtíðinni. „Ef þetta gengur vel þá munum við hugsanlega keyra þetta aftur. En þetta er lítið land þannig að það er spurning hvað maður getur oft farið af stað með fjáröflun sem þessa.“
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira