Fasteignasali gefur iPhone og sallar inn vinum á síðu sína Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2014 14:37 Hannes segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort þetta uppátæki á eftir að gagnast honum við fasteignasöluna. Fasteignasalinn Hannes Steindórsson sendi gaf út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni 19. september, svohljóðandi: „Langar þig að eignast iPhone 6? Ég ætla að gefa einum heppnum vini síðunnar iPhone 6 laugardaginn 27.september.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hátt í þúsund manns hafa deilt tilkynningunni, rúm fjögur þúsund hafa „lækað“ og vel á 2400 manns lýstu því yfir í athugasemdakerfinu að þeir vildu gjarnan eignast símann. Hannes hefur reyndar verið duglegur við það í gegnum tíðina að vekja á sér athygli. „Mér áskotnaðist 64 gígabæta iphone sex. Þessir símar eru ekki til á landinu. Þetta er ekki komið í formlega sölu. Mér fannst þetta bara skemmtileg hugmynd að geta boðið uppá þetta og ákvað að slá til,“ segir Hannes sem ætlar að draga út vinningshafa á laugardaginn komandi. Hannes er ekki að gera þetta af góðmennskunni einskærri, hann er að feta nýjar slóðir í auglýsingamennsku, sem hann segir að sé stöðugt að færast meira og meira yfir á netið. Og „vinirnir“ á Facebook hrúgast inn og voru að detta í fimm þúsund meðan fréttastofa Vísis ræddi við Hannes. En, þetta má heita ný nálgun í auglýsingamennsku? „Já, ég var með með fermingarauglýsinguna um daginn sem vakti athygli, ekki það að ég ætli að vera með fíflaskap í hverri viku en mér finnst allt í lagi að reyna að vera skemmtilegur.“ Já, en hjálpar þetta þér við að selja fasteignir? „Það á eftir að koma í ljós. Ég hérna, ég sel ekki minna, ég get lofað þér því. Í þessum bransa er þetta ekki þannig að maður birtir eina auglýsingu og það verður brjálað að gera. Þetta virkar ekki þannig heldur er orðsporið málið.“ Hannes segist ekki hafa fundið fyrir neinum neikvæðum viðbrögðum, að hann þyki of brattur eða ósmekklegur í auglýsingamennsku sinni. „Nei, alls ekki. Bara góð viðbrögð. Ég veit ekki af hverju mönnum ætti að finnast þetta ósmekklegt? En, þegar maður fer aðrar leiðir þá er eðlilegt að einhverjum finnist maður skrýtinn. Þá er bara að vera maður í að taka því.“ Hannes veit hvað hann er að tala um í þessu samhengi, en hann var í auglýsingabransanum í sjö ár, áður en hann fór yfir í fasteignageirann. Var auglýsingastjóri á Skjá einum 1999 til 2004 og var svo í eitt ár á 365 áður en hann gerðist fasteignasali. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sjá meira
Fasteignasalinn Hannes Steindórsson sendi gaf út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni 19. september, svohljóðandi: „Langar þig að eignast iPhone 6? Ég ætla að gefa einum heppnum vini síðunnar iPhone 6 laugardaginn 27.september.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hátt í þúsund manns hafa deilt tilkynningunni, rúm fjögur þúsund hafa „lækað“ og vel á 2400 manns lýstu því yfir í athugasemdakerfinu að þeir vildu gjarnan eignast símann. Hannes hefur reyndar verið duglegur við það í gegnum tíðina að vekja á sér athygli. „Mér áskotnaðist 64 gígabæta iphone sex. Þessir símar eru ekki til á landinu. Þetta er ekki komið í formlega sölu. Mér fannst þetta bara skemmtileg hugmynd að geta boðið uppá þetta og ákvað að slá til,“ segir Hannes sem ætlar að draga út vinningshafa á laugardaginn komandi. Hannes er ekki að gera þetta af góðmennskunni einskærri, hann er að feta nýjar slóðir í auglýsingamennsku, sem hann segir að sé stöðugt að færast meira og meira yfir á netið. Og „vinirnir“ á Facebook hrúgast inn og voru að detta í fimm þúsund meðan fréttastofa Vísis ræddi við Hannes. En, þetta má heita ný nálgun í auglýsingamennsku? „Já, ég var með með fermingarauglýsinguna um daginn sem vakti athygli, ekki það að ég ætli að vera með fíflaskap í hverri viku en mér finnst allt í lagi að reyna að vera skemmtilegur.“ Já, en hjálpar þetta þér við að selja fasteignir? „Það á eftir að koma í ljós. Ég hérna, ég sel ekki minna, ég get lofað þér því. Í þessum bransa er þetta ekki þannig að maður birtir eina auglýsingu og það verður brjálað að gera. Þetta virkar ekki þannig heldur er orðsporið málið.“ Hannes segist ekki hafa fundið fyrir neinum neikvæðum viðbrögðum, að hann þyki of brattur eða ósmekklegur í auglýsingamennsku sinni. „Nei, alls ekki. Bara góð viðbrögð. Ég veit ekki af hverju mönnum ætti að finnast þetta ósmekklegt? En, þegar maður fer aðrar leiðir þá er eðlilegt að einhverjum finnist maður skrýtinn. Þá er bara að vera maður í að taka því.“ Hannes veit hvað hann er að tala um í þessu samhengi, en hann var í auglýsingabransanum í sjö ár, áður en hann fór yfir í fasteignageirann. Var auglýsingastjóri á Skjá einum 1999 til 2004 og var svo í eitt ár á 365 áður en hann gerðist fasteignasali.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sjá meira