Öruggur Fjölnissigur í Lengjubikarnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2014 23:46 Emil Barja lék vel í kvöld. Vísir/Valli KR, Tindastóll, Haukar og Fjölnir komust áfram í undanúrslit Lengjubikarsins í körfubolta í kvöld.Helgi Már Magnússon skoraði 25 stig og tók tíu fráköst þegar KR vann 11 stiga sigur á Njarðvík, 92-81, í DHL-höllinni í Vesturbænum. KR var einu stigi yfir í hálfleik og sigu síðan fram úr í seinni hálfleik.Michael Craion var einnig öflugur undir körfunni hjá KR, en hann skoraði 19 stig og tók 12 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og verja þrjú skot. Logi Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Njarðvíkinga. Tindastóll vann öruggan sigur á Snæfelli, 94-67. Stólarnir voru 11 stigum undir í leikhléi, en þeir hrukku í gang í seinni hálfleik sem þeir unnu 62-24.Pétur Rúnar Birgisson átti stórleik í liði Tindastóls, en hann skoraði 24 stig, tók fjögur fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði mest fyrir Snæfell, eða 18 stig. Haukar gerðu góða ferð í Garðabæinn og unnu Stjörnuna með níu stigum, 85-94. Garðbæingar voru með tíu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, en Haukarnir sneru dæminu sér í vil í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik, 37-44. Þrátt fyrir ágætis áhlaup Stjörnumanna sigldu Hafnfirðingar sigrinum heim og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslitin.Haukur Óskarsson skoraði 20 stig fyrir Hauka og var þeirra stigahæstur, en Emil Barja kom næstur með 18 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Justin Shouse bar af í liði Stjörnunnar með 28 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Þá báru Fjölnismenn sigurorð af Keflvíkingum í Dalhúsum. Grafarvogspiltar voru mun sterkari aðilinn og leiddu með sex stigum í hálfleik, 30-24.Daron Sims skoraði 19 stig fyrir Fjölni og tók 11 fráköst, en Davíð Ingi Bustion kom næstur með 11 stig og sjö fráköst. Guðmundur Jónsson skoraði 17 stig fyrir Keflavík. Í undanúrslitunum mætast annars vegar Tindastóll og Fjölnir og hins vegar KR og Haukar.Tölfræði úr leikjum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan:KR-Njarðvík 92-81 (21-13, 23-30, 30-20, 18-18)https://kki.is/widgets_game.asp?season_id=89017&game_id=2978195KR: Helgi Már Magnússon 25/10 fráköst, Michael Craion 19/12 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 15, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 9, Pavel Ermolinskij 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 5/4 fráköst, Högni Fjalarsson 0, Hörður Helgi Hreiðarsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0/4 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 0.Njarðvík: Logi Gunnarsson 23, Dustin Salisbery 16/7 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 16, Mirko Stefán Virijevic 9/6 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 6/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 4, Oddur Birnir Pétursson 3/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 1/4 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Magnús Már Traustason 0.Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Bender, Eggert Þór AðalsteinssonTindastóll-Snæfell 94-67 (14-19, 18-24, 36-11, 26-13)https://kki.is/widgets_game.asp?season_id=89017&game_id=2978193Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 24/4 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 19/4 fráköst, Myron Dempsey 16/4 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 13/6 fráköst/10 stoðsendingar, Darrell Flake 6/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 5, Viðar Ágústsson 4, Sigurður Páll Stefánsson 3, Hannes Ingi Másson 2, Finnbogi Bjarnason 2, Helgi Freyr Margeirsson 0, Friðrik Hrafn Jóhannsson 0.Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 15/5 fráköst, William Henry Nelson 15/14 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/9 fráköst, Snjólfur Björnsson 6, Sindri Davíðsson 3, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Almar Njáll Hinriksson 0, Jón Páll Gunnarsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll FriðrikssonStjarnan-Haukar 85-94 (24-14, 13-30, 21-15, 27-35)https://kki.is/widgets_game.asp?season_id=89017&game_id=2978191Stjarnan: Justin Shouse 28/8 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 15, Jarrid Frye 14/11 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 8, Jón Orri Kristjánsson 7/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Marvin Valdimarsson 3/9 fráköst, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Elías Orri Gíslason 0.Haukar: Haukur Óskarsson 20, Emil Barja 18/9 fráköst/6 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 15/10 fráköst, Hjálmar Stefánsson 14/6 fráköst, Kári Jónsson 12/5 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 9, Helgi Björn Einarsson 6/5 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 0, Brynjar Ólafsson 0/4 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0, Ívar Barja 0.Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Halldor Geir JenssonFjölnir-Keflavík 71-58 (18-13, 12-11, 24-16, 17-18)https://kki.is/widgets_game.asp?season_id=89017&game_id=2965263Fjölnir: Daron Lee Sims 19/11 fráköst, Davíð Ingi Bustion 11/7 fráköst, Valur Sigurðsson 9, Róbert Sigurðsson 8/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 8/6 fráköst, Ólafur Torfason 7/7 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 7/9 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 2, Þorri Arnarson 0, Helgi Hrafn Halldórsson 0, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0.Keflavík: Guðmundur Jónsson 17, Davíð Páll Hermannsson 12/6 fráköst, Gunnar Einarsson 10, Damon Johnson 9/5 fráköst, Valur Orri Valsson 6, Aron Freyr Eyjólfsson 2, Reggie Dupree 2/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Birkir Örn Skúlason 0, Andrés Kristleifsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0.Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Björgvin Rúnarsson, Davíð Tómas Tómasson Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
KR, Tindastóll, Haukar og Fjölnir komust áfram í undanúrslit Lengjubikarsins í körfubolta í kvöld.Helgi Már Magnússon skoraði 25 stig og tók tíu fráköst þegar KR vann 11 stiga sigur á Njarðvík, 92-81, í DHL-höllinni í Vesturbænum. KR var einu stigi yfir í hálfleik og sigu síðan fram úr í seinni hálfleik.Michael Craion var einnig öflugur undir körfunni hjá KR, en hann skoraði 19 stig og tók 12 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og verja þrjú skot. Logi Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Njarðvíkinga. Tindastóll vann öruggan sigur á Snæfelli, 94-67. Stólarnir voru 11 stigum undir í leikhléi, en þeir hrukku í gang í seinni hálfleik sem þeir unnu 62-24.Pétur Rúnar Birgisson átti stórleik í liði Tindastóls, en hann skoraði 24 stig, tók fjögur fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði mest fyrir Snæfell, eða 18 stig. Haukar gerðu góða ferð í Garðabæinn og unnu Stjörnuna með níu stigum, 85-94. Garðbæingar voru með tíu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, en Haukarnir sneru dæminu sér í vil í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik, 37-44. Þrátt fyrir ágætis áhlaup Stjörnumanna sigldu Hafnfirðingar sigrinum heim og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslitin.Haukur Óskarsson skoraði 20 stig fyrir Hauka og var þeirra stigahæstur, en Emil Barja kom næstur með 18 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Justin Shouse bar af í liði Stjörnunnar með 28 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Þá báru Fjölnismenn sigurorð af Keflvíkingum í Dalhúsum. Grafarvogspiltar voru mun sterkari aðilinn og leiddu með sex stigum í hálfleik, 30-24.Daron Sims skoraði 19 stig fyrir Fjölni og tók 11 fráköst, en Davíð Ingi Bustion kom næstur með 11 stig og sjö fráköst. Guðmundur Jónsson skoraði 17 stig fyrir Keflavík. Í undanúrslitunum mætast annars vegar Tindastóll og Fjölnir og hins vegar KR og Haukar.Tölfræði úr leikjum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan:KR-Njarðvík 92-81 (21-13, 23-30, 30-20, 18-18)https://kki.is/widgets_game.asp?season_id=89017&game_id=2978195KR: Helgi Már Magnússon 25/10 fráköst, Michael Craion 19/12 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 15, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 9, Pavel Ermolinskij 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 5/4 fráköst, Högni Fjalarsson 0, Hörður Helgi Hreiðarsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0/4 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 0.Njarðvík: Logi Gunnarsson 23, Dustin Salisbery 16/7 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 16, Mirko Stefán Virijevic 9/6 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 6/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 4, Oddur Birnir Pétursson 3/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 1/4 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Magnús Már Traustason 0.Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Bender, Eggert Þór AðalsteinssonTindastóll-Snæfell 94-67 (14-19, 18-24, 36-11, 26-13)https://kki.is/widgets_game.asp?season_id=89017&game_id=2978193Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 24/4 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 19/4 fráköst, Myron Dempsey 16/4 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 13/6 fráköst/10 stoðsendingar, Darrell Flake 6/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 5, Viðar Ágústsson 4, Sigurður Páll Stefánsson 3, Hannes Ingi Másson 2, Finnbogi Bjarnason 2, Helgi Freyr Margeirsson 0, Friðrik Hrafn Jóhannsson 0.Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 15/5 fráköst, William Henry Nelson 15/14 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/9 fráköst, Snjólfur Björnsson 6, Sindri Davíðsson 3, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Almar Njáll Hinriksson 0, Jón Páll Gunnarsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll FriðrikssonStjarnan-Haukar 85-94 (24-14, 13-30, 21-15, 27-35)https://kki.is/widgets_game.asp?season_id=89017&game_id=2978191Stjarnan: Justin Shouse 28/8 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 15, Jarrid Frye 14/11 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 8, Jón Orri Kristjánsson 7/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Marvin Valdimarsson 3/9 fráköst, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Elías Orri Gíslason 0.Haukar: Haukur Óskarsson 20, Emil Barja 18/9 fráköst/6 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 15/10 fráköst, Hjálmar Stefánsson 14/6 fráköst, Kári Jónsson 12/5 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 9, Helgi Björn Einarsson 6/5 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 0, Brynjar Ólafsson 0/4 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0, Ívar Barja 0.Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Halldor Geir JenssonFjölnir-Keflavík 71-58 (18-13, 12-11, 24-16, 17-18)https://kki.is/widgets_game.asp?season_id=89017&game_id=2965263Fjölnir: Daron Lee Sims 19/11 fráköst, Davíð Ingi Bustion 11/7 fráköst, Valur Sigurðsson 9, Róbert Sigurðsson 8/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 8/6 fráköst, Ólafur Torfason 7/7 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 7/9 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 2, Þorri Arnarson 0, Helgi Hrafn Halldórsson 0, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0.Keflavík: Guðmundur Jónsson 17, Davíð Páll Hermannsson 12/6 fráköst, Gunnar Einarsson 10, Damon Johnson 9/5 fráköst, Valur Orri Valsson 6, Aron Freyr Eyjólfsson 2, Reggie Dupree 2/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Birkir Örn Skúlason 0, Andrés Kristleifsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0.Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Björgvin Rúnarsson, Davíð Tómas Tómasson
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira