Disney græðir vel á Frozen Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2014 13:11 Frozen kvikmynd Disney hefur skilað vænu fé í kassann. Disney Co. kom hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum hressilega á óvart og jók mjög við hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi, sem jókst ferfalt frá fyrra ári. Hagnaðurinn nam 225 milljörðum króna. Helsta ástæðan fyrir þessum góða árangri nú er myndin „Frozen“. Myndin er orðin tekjuhæst teiknimynd allra tíma og nema heildartekjur af henni 132 milljörðum króna. Rekstur annarra deilda Disney gekk einnig mjög vel og hagnaður þeirra allra með tveggja stafa aukningu í prósentum talið. Heildarvelta Disney á síðasta ársfjórðungi nam 1.305 milljörðum króna og er það 10% meira en í fyrra. Hagnaður af veltu Disney er því 17,2% og þætti flestum fyrirtækiseigendum það ári gott. Hagnaður á hvern hlut í Disney nam 1,08 dollurum en búist hafði verið við 0,97 dollara hagnaði. Hermt er eftir stjórnendum Disney að „Frozen“ sé nú orðið eitt af fimm stærstu vörumerkjum fyrirtækisins og það ætli það sér að nýta vel á næstu 5 árum, að minnsta kosti. Nú er í undirbúningi Broadway leikuppfærsla á „Frozen“ og í skemmtigörðum Disney sé nú unnið að frekari sýnileika á „Frozen“ myndinni og karakterum hennar. Fleiri myndir skiluðu ágætum hagnaði á tímabilinu, svo sem „Captain America: The Winter Soldier“ og skilaði hún mun meiri tekjum en fyrri myndin um „Captain America“. Stutt er í „Avengers 2“-myndina og miklar væntingar um gott gengi hennar, sem og næstu „Star Wars“-myndar. Disney ætlar reyndar að framleiða tvær „Star Wars“-myndir í viðbót við hana og ef vel gengur með þær verða næstu ár eins gjöful fyrir Disney og árið í ár stefnir. Disney á sjónvarpsstöðvarnar ABC og ESPN og gekk rekstur þeirra vonum framar og eiga þær einnig vænan hlut í hagnaði félagsins. Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Disney Co. kom hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum hressilega á óvart og jók mjög við hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi, sem jókst ferfalt frá fyrra ári. Hagnaðurinn nam 225 milljörðum króna. Helsta ástæðan fyrir þessum góða árangri nú er myndin „Frozen“. Myndin er orðin tekjuhæst teiknimynd allra tíma og nema heildartekjur af henni 132 milljörðum króna. Rekstur annarra deilda Disney gekk einnig mjög vel og hagnaður þeirra allra með tveggja stafa aukningu í prósentum talið. Heildarvelta Disney á síðasta ársfjórðungi nam 1.305 milljörðum króna og er það 10% meira en í fyrra. Hagnaður af veltu Disney er því 17,2% og þætti flestum fyrirtækiseigendum það ári gott. Hagnaður á hvern hlut í Disney nam 1,08 dollurum en búist hafði verið við 0,97 dollara hagnaði. Hermt er eftir stjórnendum Disney að „Frozen“ sé nú orðið eitt af fimm stærstu vörumerkjum fyrirtækisins og það ætli það sér að nýta vel á næstu 5 árum, að minnsta kosti. Nú er í undirbúningi Broadway leikuppfærsla á „Frozen“ og í skemmtigörðum Disney sé nú unnið að frekari sýnileika á „Frozen“ myndinni og karakterum hennar. Fleiri myndir skiluðu ágætum hagnaði á tímabilinu, svo sem „Captain America: The Winter Soldier“ og skilaði hún mun meiri tekjum en fyrri myndin um „Captain America“. Stutt er í „Avengers 2“-myndina og miklar væntingar um gott gengi hennar, sem og næstu „Star Wars“-myndar. Disney ætlar reyndar að framleiða tvær „Star Wars“-myndir í viðbót við hana og ef vel gengur með þær verða næstu ár eins gjöful fyrir Disney og árið í ár stefnir. Disney á sjónvarpsstöðvarnar ABC og ESPN og gekk rekstur þeirra vonum framar og eiga þær einnig vænan hlut í hagnaði félagsins.
Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira