Disney græðir vel á Frozen Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2014 13:11 Frozen kvikmynd Disney hefur skilað vænu fé í kassann. Disney Co. kom hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum hressilega á óvart og jók mjög við hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi, sem jókst ferfalt frá fyrra ári. Hagnaðurinn nam 225 milljörðum króna. Helsta ástæðan fyrir þessum góða árangri nú er myndin „Frozen“. Myndin er orðin tekjuhæst teiknimynd allra tíma og nema heildartekjur af henni 132 milljörðum króna. Rekstur annarra deilda Disney gekk einnig mjög vel og hagnaður þeirra allra með tveggja stafa aukningu í prósentum talið. Heildarvelta Disney á síðasta ársfjórðungi nam 1.305 milljörðum króna og er það 10% meira en í fyrra. Hagnaður af veltu Disney er því 17,2% og þætti flestum fyrirtækiseigendum það ári gott. Hagnaður á hvern hlut í Disney nam 1,08 dollurum en búist hafði verið við 0,97 dollara hagnaði. Hermt er eftir stjórnendum Disney að „Frozen“ sé nú orðið eitt af fimm stærstu vörumerkjum fyrirtækisins og það ætli það sér að nýta vel á næstu 5 árum, að minnsta kosti. Nú er í undirbúningi Broadway leikuppfærsla á „Frozen“ og í skemmtigörðum Disney sé nú unnið að frekari sýnileika á „Frozen“ myndinni og karakterum hennar. Fleiri myndir skiluðu ágætum hagnaði á tímabilinu, svo sem „Captain America: The Winter Soldier“ og skilaði hún mun meiri tekjum en fyrri myndin um „Captain America“. Stutt er í „Avengers 2“-myndina og miklar væntingar um gott gengi hennar, sem og næstu „Star Wars“-myndar. Disney ætlar reyndar að framleiða tvær „Star Wars“-myndir í viðbót við hana og ef vel gengur með þær verða næstu ár eins gjöful fyrir Disney og árið í ár stefnir. Disney á sjónvarpsstöðvarnar ABC og ESPN og gekk rekstur þeirra vonum framar og eiga þær einnig vænan hlut í hagnaði félagsins. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Disney Co. kom hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum hressilega á óvart og jók mjög við hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi, sem jókst ferfalt frá fyrra ári. Hagnaðurinn nam 225 milljörðum króna. Helsta ástæðan fyrir þessum góða árangri nú er myndin „Frozen“. Myndin er orðin tekjuhæst teiknimynd allra tíma og nema heildartekjur af henni 132 milljörðum króna. Rekstur annarra deilda Disney gekk einnig mjög vel og hagnaður þeirra allra með tveggja stafa aukningu í prósentum talið. Heildarvelta Disney á síðasta ársfjórðungi nam 1.305 milljörðum króna og er það 10% meira en í fyrra. Hagnaður af veltu Disney er því 17,2% og þætti flestum fyrirtækiseigendum það ári gott. Hagnaður á hvern hlut í Disney nam 1,08 dollurum en búist hafði verið við 0,97 dollara hagnaði. Hermt er eftir stjórnendum Disney að „Frozen“ sé nú orðið eitt af fimm stærstu vörumerkjum fyrirtækisins og það ætli það sér að nýta vel á næstu 5 árum, að minnsta kosti. Nú er í undirbúningi Broadway leikuppfærsla á „Frozen“ og í skemmtigörðum Disney sé nú unnið að frekari sýnileika á „Frozen“ myndinni og karakterum hennar. Fleiri myndir skiluðu ágætum hagnaði á tímabilinu, svo sem „Captain America: The Winter Soldier“ og skilaði hún mun meiri tekjum en fyrri myndin um „Captain America“. Stutt er í „Avengers 2“-myndina og miklar væntingar um gott gengi hennar, sem og næstu „Star Wars“-myndar. Disney ætlar reyndar að framleiða tvær „Star Wars“-myndir í viðbót við hana og ef vel gengur með þær verða næstu ár eins gjöful fyrir Disney og árið í ár stefnir. Disney á sjónvarpsstöðvarnar ABC og ESPN og gekk rekstur þeirra vonum framar og eiga þær einnig vænan hlut í hagnaði félagsins.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira