Innlent

Brutust inn í ísbúð og stálu söfnunarbauk frá Barnaspítala Hringsins

Landsmenn virðast enn vera að jafna sig eftir nýársgleðina en nóttin var fremur róleg víða um land. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði þó í nógu að snúast og þurfti meðal annars að hafa afskipti af sex ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Tilkynnt var um innbrot í ísbúð í austurborginni á öðrum tímanum í nótt og er innbrotsþjófanna leitað, en það eina sem þeir höfðu með sér á brott var söfnunarbaukur frá Barnaspítala Hringsins.

Ung kona var svo handtekin á þriðja tímanum eftir lögreglan fékk tilkynningu um að konan væri að ónáða nágranna sína. Hún var í mjög annarlegu ástandi og sefur nú úr sér á lögreglustöðinni á Hverfisgötu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×