Um jólin og hamingjuna Edda Björk Þórðardóttir skrifar 4. desember 2014 00:00 Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær tilfinningar sem við tengjum við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. uppeldi okkar, væntingum annarra til okkar á þessum tíma og því miður, fjárhag. Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stórkostlegan búning markaðssetningar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrirsögninni „Jólagjöfin í ár“ eru falleg verðmerkt húsgögn og fatnaður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má gleyma börnunum, sem fá sinn eigin dótabækling með völdum leikföngum á verðbili sem kaupmenn telja hæfa jólagjöfum. Þar að auki hafa líkamsræktarstöðvarnar nýtt þessa hátíð í markaðssetningu. Úrvalið er fjölbreytt: bæði er hægt að skrá sig í átaksnámskeið fyrir jólin til að fyrirbyggja jólakílóin eða komast í jólakjólinn og síðan eru sérstök námskeið til að koma sér í form eftir jólin. Og ekki má gleyma jólahreingerningunni. Hver veit hvaðan hún kom. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi og enginn var að stressa sig á að allt væri tipp topp og hreint á þeirri stundu. Það er því engin furða að þessi árstími valdi landsmönnum áhyggjum, samviskubiti og/eða streitu.Hamingjan Í öllu þessu jólaáreiti er því nauðsynlegt að loka augunum um stund og hugsa um hvað það er sem veitir okkur raunverulega hamingju. Því hamingjan er ekki eitthvað sem gerist án okkar fyrirhafnar, heldur þurfum við markvisst að rækta það sem færir okkur hana. Rannsóknir hafa sýnt að peningaeyðsla í hluti eykur ekki hamingju okkar, heldur eyðsla í eitthvað sem felur í sér upplifun eða samveru, t.d. að fara á tónleika, út að borða eða að rækta áhugamálin sín. Dýrir jólapakkar eru því ekki uppskriftin að jólagleði okkar eða barna okkar; heldur skemmtilegar samverustundir með þeim sem við elskum. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef við leggjum okkur fram við að einblína á það jákvæða í kringum okkur eykst bæði hamingja okkar, þakklæti og bjartsýni. Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. Rannsóknir hafa sýnt að það eitt og sér eykur hamingju fólks. Og þegar við erum hamingjusöm smitum við aðra af þeirri gleði sem tengist jólunum; sem er eflaust dýrmætasta jólagjöfin sem við getum gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær tilfinningar sem við tengjum við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. uppeldi okkar, væntingum annarra til okkar á þessum tíma og því miður, fjárhag. Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stórkostlegan búning markaðssetningar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrirsögninni „Jólagjöfin í ár“ eru falleg verðmerkt húsgögn og fatnaður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má gleyma börnunum, sem fá sinn eigin dótabækling með völdum leikföngum á verðbili sem kaupmenn telja hæfa jólagjöfum. Þar að auki hafa líkamsræktarstöðvarnar nýtt þessa hátíð í markaðssetningu. Úrvalið er fjölbreytt: bæði er hægt að skrá sig í átaksnámskeið fyrir jólin til að fyrirbyggja jólakílóin eða komast í jólakjólinn og síðan eru sérstök námskeið til að koma sér í form eftir jólin. Og ekki má gleyma jólahreingerningunni. Hver veit hvaðan hún kom. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi og enginn var að stressa sig á að allt væri tipp topp og hreint á þeirri stundu. Það er því engin furða að þessi árstími valdi landsmönnum áhyggjum, samviskubiti og/eða streitu.Hamingjan Í öllu þessu jólaáreiti er því nauðsynlegt að loka augunum um stund og hugsa um hvað það er sem veitir okkur raunverulega hamingju. Því hamingjan er ekki eitthvað sem gerist án okkar fyrirhafnar, heldur þurfum við markvisst að rækta það sem færir okkur hana. Rannsóknir hafa sýnt að peningaeyðsla í hluti eykur ekki hamingju okkar, heldur eyðsla í eitthvað sem felur í sér upplifun eða samveru, t.d. að fara á tónleika, út að borða eða að rækta áhugamálin sín. Dýrir jólapakkar eru því ekki uppskriftin að jólagleði okkar eða barna okkar; heldur skemmtilegar samverustundir með þeim sem við elskum. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef við leggjum okkur fram við að einblína á það jákvæða í kringum okkur eykst bæði hamingja okkar, þakklæti og bjartsýni. Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. Rannsóknir hafa sýnt að það eitt og sér eykur hamingju fólks. Og þegar við erum hamingjusöm smitum við aðra af þeirri gleði sem tengist jólunum; sem er eflaust dýrmætasta jólagjöfin sem við getum gefið.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun