Koma jólin á fasteignamarkaði í ár? Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Það er engu líkara en jólin séu þegar komin hjá mörgum. Það mátti heyra á flestum sem hringdu inn í síðdegisþátt á föstudag, að þeir voru almennt ánægðir með skuldaleiðréttinguna. Það er afrek útaf fyrir sig að svo almenn og víðtæk efnahagsaðgerð verði nú loksins að veruleika. Hækkandi fasteignaverðHeimilin munu án efa njóta góðs af þessari aðgerð, beint í formi lækkunar á greiðslubyrði og óbeint þar sem þetta er mikil innspýting inn í hagkerfið. Yngra fólk er stærsti hópurinn sem fær leiðréttingu. Sá hópur er á barneignaraldri og eflaust hafa margir þurft að stækka við sig en ekki treyst sér til þess. Ef þessi hópur fer nú að hugsa sér til hreyfings hefur það keðjuverkandi áhrif á fasteignaverð. Undanfarin misseri hafa minnstu eignirnar selst vel og hækkað hlutfallslega meira en aðrar, en svokallaðar millieignir hafa setið eftir. Betri greiðslugeta, aukin bjartsýni og meira atvinnuöryggi eru forsendur þess að fólk ræðst frekar í fasteignakaup. Það hefur jákvæð áhrif á allan fasteignamarkaðinn. Almenn jákvæð efnahagsaðgerðSpáð er auknum hagvexti á næsta ári. Með skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar verður innspýting inn í hagkerfið allt að 150 milljarðar á næstu 3 árum. Það ætti að hafa jákvæð áhrif á einkaneyslu sem kallar á fleiri störf og sennilega betri kjör. Hvað verður um þessa 80 milljarða sem fara í beinar höfuðstólsleiðréttingar strax á næsta ári? Íbúðalánasjóður, bankar og lífeyrissjóðir fá þessa peninga til sín og þurfa að koma þeim aftur í ávöxtun. Fjárfestingartækifæri eru mjög takmörkuð fyrir lífeyrissjóði, jafnvel þó gjaldeyrishöftunum verði aflétt, því þeir verða líklega síðastir til að fá að fara með peningana úr landi. Bankar og aðrar lánastofnanir þurfa að koma peningunum aftur í vinnu með útlánum. Skapist meira framboð af lánsfé en eftirspurn, þá eru komnar forsendur fyrir því að vextir lækki loksins… að því gefnu að Seðlabankinn grípi ekki inn í. Mikið væri nú gott að sjá vexti lækka. Þá fengju heimilin og atvinnulífið loksins tækifæri til að fjármagna sig með minni vaxtakostnaði. Fólk myndi þá ráða miklu betur við afborganir af húsnæðislánum og eiga auðveldara með að standast greiðslumat. Það hefði einnig jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn. Nú á Seðlabankinn leikinn og þarf að lækka vexti til að hagsældin sem nú er framundan skili sér til heimilanna, í formi betri lífskjara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það er engu líkara en jólin séu þegar komin hjá mörgum. Það mátti heyra á flestum sem hringdu inn í síðdegisþátt á föstudag, að þeir voru almennt ánægðir með skuldaleiðréttinguna. Það er afrek útaf fyrir sig að svo almenn og víðtæk efnahagsaðgerð verði nú loksins að veruleika. Hækkandi fasteignaverðHeimilin munu án efa njóta góðs af þessari aðgerð, beint í formi lækkunar á greiðslubyrði og óbeint þar sem þetta er mikil innspýting inn í hagkerfið. Yngra fólk er stærsti hópurinn sem fær leiðréttingu. Sá hópur er á barneignaraldri og eflaust hafa margir þurft að stækka við sig en ekki treyst sér til þess. Ef þessi hópur fer nú að hugsa sér til hreyfings hefur það keðjuverkandi áhrif á fasteignaverð. Undanfarin misseri hafa minnstu eignirnar selst vel og hækkað hlutfallslega meira en aðrar, en svokallaðar millieignir hafa setið eftir. Betri greiðslugeta, aukin bjartsýni og meira atvinnuöryggi eru forsendur þess að fólk ræðst frekar í fasteignakaup. Það hefur jákvæð áhrif á allan fasteignamarkaðinn. Almenn jákvæð efnahagsaðgerðSpáð er auknum hagvexti á næsta ári. Með skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar verður innspýting inn í hagkerfið allt að 150 milljarðar á næstu 3 árum. Það ætti að hafa jákvæð áhrif á einkaneyslu sem kallar á fleiri störf og sennilega betri kjör. Hvað verður um þessa 80 milljarða sem fara í beinar höfuðstólsleiðréttingar strax á næsta ári? Íbúðalánasjóður, bankar og lífeyrissjóðir fá þessa peninga til sín og þurfa að koma þeim aftur í ávöxtun. Fjárfestingartækifæri eru mjög takmörkuð fyrir lífeyrissjóði, jafnvel þó gjaldeyrishöftunum verði aflétt, því þeir verða líklega síðastir til að fá að fara með peningana úr landi. Bankar og aðrar lánastofnanir þurfa að koma peningunum aftur í vinnu með útlánum. Skapist meira framboð af lánsfé en eftirspurn, þá eru komnar forsendur fyrir því að vextir lækki loksins… að því gefnu að Seðlabankinn grípi ekki inn í. Mikið væri nú gott að sjá vexti lækka. Þá fengju heimilin og atvinnulífið loksins tækifæri til að fjármagna sig með minni vaxtakostnaði. Fólk myndi þá ráða miklu betur við afborganir af húsnæðislánum og eiga auðveldara með að standast greiðslumat. Það hefði einnig jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn. Nú á Seðlabankinn leikinn og þarf að lækka vexti til að hagsældin sem nú er framundan skili sér til heimilanna, í formi betri lífskjara.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun