Nýr Mazda CX-3 Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 09:26 Mazda CX-3. Mazda kynnir nú glænýjan jeppling á bílasýningunni í Los Angeles, Mazda CX-3. Sýningin opnar fyrir almenning á föstudaginn, en blaðamenn í dag. Mazda CX-3 er byggður á smábílnum Mazda2 og því er hér um að ræða fremur smávaxinn jeppling, eins og svo margir bílaframleiðendur smíða í dag. Eins og í flestum öðrum Mazda bílum situr 2,0 lítra Skyactive vél undir húddinu sem getur bæði tengst 6 gíra beinskiptingu sem sjálfskiptingu. Bíllinn mun bæði fást fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn, en fjórhjóladrifið er það sama og finnst í Mazda CX-5 jepplingnum, sem selst hefur eins og heitar lummur um allan heim. Innréttingin í Mazda CX-3 er nauðalík þeirri í Mazda2 og naumhyggjuleg þar sem takkaflóðið er ekki allsráðandi. Það sem vekur helst athygli í innréttingunni er upplýsingaskjár sem sprettur uppúr mælaborðinu við ræsingu, búnaður sem helst hefur sést í dýrari bílum. Gera má ráð fyrir að Mazda mokselji af þessum nýja jepplingi, en öllum nýjum bílum Mazda hefur verið tekið með kostum á undanförnum misserum, enda hafa bílarnir allir þótt afar vel heppnaðir og með frábærar vélar. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Mazda kynnir nú glænýjan jeppling á bílasýningunni í Los Angeles, Mazda CX-3. Sýningin opnar fyrir almenning á föstudaginn, en blaðamenn í dag. Mazda CX-3 er byggður á smábílnum Mazda2 og því er hér um að ræða fremur smávaxinn jeppling, eins og svo margir bílaframleiðendur smíða í dag. Eins og í flestum öðrum Mazda bílum situr 2,0 lítra Skyactive vél undir húddinu sem getur bæði tengst 6 gíra beinskiptingu sem sjálfskiptingu. Bíllinn mun bæði fást fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn, en fjórhjóladrifið er það sama og finnst í Mazda CX-5 jepplingnum, sem selst hefur eins og heitar lummur um allan heim. Innréttingin í Mazda CX-3 er nauðalík þeirri í Mazda2 og naumhyggjuleg þar sem takkaflóðið er ekki allsráðandi. Það sem vekur helst athygli í innréttingunni er upplýsingaskjár sem sprettur uppúr mælaborðinu við ræsingu, búnaður sem helst hefur sést í dýrari bílum. Gera má ráð fyrir að Mazda mokselji af þessum nýja jepplingi, en öllum nýjum bílum Mazda hefur verið tekið með kostum á undanförnum misserum, enda hafa bílarnir allir þótt afar vel heppnaðir og með frábærar vélar.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent