Innlent

Gera ráð fyrir 0,7% verðbólgu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Raftæki og húsaleiga lækki í desember.
Raftæki og húsaleiga lækki í desember. vísir/gva
IFS Greining gerir ráð fyrir því að verðlag hækki um 0,2 prósent í desember. Gangi sú spá eftir lækkar tólf mánaða verðbólga úr einu prósentustigi niður í 0,7 prósent. Verðbólgutölur Hagstofunnar verða kynntar 19. desember.

Bensín og olía halda áfram að lækka en árstíðabundin hækkun flugfargjalda veldur því að ferða- og flutningaliðurinn hækkar. Matarkarfan hækkar lítillega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×