Velferð í Garðabæ Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 31. maí 2014 07:00 Foreldrahlutverkið er eitt hið ábyrgðarmesta á lífsleiðinni, við þekkum vel hvernig lífið gjörbreytist við tilkomu barns. Garðabær er fjölskyldubær með sterka þjónustu við ungmenni og aðstæður sem skapa öryggi og tækifæri til vaxtar. Að taka þá ákvörðun að setja foreldrahlutverkið í öndvegi er lykilákvörðun til farsældar barna, foreldra og bæjarfélags. Fræðsluyfirvöld, fagaðilar og aðrir sem styðja við börnin og okkur í foreldrahlutverkinu eru í lykilhlutverki. Skólamál Skólinn er sú stofnun sem hefur ríkulegust áhrif á sjálfsmynd og vellíðan barna. Öflugir kennarar og umhyggjusamir starfsmenn skólanna eru ómetanlegur fjársjóður sem ríkulega þarf að hlúa að. Tryggjum að skólarnir í Garðabæ séu eftirsóknarverður starfsvettvangur og áfram í fremstu röð skóla. Forvarnir Garðabær er nærsamfélag með sterkt öryggisnet. Slíkt samfélag skapar ákjósanleg uppvaxtarskilyrði. Höldum fast í þessi einkenni áfram. Tengsl milli foreldra hafa forvarnagildi og skapa samstöðu t.d. varðandi útivistartíma, netnotkun og virðingu í samskiptum. Tengslanet foreldra styður við mikilvæga þætti eins og að vita ávallt hvar barnið er og leyfa ekki eftirlitslaus partí heldur skapa börnum tækifæri til að hittast í öruggu umhverfi. Veljum samstöðu foreldra og samveru með börnum okkar. Íþrótta- og tómstundaiðkun Fjölbreyttar tómstundir, einstaklings- og hópíþróttir og tómstundir sem ekki byggjast á samkeppnisumhverfi þurfa að tengjast skóladegi barna og vera í boði fyrir fólk á öllum aldri. Í bænum okkar leggjum við áherslur á margþætt og hvetjandi tómstundastarf þar sem afreksfólk jafnt sem almennir iðkendur fá notið sín, spornum gegn brotthvarfi úr tómstundum á unglingsárum. Félagsþjónusta og öryggisnet Í Garðabæ látum við okkur annt hvert um annað. Félagsþjónustan styður fjölskyldur og einstaklinga í gegnum erfið tímabil, til sjálfshjálpar, til að finna til sín og njóta sín. Ekkert barn á að hverfa frá tómstundastarfi, skólamáltíðum eða öðru sem telst æskilegt í uppvexti vegna fjárhags. Bæjarbragur Samkennd, vinátta, nánd og öryggi styður við vellíðan og hamingju. Þessir þættir einkenna Garðabæ og við kjósum að lifa í persónulegu samfélagi með hátt þjónustustig, veljum áfram góðan Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Foreldrahlutverkið er eitt hið ábyrgðarmesta á lífsleiðinni, við þekkum vel hvernig lífið gjörbreytist við tilkomu barns. Garðabær er fjölskyldubær með sterka þjónustu við ungmenni og aðstæður sem skapa öryggi og tækifæri til vaxtar. Að taka þá ákvörðun að setja foreldrahlutverkið í öndvegi er lykilákvörðun til farsældar barna, foreldra og bæjarfélags. Fræðsluyfirvöld, fagaðilar og aðrir sem styðja við börnin og okkur í foreldrahlutverkinu eru í lykilhlutverki. Skólamál Skólinn er sú stofnun sem hefur ríkulegust áhrif á sjálfsmynd og vellíðan barna. Öflugir kennarar og umhyggjusamir starfsmenn skólanna eru ómetanlegur fjársjóður sem ríkulega þarf að hlúa að. Tryggjum að skólarnir í Garðabæ séu eftirsóknarverður starfsvettvangur og áfram í fremstu röð skóla. Forvarnir Garðabær er nærsamfélag með sterkt öryggisnet. Slíkt samfélag skapar ákjósanleg uppvaxtarskilyrði. Höldum fast í þessi einkenni áfram. Tengsl milli foreldra hafa forvarnagildi og skapa samstöðu t.d. varðandi útivistartíma, netnotkun og virðingu í samskiptum. Tengslanet foreldra styður við mikilvæga þætti eins og að vita ávallt hvar barnið er og leyfa ekki eftirlitslaus partí heldur skapa börnum tækifæri til að hittast í öruggu umhverfi. Veljum samstöðu foreldra og samveru með börnum okkar. Íþrótta- og tómstundaiðkun Fjölbreyttar tómstundir, einstaklings- og hópíþróttir og tómstundir sem ekki byggjast á samkeppnisumhverfi þurfa að tengjast skóladegi barna og vera í boði fyrir fólk á öllum aldri. Í bænum okkar leggjum við áherslur á margþætt og hvetjandi tómstundastarf þar sem afreksfólk jafnt sem almennir iðkendur fá notið sín, spornum gegn brotthvarfi úr tómstundum á unglingsárum. Félagsþjónusta og öryggisnet Í Garðabæ látum við okkur annt hvert um annað. Félagsþjónustan styður fjölskyldur og einstaklinga í gegnum erfið tímabil, til sjálfshjálpar, til að finna til sín og njóta sín. Ekkert barn á að hverfa frá tómstundastarfi, skólamáltíðum eða öðru sem telst æskilegt í uppvexti vegna fjárhags. Bæjarbragur Samkennd, vinátta, nánd og öryggi styður við vellíðan og hamingju. Þessir þættir einkenna Garðabæ og við kjósum að lifa í persónulegu samfélagi með hátt þjónustustig, veljum áfram góðan Garðabæ.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun