Kári þarf að greiða reikninginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2014 10:32 Kári Stefánsson og Karl Axelsson. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða Karli Axelssyni, lögmanni og settum hæstaréttardómara, tvær milljónir króna. Um er að ræða reikning sem Kári hafði neitað að greiða Karli vegna starfa þess síðarnefnda fyrir forstjórann. Stefndi Kári Karli vegna þessa og taldi reikninginn of háan. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kári krafðist þess að úrskurður Lögmannafélagsins um þóknun Karls yrði felldur úr gildi og að hæstaréttarlögmaðurinn greiddi allan málskostnað. Kári þarf hins vegar að greiða 470 þúsund krónur í málskostnað. Við aðalmeðferð málsins sagðist Kári hafa ráðið Karl í vinnu og að þeir hafi gert með sér samkomulag um það. Reikningurinn hafi hins vegar ekki passað við það samkomulag þar sem fulltrúi Karls, Þórhallur Bergmann, var skráður fyrir 150 tímum af vinnunni en Karl fyrir 17 tímum. Kári sagði að Karl hefði svo upplýst sig um að hann væri hættur að flytja mál fyrir héraði. Aðspurður um hverju hann hefði þá svarað sagði Kári: „Ég benti honum á að við hefðum gert með okkur samkomulag um að hann myndi flytja mitt mál. Þetta voru svona nokkuð hvöss samskipti.“ Einum til tveimur dögum síðar hafi hann fengið bréf þar sem kom fram að Karl hefði sagt sig frá málinu vegna misklíðar á milli þeirra.Kári í héraðsdómi ásamt Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni sínum.Vísir/SKHKári ósáttur við kostnaðinn og laun fulltrúans Karl Axelsson gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Fram kom í máli hans að samskipti við arkitektastofu, sem hafði undir höndum öll gögn er vörðuðu málið, hafi verið mjög slæm. Það hafi gengið erfiðlega að byggja upp málið vegna þess en það hafi þó tekist á endanum. Þá sagði Karl að Kári hefði verið ósáttur við ýmislegt. „Hann var ósáttur við kostnað málsins, fannst laun fulltrúa míns of mikil og svo var hætt að borga reikninga.“ Karl sagðist hafa ákveðið að slíta viðskiptasambandinu við Kára eftir að sá síðarnefndi hafði skellt tvisvar á sig, en Kári sagði við skýrslutöku að símasamband hefði rofnað. Karl sagði það ekki rétt að hann hefði tilkynnt Kára að hann væri hættur að flytja mál í héraði. Þá væri það hefðbundið að fleiri en einn lögmaður kæmu að undirbúningi máls. Það hefði einnig verið þannig í þessu tilfelli og aldrei hafi staðið annað til en að hann sjálfur myndi flytja málið.Taldi að um mistök væri að ræða Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Kára, vakti athygli á því að í þingbók hafi fulltrúinn verið bókaður á fyrirtökur í málinu en ekki Karl sjálfur. Karl gat ekki svarað hvers vegna það væri en taldi líklegt að um mistök væri að ræða við ritun þingbókarinnar. Umræddur fulltrúi bar líka vitni í málinu. Hann sagði einnig að samskipti við arkitektastofuna hefðu gengið brösuglega og að verkaskipting milli sín og Karls hefði verið með eðlilegum hætti. Aldrei hefði annað komið til greina en að Karl myndi flytja málið fyrir héraði þó að fulltrúinn hefði mætt í þinghöld fyrir hans hönd. Fulltrúinn taldi einfaldlega að mistök hefðu verið gerð við ritun þingbókanna þar sem hann væri skráður með málið. Lögmaður Kára þjarmaði að fulltrúanum og spurði hvers vegna hann sem „góður lögmaður“ hefði ekki gert athugasemdir við þingbækur ef villur væri að finna þar. Fulltrúinn sagðist ekki hafa tekið eftir mistökunum. Tengdar fréttir Kári Stefánsson neitar að borga reikninginn Aðalmeðferð í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, gegn Karli Axelssyni, hæstaréttarlögmanni hjá lögmannsstofunni Lex, fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21. október 2014 17:15 Kári stefnir lögmanninum sínum Kári Stefánsson hefur stefnt lögmanninum Karli Axelssyni til að fá hnekktum úrskurði um þóknun sem Kári skuldar lögmannsstofu Karls. 11. febrúar 2014 14:33 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða Karli Axelssyni, lögmanni og settum hæstaréttardómara, tvær milljónir króna. Um er að ræða reikning sem Kári hafði neitað að greiða Karli vegna starfa þess síðarnefnda fyrir forstjórann. Stefndi Kári Karli vegna þessa og taldi reikninginn of háan. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kári krafðist þess að úrskurður Lögmannafélagsins um þóknun Karls yrði felldur úr gildi og að hæstaréttarlögmaðurinn greiddi allan málskostnað. Kári þarf hins vegar að greiða 470 þúsund krónur í málskostnað. Við aðalmeðferð málsins sagðist Kári hafa ráðið Karl í vinnu og að þeir hafi gert með sér samkomulag um það. Reikningurinn hafi hins vegar ekki passað við það samkomulag þar sem fulltrúi Karls, Þórhallur Bergmann, var skráður fyrir 150 tímum af vinnunni en Karl fyrir 17 tímum. Kári sagði að Karl hefði svo upplýst sig um að hann væri hættur að flytja mál fyrir héraði. Aðspurður um hverju hann hefði þá svarað sagði Kári: „Ég benti honum á að við hefðum gert með okkur samkomulag um að hann myndi flytja mitt mál. Þetta voru svona nokkuð hvöss samskipti.“ Einum til tveimur dögum síðar hafi hann fengið bréf þar sem kom fram að Karl hefði sagt sig frá málinu vegna misklíðar á milli þeirra.Kári í héraðsdómi ásamt Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni sínum.Vísir/SKHKári ósáttur við kostnaðinn og laun fulltrúans Karl Axelsson gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Fram kom í máli hans að samskipti við arkitektastofu, sem hafði undir höndum öll gögn er vörðuðu málið, hafi verið mjög slæm. Það hafi gengið erfiðlega að byggja upp málið vegna þess en það hafi þó tekist á endanum. Þá sagði Karl að Kári hefði verið ósáttur við ýmislegt. „Hann var ósáttur við kostnað málsins, fannst laun fulltrúa míns of mikil og svo var hætt að borga reikninga.“ Karl sagðist hafa ákveðið að slíta viðskiptasambandinu við Kára eftir að sá síðarnefndi hafði skellt tvisvar á sig, en Kári sagði við skýrslutöku að símasamband hefði rofnað. Karl sagði það ekki rétt að hann hefði tilkynnt Kára að hann væri hættur að flytja mál í héraði. Þá væri það hefðbundið að fleiri en einn lögmaður kæmu að undirbúningi máls. Það hefði einnig verið þannig í þessu tilfelli og aldrei hafi staðið annað til en að hann sjálfur myndi flytja málið.Taldi að um mistök væri að ræða Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Kára, vakti athygli á því að í þingbók hafi fulltrúinn verið bókaður á fyrirtökur í málinu en ekki Karl sjálfur. Karl gat ekki svarað hvers vegna það væri en taldi líklegt að um mistök væri að ræða við ritun þingbókarinnar. Umræddur fulltrúi bar líka vitni í málinu. Hann sagði einnig að samskipti við arkitektastofuna hefðu gengið brösuglega og að verkaskipting milli sín og Karls hefði verið með eðlilegum hætti. Aldrei hefði annað komið til greina en að Karl myndi flytja málið fyrir héraði þó að fulltrúinn hefði mætt í þinghöld fyrir hans hönd. Fulltrúinn taldi einfaldlega að mistök hefðu verið gerð við ritun þingbókanna þar sem hann væri skráður með málið. Lögmaður Kára þjarmaði að fulltrúanum og spurði hvers vegna hann sem „góður lögmaður“ hefði ekki gert athugasemdir við þingbækur ef villur væri að finna þar. Fulltrúinn sagðist ekki hafa tekið eftir mistökunum.
Tengdar fréttir Kári Stefánsson neitar að borga reikninginn Aðalmeðferð í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, gegn Karli Axelssyni, hæstaréttarlögmanni hjá lögmannsstofunni Lex, fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21. október 2014 17:15 Kári stefnir lögmanninum sínum Kári Stefánsson hefur stefnt lögmanninum Karli Axelssyni til að fá hnekktum úrskurði um þóknun sem Kári skuldar lögmannsstofu Karls. 11. febrúar 2014 14:33 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Kári Stefánsson neitar að borga reikninginn Aðalmeðferð í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, gegn Karli Axelssyni, hæstaréttarlögmanni hjá lögmannsstofunni Lex, fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21. október 2014 17:15
Kári stefnir lögmanninum sínum Kári Stefánsson hefur stefnt lögmanninum Karli Axelssyni til að fá hnekktum úrskurði um þóknun sem Kári skuldar lögmannsstofu Karls. 11. febrúar 2014 14:33