Benz selur Tesla bréfin Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2014 09:41 Tesla Model S og Mercedes Benz S-Class. Daimler AG, móðurfélag Mercedes Benz hefur selt þann 4% hlut sem fyrirtækið átti í bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrir þann hlut fékk Daimler 94 milljarða króna og hefur þessi fjárfesting Daimler skilað miklum hagnaði. Það var reyndar ekki upphaflega ástæðan fyrir kaupum Daimler á hlutum í Tesla. Tesla hefur útvegað Mercedes Benz íhluti í tvinn- og rafmagnsbíla þeirra á undaförnum árum og því kom þessi fjárfesting til. Það að Daimler selji þessi bréf boðar ekki endalok samstarfs Mercedes Benz við Tesla og mun Tesla áfram selja Benz íhluti í rafmagnsdrifrásir. Forstjóri Daimler lét hinsvegar hafa eftir sér að þróun á rafmagnsbílum Mercedes Benz sé að vissu leiti lokið og því ekki sama ástæða fyrir samstarfinu við Tesla. Við þær fréttir að Daimler hefði selt bréf sín í Tesla lækkuðu bréfin í kauphöllinni í New York um 3%. Þau eru þó enn mjög hátt skráð, eða á 235,34 dollarar á hlut. Bréfin hafa hækkað um 56% á árinu, en ávöxtun þeirra hefur verið stjarnfræðileg á undanförnum árum. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent
Daimler AG, móðurfélag Mercedes Benz hefur selt þann 4% hlut sem fyrirtækið átti í bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrir þann hlut fékk Daimler 94 milljarða króna og hefur þessi fjárfesting Daimler skilað miklum hagnaði. Það var reyndar ekki upphaflega ástæðan fyrir kaupum Daimler á hlutum í Tesla. Tesla hefur útvegað Mercedes Benz íhluti í tvinn- og rafmagnsbíla þeirra á undaförnum árum og því kom þessi fjárfesting til. Það að Daimler selji þessi bréf boðar ekki endalok samstarfs Mercedes Benz við Tesla og mun Tesla áfram selja Benz íhluti í rafmagnsdrifrásir. Forstjóri Daimler lét hinsvegar hafa eftir sér að þróun á rafmagnsbílum Mercedes Benz sé að vissu leiti lokið og því ekki sama ástæða fyrir samstarfinu við Tesla. Við þær fréttir að Daimler hefði selt bréf sín í Tesla lækkuðu bréfin í kauphöllinni í New York um 3%. Þau eru þó enn mjög hátt skráð, eða á 235,34 dollarar á hlut. Bréfin hafa hækkað um 56% á árinu, en ávöxtun þeirra hefur verið stjarnfræðileg á undanförnum árum.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent