Fólksbifreið valt á Hringbraut fyrr í kvöld og voru lögregla og slökkvilið kölluð á vettvang. Sjúkraflutningamenn fóru á vettvang samkvæmt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en enginn var fluttur til aðhlynningar þar sem meiðsli voru ekki alvarleg.
Tveir voru í bílnum þegar ökumaður hans missti stjórn á honum.
Hringbrautinni var lokað um tíma vegna slyssins, en fljótt var opnað aftur fyrir umferð.
Bílvelta á Hringbraut
Samúel Karl Ólason skrifar
