Við erum tossar Sigurjón M. Egilsson skrifar 28. ágúst 2014 06:00 Eina leiðin til að ná fram þeim ásetningi að hafa fjárlögin hallalaus á þessu ári er sú að tekjurnar verði meiri en gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir góðan ásetning og fyrirheit munu gjöld ríkisins aukast á yfirstandandi ári. Rekstur íslenska ríkisins mun sem sagt kosta meira en gert var ráð fyrir, og bundið var í lög. Einhverra hluta vegna springum við alltaf á limminu. Aftur og aftur tekst okkur ekki að ná fram þeim vilja okkar og ásetningi. Í nánast öllum samanburði við önnur lönd skipum við okkur á bekk með mestu tossunum hvað þetta varðar. Við höfum farið einföldustu leið til að gera vanda ríkissjóðs ekki óbærilegan. Sú leið helgast helst af því að höfum í einfaldleika okkar hækkað skatta og gjöld, sem sagt dregið úr fjárhagslegu öryggi fólks og fyrirtækja. Þessu til sönnunar eru fræðiúttektir. Þetta er íslenska leiðin. Vegna smæðar okkar þarf svo lítið til að við missum okkur og horfum fram hjá settum markmiðum. Góð loðnuvertíð, makríltorfur, kolmunni, fjölgun ferðafólks og annað þess háttar setur allt á annan endann og við gleymum aðhaldi og aðgát. Meira að segja göngum við svo hratt um gleðinnar dyr að ráðherrar gleyma, meira að segja á augabragði, því sem þeir voru svo staðfastir að gera ekki. Til að halda öllum á tánum var skipaður hagræðingarhópur, sem í sátu vaskir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Nú átti að taka á því meir og betur en áður hafði þekkst. Hópurinn skilaði af sér og svo var látið í veðri vaka að nú væri búið að berja í brestina. Hingað væri komin ríkisstjórn, ríkisstjórn aðhalds og aga. Viti menn, utanríkisráðherrann missti sig. Gerði tvo stjórnmálamenn, annan núverandi og hinn fyrrverandi, að sendiherrum. Og það án þess að það hafi beinlínis vantað sendiherra. Á Íslandi er það hvort sem er ekki aðalatriðið. Þetta reddast. Fjárlögin geta alveg endað réttum megin við núllið þótt tveir sendiherrar hafi bæst við. Tekjurnar af ferðafólkinu eru það miklar og svo er makríll okkur tryggur og álverð hefur hækkað svo það er engin ástæða til að hafa áhyggjur, eða þannig. Við verðum réttum megin þegar árið verður gert upp. Hvað munar um einn sláturkepp í sláturtíðinni, sagði örlátur ráðherra eitt sinn. Þetta hugarfar skilar okkur árum saman á tossabekkinn. Og þegar sverfur að grípum við til alkunnra ráðstafana. Hækkum skatta og gjöld, komugjöld og annað þess háttar. Þótt sláturkeppurinn sé ekki dýr í sjálfu sér skal huga að því að margt smátt gerir eitt stórt. Og ríkisútgjöldin á Íslandi halda áfram að aukast umfram það sem gerist hjá flestum öðrum þjóðum. Einverjum kann að þykja furðulegt að gjöldin aukist jafnt þegar hér sitja hægri stjórnir eða vinstri stjórnir. En það er það ekki, bara alls ekki. Hér býr þjóð sem í grunninn veit, eða heldur, að þetta reddist allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Eina leiðin til að ná fram þeim ásetningi að hafa fjárlögin hallalaus á þessu ári er sú að tekjurnar verði meiri en gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir góðan ásetning og fyrirheit munu gjöld ríkisins aukast á yfirstandandi ári. Rekstur íslenska ríkisins mun sem sagt kosta meira en gert var ráð fyrir, og bundið var í lög. Einhverra hluta vegna springum við alltaf á limminu. Aftur og aftur tekst okkur ekki að ná fram þeim vilja okkar og ásetningi. Í nánast öllum samanburði við önnur lönd skipum við okkur á bekk með mestu tossunum hvað þetta varðar. Við höfum farið einföldustu leið til að gera vanda ríkissjóðs ekki óbærilegan. Sú leið helgast helst af því að höfum í einfaldleika okkar hækkað skatta og gjöld, sem sagt dregið úr fjárhagslegu öryggi fólks og fyrirtækja. Þessu til sönnunar eru fræðiúttektir. Þetta er íslenska leiðin. Vegna smæðar okkar þarf svo lítið til að við missum okkur og horfum fram hjá settum markmiðum. Góð loðnuvertíð, makríltorfur, kolmunni, fjölgun ferðafólks og annað þess háttar setur allt á annan endann og við gleymum aðhaldi og aðgát. Meira að segja göngum við svo hratt um gleðinnar dyr að ráðherrar gleyma, meira að segja á augabragði, því sem þeir voru svo staðfastir að gera ekki. Til að halda öllum á tánum var skipaður hagræðingarhópur, sem í sátu vaskir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Nú átti að taka á því meir og betur en áður hafði þekkst. Hópurinn skilaði af sér og svo var látið í veðri vaka að nú væri búið að berja í brestina. Hingað væri komin ríkisstjórn, ríkisstjórn aðhalds og aga. Viti menn, utanríkisráðherrann missti sig. Gerði tvo stjórnmálamenn, annan núverandi og hinn fyrrverandi, að sendiherrum. Og það án þess að það hafi beinlínis vantað sendiherra. Á Íslandi er það hvort sem er ekki aðalatriðið. Þetta reddast. Fjárlögin geta alveg endað réttum megin við núllið þótt tveir sendiherrar hafi bæst við. Tekjurnar af ferðafólkinu eru það miklar og svo er makríll okkur tryggur og álverð hefur hækkað svo það er engin ástæða til að hafa áhyggjur, eða þannig. Við verðum réttum megin þegar árið verður gert upp. Hvað munar um einn sláturkepp í sláturtíðinni, sagði örlátur ráðherra eitt sinn. Þetta hugarfar skilar okkur árum saman á tossabekkinn. Og þegar sverfur að grípum við til alkunnra ráðstafana. Hækkum skatta og gjöld, komugjöld og annað þess háttar. Þótt sláturkeppurinn sé ekki dýr í sjálfu sér skal huga að því að margt smátt gerir eitt stórt. Og ríkisútgjöldin á Íslandi halda áfram að aukast umfram það sem gerist hjá flestum öðrum þjóðum. Einverjum kann að þykja furðulegt að gjöldin aukist jafnt þegar hér sitja hægri stjórnir eða vinstri stjórnir. En það er það ekki, bara alls ekki. Hér býr þjóð sem í grunninn veit, eða heldur, að þetta reddist allt saman.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun