Hinir vammlausu Sigurjón M. Egilsson skrifar 1. október 2014 07:30 Mikið hefur farið fyrir Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, vegna mjólkurmálsins. Í viðtali við Vísi sagði Guðni orðrétt: „…þar sem ég kom fram með upplýsingar beint frá Ásmundi Stefánssyni, sem var vammlaus verkalýðsleiðtogi og svo bankastjóri Landsbankans á erfiðustu tímum Íslandssögunnar. Hann sagði klárt mál að öll þau viðskipti hefðu farið fram á bankalegum forsendum.“ Þarna er Guðni að tala um viðskipti Ólafs Magnússonar, áður í Mjólku, og Landsbankans, banka sem Ásmundur Stefánsson stýrði skamma stund eftir hrun. Af orðum Guðna má ráða að Ásmundi hafi þótt við hæfi að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um viðskipti Ólafs og bankans. Má þetta? Eru fyrrverandi bankastjórar fríir frá bankaleynd? Og ef Ásmundur dreifir slíkum upplýsingum til birtingar í fjölmiðlum er nærtækast að spyrja hvort aðrar upplýsingar, og viðkvæmari, um annað fólk og önnur viðskipti séu einnig á vitorði fyrrverandi ráðamanna, eða núverandi eða bara hvers sem er. Hverjir eru vammlausir? Eitt er að lagasmiðurinn Guðni gangi fram fyrir skjöldu og verji afleiðingar laganna, og það í umboði þeirra sem nutu góðs af þeim. Annað er og af allt öðrum meiði að í þeirri baráttu sé unnt að opinbera fyrir alþjóð upplýsingar um bankaviðskipti fólks og fyrirtækja. Mjólkurmálið ætlar að geta af sér skuggahliðar. Spurning um trúnað fyrrverandi bankastjóra er meðal þeirra og það verður að gera þá kröfu að áragömul bankaviðskipti rati ekki í átök eða dægurþras. Bankamenn verða að vera ærlegri en svo að þeir láti undan ráðafólki, núverandi og fyrrverandi, og láti því í té upplýsingar um hvernig einn eða annar stóð sig gagnvart viðskiptabankanum. Ef þeir eru vammlausir, þá er spurt hvort þeir hafi leikið leikinn án þess að sjá fyrir endann á honum. Vissir í sinni sök. Nýjasta staðan er sú að frá Seljavöllum heyrist rödd Egils Eiríkssonar, sem á sæti í fulltrúaráði Auðhumlu. Egill er ákveðinn. Hann segir í samtali við Fréttablaðið: „Ég tel í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er núna að það sé réttast að kalla til fulltrúaráðsfundar þar sem ný stjórn yrði kjörin og í framhaldi af því myndi hún ráða nýjan forstjóra Mjólkursamsölunnar.“ Þrátt fyrir yfirburði í umræðunni, meðal annars vitneskju um viðskipti einstakra manna við Landsbankann, er málið hugsanlega að snúast í höndum þeirra. Meðal bænda er ekki samstaða. Þaðan er greinilega sótt að forsvarsmönnunum. „Við kúabændur viljum ekki að svona sé staðið að málum. Okkur er umhugað um orðstír Mjólkursamsölunnar og viljum ekki að honum sé stefnt í voða. Neytendur verða að vera vissir um það að við séum fyrst og fremst að gæta hagsmuna þeirra,“ sagði Egill í Fréttablaðinu í gær. Innan stjórnmálanna er mikill og þverpólitískur vilji til að halda óbreyttu kerfi. Rök þingmanna eru þau að neytendur og bændur hafi mikinn hag af því að samkeppnin sé sem minnst. Þeir taka undir með Guðna Ágústssyni og fleirum og færa fram sömu rök og hann. Það eru önnur rök í málinu. Það eru rök sem mæla með fjölbreytni, nýjungum og öðru sem fæðist í hinu smáa. Mjólkurmálið snýst aðeins að hluta um mjólk og Mjólkursamsöluna. Miklu frekar um sérhagsmuni, sérreglur, vandann við fámennið, litla markaði, nærgætni, tillitssemi og fjölbreytni. Engum þarf að koma á óvart að á Alþingi sé þverpólitísk samstaða um að viðhalda sérréttindum þess sterka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, vegna mjólkurmálsins. Í viðtali við Vísi sagði Guðni orðrétt: „…þar sem ég kom fram með upplýsingar beint frá Ásmundi Stefánssyni, sem var vammlaus verkalýðsleiðtogi og svo bankastjóri Landsbankans á erfiðustu tímum Íslandssögunnar. Hann sagði klárt mál að öll þau viðskipti hefðu farið fram á bankalegum forsendum.“ Þarna er Guðni að tala um viðskipti Ólafs Magnússonar, áður í Mjólku, og Landsbankans, banka sem Ásmundur Stefánsson stýrði skamma stund eftir hrun. Af orðum Guðna má ráða að Ásmundi hafi þótt við hæfi að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um viðskipti Ólafs og bankans. Má þetta? Eru fyrrverandi bankastjórar fríir frá bankaleynd? Og ef Ásmundur dreifir slíkum upplýsingum til birtingar í fjölmiðlum er nærtækast að spyrja hvort aðrar upplýsingar, og viðkvæmari, um annað fólk og önnur viðskipti séu einnig á vitorði fyrrverandi ráðamanna, eða núverandi eða bara hvers sem er. Hverjir eru vammlausir? Eitt er að lagasmiðurinn Guðni gangi fram fyrir skjöldu og verji afleiðingar laganna, og það í umboði þeirra sem nutu góðs af þeim. Annað er og af allt öðrum meiði að í þeirri baráttu sé unnt að opinbera fyrir alþjóð upplýsingar um bankaviðskipti fólks og fyrirtækja. Mjólkurmálið ætlar að geta af sér skuggahliðar. Spurning um trúnað fyrrverandi bankastjóra er meðal þeirra og það verður að gera þá kröfu að áragömul bankaviðskipti rati ekki í átök eða dægurþras. Bankamenn verða að vera ærlegri en svo að þeir láti undan ráðafólki, núverandi og fyrrverandi, og láti því í té upplýsingar um hvernig einn eða annar stóð sig gagnvart viðskiptabankanum. Ef þeir eru vammlausir, þá er spurt hvort þeir hafi leikið leikinn án þess að sjá fyrir endann á honum. Vissir í sinni sök. Nýjasta staðan er sú að frá Seljavöllum heyrist rödd Egils Eiríkssonar, sem á sæti í fulltrúaráði Auðhumlu. Egill er ákveðinn. Hann segir í samtali við Fréttablaðið: „Ég tel í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er núna að það sé réttast að kalla til fulltrúaráðsfundar þar sem ný stjórn yrði kjörin og í framhaldi af því myndi hún ráða nýjan forstjóra Mjólkursamsölunnar.“ Þrátt fyrir yfirburði í umræðunni, meðal annars vitneskju um viðskipti einstakra manna við Landsbankann, er málið hugsanlega að snúast í höndum þeirra. Meðal bænda er ekki samstaða. Þaðan er greinilega sótt að forsvarsmönnunum. „Við kúabændur viljum ekki að svona sé staðið að málum. Okkur er umhugað um orðstír Mjólkursamsölunnar og viljum ekki að honum sé stefnt í voða. Neytendur verða að vera vissir um það að við séum fyrst og fremst að gæta hagsmuna þeirra,“ sagði Egill í Fréttablaðinu í gær. Innan stjórnmálanna er mikill og þverpólitískur vilji til að halda óbreyttu kerfi. Rök þingmanna eru þau að neytendur og bændur hafi mikinn hag af því að samkeppnin sé sem minnst. Þeir taka undir með Guðna Ágústssyni og fleirum og færa fram sömu rök og hann. Það eru önnur rök í málinu. Það eru rök sem mæla með fjölbreytni, nýjungum og öðru sem fæðist í hinu smáa. Mjólkurmálið snýst aðeins að hluta um mjólk og Mjólkursamsöluna. Miklu frekar um sérhagsmuni, sérreglur, vandann við fámennið, litla markaði, nærgætni, tillitssemi og fjölbreytni. Engum þarf að koma á óvart að á Alþingi sé þverpólitísk samstaða um að viðhalda sérréttindum þess sterka.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar