Varasjúkraflugvélar oft ekki til reiðu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. janúar 2014 07:00 Mýflug annast rekstur flugvélar Flugmálastjórnar og notar hana sem varavél í sjúkraflugi. Ekki fæst afrit af samningum um leigu vélarinnar. Fréttablaðið/Pjetur Samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og Mýflugs skal varaflugvél ávalt vera til taks á Akureyrarflugvelli innan 105 mínútna frá því beiðni berst ef aðalflugvélin er upptekin í öðru sjúkraflugi. Óvíst er að Mýflug uppfylli þetta ákvæði. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu féllust Sjúkratryggingar Íslands á það við endurnýjun samnings við Mýflug um sjúkraflug nú um áramótin að lækka kröfu á félagið um bankaábyrgð úr 88,5 milljónum króna í 44 milljónir. Ástæður voru sagðar vanefndalaus viðskipti frá upphafi og að Mýflug hefði tvær varasjúkraflugvélar. Varaflugvélarnar sem vísað er til eru annars vegar flugvél Flugmálastjórnar, TF-FMS, sem félagið leigir af Isavia og hins vegar TF-NLB, sem er flugvél í eigu flugfélagsins Norlandair á Akureyri.Varavél í öðrum verkefnum Sem fyrr segir á varaflugvél ávallt að vera til taks innan við 105 mínútum frá því beiðni berst ef aðalflugvélin er upptekin í öðru sjúkraflugi. Erfitt er að sjá að Mýflug uppfylli þetta því hinar vélararnar tvær eru alls ekki ávallt til taks og eru jafnvel erlendis. Í gögnum Mýflugs í útboði fyrir rúmu ári er vísað til samnings sem gerður var við Flugstoðir (síðar Isavia) árið 2008 „um rekstur flugvélar fyrirtækisins sem ætluð er til flugmælinga og annarra flugverkefna.“ Sú vél er sem sagt oft upptekin í verkefnum vítt og og breitt, jafnvel í Færeyjum og á Grænlandi. Að auki er sú vél í Reykjavík en ekki á Akureyrarflugvelli, þaðan sem sjúkraflugi er sinnt af sérþjálfuðum mannskap sjúkrahússins og slökkviliðsins og ýmis lífsnauðsynleg tæki eru staðsett.Fyrir viku sagði Fréttablaðið frá því að Sjúkratryggingar Íslands hefðu samþykkt að lækka kröfu um bankaábyrgð vegna sjúkraflugs Mýflugs um helming.Heiðursmannasakomulag um varaflugvél Enn síður virðist vél Norlandair vera til taks fyrir Mýflug fyrirvaralaust enda hefur enginn formlegur samningur verið um slíkt og sú vél er í margvíslegum verkefnum hjá Norlandair. „Það er bara heiðursmannasamkomulag milli mín og Leifs [Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs]. Alveg eins og hann hjálpar mér þá hjálpa ég honum. Þetta hefur allt gengið þokkalega vel,“ segir Friðrik Adolfsson, framkvæmdastjóri Norlandair. Umrædd flugvél Norlandair er útbúin sjúkraflutningabúnaði en hún er fjarri því alltaf til reiðu fyrir Mýflug. „Við erum náttúrulega að nota hana fyrir okkur. Við erum með samning við Air Greenland um að sjá um sjúkraflug milli Íslands og Grænlands og milli Íslands og Danmerkur,“ segir hann. TF-NLB er auk þess í ýmsu öðru farþega- og leiguflugi hjá Norlandair.„Nánast hægt að ganga á milli flugvéla“ Miðað við framangreint stenst vart sú mynd sem Mýflug dregur upp af stöðu varaflugvélanna í gögnum sínum í útboðinu í nóvember 2012: „Önnur er jafnan staðsett á Akureyri (TF-NLB) en hin í Reykjavík (TF-FMS). Veitir þetta einstakt rekstraröryggi þar sem varaflugvél er staðsett á báðum helstu flugvöllum verkefnisins og því nánast hægt að ganga á milli flugvéla hvort heldur er á Akureyri eða í Reykjavík og halda áfram flugi komi til þess að aðalflugvélin bili.“ Þess má geta að Isavia hefur neitað beiðni Fréttablaðsins um afrit af samningum sínum við Mýflug um leigu á TF-FMS og um þjónustu flugfélagsins við stofnunina. Sagt er að upplýsingalögin veiti aðgang að gögnum hjá Isavia fyrir 1. júlí 2013 og að Isavia veiti ekki aðgang að gögnum er varði fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og Mýflugs skal varaflugvél ávalt vera til taks á Akureyrarflugvelli innan 105 mínútna frá því beiðni berst ef aðalflugvélin er upptekin í öðru sjúkraflugi. Óvíst er að Mýflug uppfylli þetta ákvæði. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu féllust Sjúkratryggingar Íslands á það við endurnýjun samnings við Mýflug um sjúkraflug nú um áramótin að lækka kröfu á félagið um bankaábyrgð úr 88,5 milljónum króna í 44 milljónir. Ástæður voru sagðar vanefndalaus viðskipti frá upphafi og að Mýflug hefði tvær varasjúkraflugvélar. Varaflugvélarnar sem vísað er til eru annars vegar flugvél Flugmálastjórnar, TF-FMS, sem félagið leigir af Isavia og hins vegar TF-NLB, sem er flugvél í eigu flugfélagsins Norlandair á Akureyri.Varavél í öðrum verkefnum Sem fyrr segir á varaflugvél ávallt að vera til taks innan við 105 mínútum frá því beiðni berst ef aðalflugvélin er upptekin í öðru sjúkraflugi. Erfitt er að sjá að Mýflug uppfylli þetta því hinar vélararnar tvær eru alls ekki ávallt til taks og eru jafnvel erlendis. Í gögnum Mýflugs í útboði fyrir rúmu ári er vísað til samnings sem gerður var við Flugstoðir (síðar Isavia) árið 2008 „um rekstur flugvélar fyrirtækisins sem ætluð er til flugmælinga og annarra flugverkefna.“ Sú vél er sem sagt oft upptekin í verkefnum vítt og og breitt, jafnvel í Færeyjum og á Grænlandi. Að auki er sú vél í Reykjavík en ekki á Akureyrarflugvelli, þaðan sem sjúkraflugi er sinnt af sérþjálfuðum mannskap sjúkrahússins og slökkviliðsins og ýmis lífsnauðsynleg tæki eru staðsett.Fyrir viku sagði Fréttablaðið frá því að Sjúkratryggingar Íslands hefðu samþykkt að lækka kröfu um bankaábyrgð vegna sjúkraflugs Mýflugs um helming.Heiðursmannasakomulag um varaflugvél Enn síður virðist vél Norlandair vera til taks fyrir Mýflug fyrirvaralaust enda hefur enginn formlegur samningur verið um slíkt og sú vél er í margvíslegum verkefnum hjá Norlandair. „Það er bara heiðursmannasamkomulag milli mín og Leifs [Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs]. Alveg eins og hann hjálpar mér þá hjálpa ég honum. Þetta hefur allt gengið þokkalega vel,“ segir Friðrik Adolfsson, framkvæmdastjóri Norlandair. Umrædd flugvél Norlandair er útbúin sjúkraflutningabúnaði en hún er fjarri því alltaf til reiðu fyrir Mýflug. „Við erum náttúrulega að nota hana fyrir okkur. Við erum með samning við Air Greenland um að sjá um sjúkraflug milli Íslands og Grænlands og milli Íslands og Danmerkur,“ segir hann. TF-NLB er auk þess í ýmsu öðru farþega- og leiguflugi hjá Norlandair.„Nánast hægt að ganga á milli flugvéla“ Miðað við framangreint stenst vart sú mynd sem Mýflug dregur upp af stöðu varaflugvélanna í gögnum sínum í útboðinu í nóvember 2012: „Önnur er jafnan staðsett á Akureyri (TF-NLB) en hin í Reykjavík (TF-FMS). Veitir þetta einstakt rekstraröryggi þar sem varaflugvél er staðsett á báðum helstu flugvöllum verkefnisins og því nánast hægt að ganga á milli flugvéla hvort heldur er á Akureyri eða í Reykjavík og halda áfram flugi komi til þess að aðalflugvélin bili.“ Þess má geta að Isavia hefur neitað beiðni Fréttablaðsins um afrit af samningum sínum við Mýflug um leigu á TF-FMS og um þjónustu flugfélagsins við stofnunina. Sagt er að upplýsingalögin veiti aðgang að gögnum hjá Isavia fyrir 1. júlí 2013 og að Isavia veiti ekki aðgang að gögnum er varði fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira