Segir gagnrýni forsætisráðherra fordæmalausa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 08:52 Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri í Seðlabankanum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Seðlabankinn er bara að vinna þá vinnu sem hann þarf að vinna,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra furðaði sig í ræðu á Viðskiptaþingi í fyrradag á því að Seðlabankinn skyldi leggja vinnu í greiningu á áhrifum skuldaleiðréttinga ríkisstjórnarinnar á verðbólgu sem birt var í Peningamálum bankans, þegar ríkisstjórnin biði enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. „Það var fyrirsjáanlegt að við þessar aðgerðir yrði um töluverða breytingu á þjóðhagsspá að ræða og þess vegna þurfti að skoða þetta sérstaklega. Þessi viðauki var nauðsynlegur liður í að undirbúa bæði ákvarðanir í peningamálum og síðan að gera þá greiðslujafnaðargreiningu sem Seðlabankinn er að vinna að,“ segir Stefán. „Til að vinna greiðslujafnaðargreininguna þarf þessi vinna að fara fram, það þarf að meta stöðuna í efnahagslífinu og það sem fram kemur í Peningamálum er liður í því,“ segir Stefán. Forsætisráðherra sagðist furða sig á að hagfræðideild Seðlabankans eyddi tíma og orku í ítarlega greiningu á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar. Hagfræðideild Landsbankans segir ríkisstjórnina vantreysta Seðlabankanum til að sinna lögbundnum skyldum. Stefán segir að Seðlabankinn eigi að stuðla að stöðugu verðlagi og ákveðið sjálfstæði vera falið í því. Hann tjái sig ekki um hvort vantraust sé milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar.Daníel Svavarsson er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.„Ég veit engin dæmi þess að forsætisráðherrar erlendis gagnrýni sína seðlabanka svona hart,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Deildin birti Hagsjá sína í gær þar sem fram kemur að ekki verði betur séð en að sú staða sé upp komin að ríkisstjórn landsins vantreysti Seðlabankanum til að gegna lögbundnum skyldum sínum. Í Peningamálum sagði Seðlabankinn að nauðsynlegt yrði, vegna fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um skuldalækkanir íbúðalána, að beita stjórntækjum peningastefnunnar, það er stýrivöxtum, af mun meiri hörku en ella hefði verið þörf á, en engu að síður yrði ómögulegt að hemja verðbólguáhrif aðgerðanna að fullu. Daníel segir að með þessu séu ríkisstjórnin og Seðlabankinn að toga hvort í sína áttina. „Það var niðurstaða Rannsóknarskýrslu Alþingis að þegar þenslan var sem mest á sínum tíma var Seðlabankinn að reyna að draga úr henni á meðan verið var að lækka skatta og fara í aðrar þensluhvetjandi aðgerðir í ríkisfjármálunum. Það myndaðist síðan almenn sátt um það eftir hrunið að það hefðu verið ákveðin mistök að Seðlabankinn hefði verið einn í baráttunni við verðbólguna og samstaða um það að vinna saman að markmiðinu,“ segir Daníel. Hann segir skuldalækkunina hafa talsvert verðbólguhvetjandi áhrif að mati Seðlabankans og fyrir vikið þurfi hann að beita stjórntækjum sínum af hörku. „Það er skrítið að ríkisfjármálin taki ekki meira tillit til þess að við erum ekki búin að ná verðbólgumarkmiðinu,“ segir Daníel. Hagfræðideildin segir einnig í Hagsjánni að viðbrögð forsætisráðherra í ræðu sinni, þar sem hann lýsti furðu á forgangsröðun Seðlabankans vektu athygli. Deildin segir þannig komið upp vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans sem muni óhjákvæmilega veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. „Við sjáum þessi viðbrögð og það ekki í fyrsta skiptið og það bendir til þess að ekki sé mikið traust þarna á milli og þá aðallega í aðra áttina. Greiningaraðilar erlendis horfa á þetta samspil og sjá að menn eru ekki samstiga og það er hið versta mál,“ segir Daníel að lokum. Tengdar fréttir Vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans Landsbankinn segir afstöðu forsætisráðherra til greiningar Seðlabankans veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. 13. febrúar 2014 14:28 Ísland opið fyrir viðskiptum en ekki til sölu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór um víðan völl í ræðu sinni á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag. 12. febrúar 2014 15:31 Sendi Seðlabankanum tóninn á Viðskiptaþingi Forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn legði meiri áherslu á að gera óumbeðna úttekt á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á meðan stjórnvöld biðu enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. 12. febrúar 2014 20:49 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
„Seðlabankinn er bara að vinna þá vinnu sem hann þarf að vinna,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra furðaði sig í ræðu á Viðskiptaþingi í fyrradag á því að Seðlabankinn skyldi leggja vinnu í greiningu á áhrifum skuldaleiðréttinga ríkisstjórnarinnar á verðbólgu sem birt var í Peningamálum bankans, þegar ríkisstjórnin biði enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. „Það var fyrirsjáanlegt að við þessar aðgerðir yrði um töluverða breytingu á þjóðhagsspá að ræða og þess vegna þurfti að skoða þetta sérstaklega. Þessi viðauki var nauðsynlegur liður í að undirbúa bæði ákvarðanir í peningamálum og síðan að gera þá greiðslujafnaðargreiningu sem Seðlabankinn er að vinna að,“ segir Stefán. „Til að vinna greiðslujafnaðargreininguna þarf þessi vinna að fara fram, það þarf að meta stöðuna í efnahagslífinu og það sem fram kemur í Peningamálum er liður í því,“ segir Stefán. Forsætisráðherra sagðist furða sig á að hagfræðideild Seðlabankans eyddi tíma og orku í ítarlega greiningu á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar. Hagfræðideild Landsbankans segir ríkisstjórnina vantreysta Seðlabankanum til að sinna lögbundnum skyldum. Stefán segir að Seðlabankinn eigi að stuðla að stöðugu verðlagi og ákveðið sjálfstæði vera falið í því. Hann tjái sig ekki um hvort vantraust sé milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar.Daníel Svavarsson er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.„Ég veit engin dæmi þess að forsætisráðherrar erlendis gagnrýni sína seðlabanka svona hart,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Deildin birti Hagsjá sína í gær þar sem fram kemur að ekki verði betur séð en að sú staða sé upp komin að ríkisstjórn landsins vantreysti Seðlabankanum til að gegna lögbundnum skyldum sínum. Í Peningamálum sagði Seðlabankinn að nauðsynlegt yrði, vegna fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um skuldalækkanir íbúðalána, að beita stjórntækjum peningastefnunnar, það er stýrivöxtum, af mun meiri hörku en ella hefði verið þörf á, en engu að síður yrði ómögulegt að hemja verðbólguáhrif aðgerðanna að fullu. Daníel segir að með þessu séu ríkisstjórnin og Seðlabankinn að toga hvort í sína áttina. „Það var niðurstaða Rannsóknarskýrslu Alþingis að þegar þenslan var sem mest á sínum tíma var Seðlabankinn að reyna að draga úr henni á meðan verið var að lækka skatta og fara í aðrar þensluhvetjandi aðgerðir í ríkisfjármálunum. Það myndaðist síðan almenn sátt um það eftir hrunið að það hefðu verið ákveðin mistök að Seðlabankinn hefði verið einn í baráttunni við verðbólguna og samstaða um það að vinna saman að markmiðinu,“ segir Daníel. Hann segir skuldalækkunina hafa talsvert verðbólguhvetjandi áhrif að mati Seðlabankans og fyrir vikið þurfi hann að beita stjórntækjum sínum af hörku. „Það er skrítið að ríkisfjármálin taki ekki meira tillit til þess að við erum ekki búin að ná verðbólgumarkmiðinu,“ segir Daníel. Hagfræðideildin segir einnig í Hagsjánni að viðbrögð forsætisráðherra í ræðu sinni, þar sem hann lýsti furðu á forgangsröðun Seðlabankans vektu athygli. Deildin segir þannig komið upp vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans sem muni óhjákvæmilega veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. „Við sjáum þessi viðbrögð og það ekki í fyrsta skiptið og það bendir til þess að ekki sé mikið traust þarna á milli og þá aðallega í aðra áttina. Greiningaraðilar erlendis horfa á þetta samspil og sjá að menn eru ekki samstiga og það er hið versta mál,“ segir Daníel að lokum.
Tengdar fréttir Vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans Landsbankinn segir afstöðu forsætisráðherra til greiningar Seðlabankans veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. 13. febrúar 2014 14:28 Ísland opið fyrir viðskiptum en ekki til sölu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór um víðan völl í ræðu sinni á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag. 12. febrúar 2014 15:31 Sendi Seðlabankanum tóninn á Viðskiptaþingi Forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn legði meiri áherslu á að gera óumbeðna úttekt á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á meðan stjórnvöld biðu enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. 12. febrúar 2014 20:49 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans Landsbankinn segir afstöðu forsætisráðherra til greiningar Seðlabankans veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. 13. febrúar 2014 14:28
Ísland opið fyrir viðskiptum en ekki til sölu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór um víðan völl í ræðu sinni á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag. 12. febrúar 2014 15:31
Sendi Seðlabankanum tóninn á Viðskiptaþingi Forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn legði meiri áherslu á að gera óumbeðna úttekt á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á meðan stjórnvöld biðu enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. 12. febrúar 2014 20:49