Viðskipti innlent

Vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Hagfræðideild Landsbankans segir að ekki verði betur séð en að sú staða sé upp komin að ríkisstjórn landsins vantreysti Seðlabankanum til að gegna lögbundnum skyldum sínum. Þetta kemur fram í Hagsjá deildarinnar.

Seðlabankinn segir í í Peningamálum sínum þar sem birt er endurskoðuð þjóðhags- og verðbóglu spar að áform ríkisstjórnarinnar um lækkun á verðtryggðum íbúðalánum hluta landsmanna sé verulega verðbólguhvetjandi. Landsbankinn segir að þetta sér fyrsta augljósa dæmið frá hruni fjármálakerfisins um að peningastefnan og ríkisfjármálin vinni ekki saman að verðstöðugleika.

Það er mat Seðlabankans að nauðsynlegt verði, vegna fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar, að beita stjórntækjum peningastefnunnar, það er stýrivöxtum, af mun meiri hörku en ella hefði verið þörf á, en engu að síður verði ómögulegt að hemja verðbólguáhrif aðgerðanna að fullu.

Hagfræðideildin segir viðbrögð forsætisráðherra í ræðu á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands vekja athygli, þar sem hann lýsti furðu á forgagnsröðun Seðlabankans og bætti við að hann hefði verið búinn að panta allt aðra greiningu sem enn væri beðið eftir.

Deildin segir þannig komið upp vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans sem mun óhjákvæmilega veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×